Forsætisráðherra birtir ítarlega skýrslu um horfur í þjóðaröryggismálum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2022 08:04 Skýrslan er afar yfirgripsmikil og í henni að finna margar ábendingar um leiðina fram á við. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra hefur skilað skýrslu um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Skýrslan er löng og yfirgripsmikil og ljóst að verkefnin framundan eru mörg, ekki síst í ljósi stöðu öryggismála í Evrópu. Í skýrslunni segir meðal annars að í kjölfar innrásar Rússa hafi skapast eitt alvarlegasta hættuástand í öryggismálum Evrópu frá lokum síðari heimstyrjaldar. Um sé að ræða skýrt brot á alþjóðalögum sem hafi gjörbreytt stöðu öryggismála og alþjóðasamstarfs. Stigmögnun stríðsins í Úkraínu og hættan á að átökin breiðist út fyrir landamæri Úkraínu séu meðal áhættuþátta. Í upphafskafla skýrslunnar er fjallað um þessa nýju stöðu og þær aðgerðir sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsina hafa gripið til. Þá er einnig fjallað um kjarnorkuógnina. „Rússar gætu freistast til að taka meiri áhættu samhliða óförum í hefðbundnum hernaði og hafa sumir ráðamenn vísað beint og óbeint í notkun gereyðingavopna. Yfirlýsingar rússneskra ráðamanna um mögulega beitingu kjarnavopna í Úkraínu eru teknar alvarlega. Þó er ljóst að geri Rússar alvöru úr þeim mun það hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér og gerbreyta eðli átakanna ásamt því stuðla að frekari einangrun Rússlands á alþjóðavettvangi,“ segir í skýrslunni. Mikillar óvissu gæti um þróun stríðsins í Úkraínu, hversu lengi það muni vara og áhrif þess til lengri tíma á heimsvísu. Í kaflanum „Áfallaþol samfélagsins“ segir að Ísland búi að mörgu leyti við gott öryggi hvað varðar mikilvæga innviði. „Hér má nefna aðgengi að neysluvatni, sjálfbærni þegar kemur að raforku og varmaorku, góð fjarskipti, opið lýðræðislegt samfélag og mikið traust til stofnana á borð við lögreglu og Landhelgisgæsluna.“ Þar segir að helstu áhrifaþættir sem taka þurfi mið af í viðleitni til að tryggja virkni mikilvægra innviða séu náttúruvá, þar með talin eldgos (aska, hraun), jarðskjálftar, jökulhlaup, flóðbylgjur af sjó, vatnsflóð, árflóð og öfgar í veðurfari; stórfelldar tæknilegar bilanir á sviði orkuöryggis, fjarskiptaöryggis eða netöryggis; vá af mannavöldum, þar með talin vanræksla, yfirsjón eða mistök; hótanir, skemmdarverk, netárásir, hryðjuverk, hernaður, pólitískt ástand eða efnahagsástand; heilbrigðisógnir, svo sem farsóttir; og skortur á starfsmönnum sem búa yfir þekkingu og þjálfun í rekstri slíkra innviða. Þá er fjallað um mikilvægi þess að fyrir hendi séu nauðsynlegar birgðir til að tryggja lífsafkomu á hættutímum. „Hér er t.d. um að ræða birgðir af matvælum og nauðsynlegum aðföngum vegna matvælaframleiðslu, jarðefnaeldsneyti, lyf og lækningatæki og viðhaldshluti og þjónustu vegna mikilvægra innviða.“ Í skýrslunni er ítarlega fjallað um stöðu áðurnefndra innviða. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Í skýrslunni segir meðal annars að í kjölfar innrásar Rússa hafi skapast eitt alvarlegasta hættuástand í öryggismálum Evrópu frá lokum síðari heimstyrjaldar. Um sé að ræða skýrt brot á alþjóðalögum sem hafi gjörbreytt stöðu öryggismála og alþjóðasamstarfs. Stigmögnun stríðsins í Úkraínu og hættan á að átökin breiðist út fyrir landamæri Úkraínu séu meðal áhættuþátta. Í upphafskafla skýrslunnar er fjallað um þessa nýju stöðu og þær aðgerðir sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsina hafa gripið til. Þá er einnig fjallað um kjarnorkuógnina. „Rússar gætu freistast til að taka meiri áhættu samhliða óförum í hefðbundnum hernaði og hafa sumir ráðamenn vísað beint og óbeint í notkun gereyðingavopna. Yfirlýsingar rússneskra ráðamanna um mögulega beitingu kjarnavopna í Úkraínu eru teknar alvarlega. Þó er ljóst að geri Rússar alvöru úr þeim mun það hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér og gerbreyta eðli átakanna ásamt því stuðla að frekari einangrun Rússlands á alþjóðavettvangi,“ segir í skýrslunni. Mikillar óvissu gæti um þróun stríðsins í Úkraínu, hversu lengi það muni vara og áhrif þess til lengri tíma á heimsvísu. Í kaflanum „Áfallaþol samfélagsins“ segir að Ísland búi að mörgu leyti við gott öryggi hvað varðar mikilvæga innviði. „Hér má nefna aðgengi að neysluvatni, sjálfbærni þegar kemur að raforku og varmaorku, góð fjarskipti, opið lýðræðislegt samfélag og mikið traust til stofnana á borð við lögreglu og Landhelgisgæsluna.“ Þar segir að helstu áhrifaþættir sem taka þurfi mið af í viðleitni til að tryggja virkni mikilvægra innviða séu náttúruvá, þar með talin eldgos (aska, hraun), jarðskjálftar, jökulhlaup, flóðbylgjur af sjó, vatnsflóð, árflóð og öfgar í veðurfari; stórfelldar tæknilegar bilanir á sviði orkuöryggis, fjarskiptaöryggis eða netöryggis; vá af mannavöldum, þar með talin vanræksla, yfirsjón eða mistök; hótanir, skemmdarverk, netárásir, hryðjuverk, hernaður, pólitískt ástand eða efnahagsástand; heilbrigðisógnir, svo sem farsóttir; og skortur á starfsmönnum sem búa yfir þekkingu og þjálfun í rekstri slíkra innviða. Þá er fjallað um mikilvægi þess að fyrir hendi séu nauðsynlegar birgðir til að tryggja lífsafkomu á hættutímum. „Hér er t.d. um að ræða birgðir af matvælum og nauðsynlegum aðföngum vegna matvælaframleiðslu, jarðefnaeldsneyti, lyf og lækningatæki og viðhaldshluti og þjónustu vegna mikilvægra innviða.“ Í skýrslunni er ítarlega fjallað um stöðu áðurnefndra innviða.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira