Fjárhagsáætlun samþykkt í borgarstjórn Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 7. desember 2022 08:34 Dagur B. Eggertsson, Einar Þorsteinsson og Dóra Björt Guðjónsdóttir þegar sitjandi meirihluti var kynntur til sögunnar í vor. Vísir/Vilhelm Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Í tilkynningu frá borginni segir að áætlunin taki mið af nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar og geri ráð fyrir áframhaldandi vexti borgarinnar og fullri fjármögnun grunnþjónustu en aðhaldi í öðrum rekstri, eins og það er orðað. Þá var einnig samþykkt ný fjármálastefna og fjárhagsáætlun til næstu fimm ára 2023-2027. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með afgreiðslu á yfir 100 hagræðingar- og umbótatillögum sem lagðar voru fram við síðari umræðu um áætlunina og fjallað hefur verið um. Niðurstaðan gerir ráð fyrir aðhaldi í rekstri til að styrkja afkomu á rekstri A-hluta borgarsjóðs. „Dregið verður saman í fjárfestingu frá fyrri áætlun en áfram verður kraftur settur í viðhaldsmál og uppbyggingu grænna innviða í vaxandi borg,“ segir einnig. Ennfremur segir að farið verði í margvíslegar aðgerðir til að auka skilvirkni í rekstri og hagræða á öllum sviðum starfsemi borgarinnar með það að markmiði að ekki komi til skerðingar á velferðar- og skólaþjónustu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessa fjárhagsáætlun endurspegla skynsamleg viðbrögð við aðstæðum í efnahagsmálum. „Í kjölfar heimsfaraldurs var farið í markvissar aðgerðir til að sporna gegn atvinnuleysi og farið í miklar fjárfestingar. Nú þegar harðnar aðeins á dalnum rifum við seglin í fjárfestingaráætlun og hagræðum í rekstri,“ segir borgarstjóri og bætir við að eftir sem áður eigi að standa vörð um grunnþjónustu. „Jafnframt er mikilvægt að knýja á um það ásamt öðrum sveitarfélögum á landinu að ríkið tryggi eðlilega og sanngjarna fjármögnun á málaflokki fatlaðs fólks,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 „Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00 Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira
Í tilkynningu frá borginni segir að áætlunin taki mið af nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar og geri ráð fyrir áframhaldandi vexti borgarinnar og fullri fjármögnun grunnþjónustu en aðhaldi í öðrum rekstri, eins og það er orðað. Þá var einnig samþykkt ný fjármálastefna og fjárhagsáætlun til næstu fimm ára 2023-2027. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með afgreiðslu á yfir 100 hagræðingar- og umbótatillögum sem lagðar voru fram við síðari umræðu um áætlunina og fjallað hefur verið um. Niðurstaðan gerir ráð fyrir aðhaldi í rekstri til að styrkja afkomu á rekstri A-hluta borgarsjóðs. „Dregið verður saman í fjárfestingu frá fyrri áætlun en áfram verður kraftur settur í viðhaldsmál og uppbyggingu grænna innviða í vaxandi borg,“ segir einnig. Ennfremur segir að farið verði í margvíslegar aðgerðir til að auka skilvirkni í rekstri og hagræða á öllum sviðum starfsemi borgarinnar með það að markmiði að ekki komi til skerðingar á velferðar- og skólaþjónustu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessa fjárhagsáætlun endurspegla skynsamleg viðbrögð við aðstæðum í efnahagsmálum. „Í kjölfar heimsfaraldurs var farið í markvissar aðgerðir til að sporna gegn atvinnuleysi og farið í miklar fjárfestingar. Nú þegar harðnar aðeins á dalnum rifum við seglin í fjárfestingaráætlun og hagræðum í rekstri,“ segir borgarstjóri og bætir við að eftir sem áður eigi að standa vörð um grunnþjónustu. „Jafnframt er mikilvægt að knýja á um það ásamt öðrum sveitarfélögum á landinu að ríkið tryggi eðlilega og sanngjarna fjármögnun á málaflokki fatlaðs fólks,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 „Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00 Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira
„Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11
Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45
„Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00
Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58