Leiðarhöfði hlaut fyrstu verðlaun á stærstu arkitektaráðstefnu heims Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. desember 2022 10:02 Verðlaunahönnunin. Dómnefnd taldi verkefnið Leiðarhöfða vera til þess fallið að auka tengsl milli íbúa og gesta í frammúrskarandi fallegri náttúru. HJARK HJARK arkitektar, sastudio og Landmótun báru sigur úr býtum á nýliðinni WAF verðlaunahátíð í flokki framtíðarverkefna: samfélagsleg rými (Future Projects: Civic). WAF, The World Architecture Festival er stærsta arkitektaráðstefna í heiminum og var haldin í ár í Lissabon. Hulda Jónsdóttir arkitekt og eigandi HJARK arkitektar, Tiago Sá arkitekt og eigandi sastudio ásamt Áslaugu Traustadóttur landslagsarkitekt og meðeiganda Landmótunar tóku við verðlaununum fyrir vinningstillögu þeirra, Leiðarhöfða, áfangastað og útivistarsvæði á Höfn. Leiðarhöfði er vinningstillaga sem upphaflega var unnin fyrir hönnunarsamkeppni á vegum Sveitafélags Hornafjarðar vorið 2021. „Leiðarhöfði er einstakur staður með ríka sögu, lóðin er vinsæll viðkomustaður á náttúruslóð meðfram strandlengjunni á Höfn með útsýni í allar áttir. Byggingin rís mjúklega frá jörðu í átt að bænum og myndar nýja götumynd. Græna þakið teygir út flóruna á staðnum og verður framlenging á göngugötunni sem býður upp á nýtt sjónarhorn yfir höfðann, bæinn og náttúruna í kring.“ HJARK Byggingin er 500 m2 og er hugsuð sem fjölnota rými sem getur lagað sig að mismunandi notkun fyrir íbúa og gesti á staðnum. Þar er til dæmis kaffihús ásamt opnu rými sem getur hýst mismunandi viðburði, svo sem lista-og fræðslusýningar, tónleika eða ráðstefnur. „Hugmyndin ber virðingu fyrir dýra-og gróðurlífi á staðnum og vottar sögu staðarins virðingu, þar með Leiðarhöfðann sjálfan sem miðpunkt, ósnortinn og skilinn eftir í sinni náttúrulegu mynd. Grunnburður byggingarinnar og útihúsgögn vísa til saltfiskþurrkunar grindanna og netanna sem eitt sinn voru til staðar á staðnum. Fjölbreytt afþreyingarsvæði úr staðbundnum lerkigrindum og endurunnum veiðarfærum er dreift meðfram staðnum í mismunandi tilgangi, svo sem hengirúm og rólur, hjólastæði, æfingatæki og fræðsluskilti.“ HJARK Vatnið í kring er háð flóðum og sjávarföllum, svæðið er síbreytilegt og hver heimsókn er frábrugðin þeirri fyrri. „Landslagshönnunin beinist meðal annars að sólsetrinu frá bryggjunni á sumrin, norðurljósin sem endurspeglast í vatninu á veturna og auðugt fuglalíf allt árið um kring. Gönguleiðir sem bjóða upp á tækifæri til menntunar og mismunandi upplifunar til afþreyingar. Leiktæki og afslöppunarsvæði á lóð fyrir börn sem og fullorðna. Nýja bryggjan lengir gönguna út í vatnið, gestir fá nýtt sjónarhorn í kringum Leiðarhöfða og meiri snertingu við náttúruna. Kajakar verða sjósettir þar sem fiskimaður myndi sigla út áður fyrr.“ WAF, The World Architecture Festival er alþjóðleg og virt arkitektaráðstefna sem haldin er árlega víða um heim og koma þar saman fremstu arkitektarstofur heims og voru í ár um 500 tillögur frá yfir 50 löndum sem kepptu til verðlauna. Tiago Sá arkitekt og eigandi sastudio, Hulda Jónsdóttir arkitekt og eigandi HJARK arkitektar og Áslaug Traustadóttir landslagsarkitekt og meðeigandi Landmótunar. Á meðal þeirra sem voru á WAF ráðstefnunni í ár voru arkitektastofurnar BIG, 3XN, Zaha Hadid, Henning Larsen arkitektar, Fosters + Partners, Ole Scheeren, Arup, BAD, White arkitektar, Studio Gang ásamt fleirum. Í dómnefnd WAF Awards 2022 voru þau Fernando Menis frá Tenerife, Nicola Carnevali meðeigandi hjá RSHP og Karen Forbes prófessor hjá Edinborgarháskóla. Ásamt yfirdómnefnd: Shane O'Toole frá University College Dublin, Sir Peter Cook, Nadia Tromp frá Ntsika Architects, Mario Cucinella frá MCA-Mario Cucinella Architects og Yui Tezuka frá Tezuka Architects. Dómarar voru sérstaklega hrifnir af því hvað „verkefnið er leikandi og skemmtilegt og er til þess fallið að auka tengsl á milli íbúa og gesta á Leiðarhöfða í framúrskarandi fallegri náttúru.“ Tíska og hönnun Arkitektúr Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hulda Jónsdóttir arkitekt og eigandi HJARK arkitektar, Tiago Sá arkitekt og eigandi sastudio ásamt Áslaugu Traustadóttur landslagsarkitekt og meðeiganda Landmótunar tóku við verðlaununum fyrir vinningstillögu þeirra, Leiðarhöfða, áfangastað og útivistarsvæði á Höfn. Leiðarhöfði er vinningstillaga sem upphaflega var unnin fyrir hönnunarsamkeppni á vegum Sveitafélags Hornafjarðar vorið 2021. „Leiðarhöfði er einstakur staður með ríka sögu, lóðin er vinsæll viðkomustaður á náttúruslóð meðfram strandlengjunni á Höfn með útsýni í allar áttir. Byggingin rís mjúklega frá jörðu í átt að bænum og myndar nýja götumynd. Græna þakið teygir út flóruna á staðnum og verður framlenging á göngugötunni sem býður upp á nýtt sjónarhorn yfir höfðann, bæinn og náttúruna í kring.“ HJARK Byggingin er 500 m2 og er hugsuð sem fjölnota rými sem getur lagað sig að mismunandi notkun fyrir íbúa og gesti á staðnum. Þar er til dæmis kaffihús ásamt opnu rými sem getur hýst mismunandi viðburði, svo sem lista-og fræðslusýningar, tónleika eða ráðstefnur. „Hugmyndin ber virðingu fyrir dýra-og gróðurlífi á staðnum og vottar sögu staðarins virðingu, þar með Leiðarhöfðann sjálfan sem miðpunkt, ósnortinn og skilinn eftir í sinni náttúrulegu mynd. Grunnburður byggingarinnar og útihúsgögn vísa til saltfiskþurrkunar grindanna og netanna sem eitt sinn voru til staðar á staðnum. Fjölbreytt afþreyingarsvæði úr staðbundnum lerkigrindum og endurunnum veiðarfærum er dreift meðfram staðnum í mismunandi tilgangi, svo sem hengirúm og rólur, hjólastæði, æfingatæki og fræðsluskilti.“ HJARK Vatnið í kring er háð flóðum og sjávarföllum, svæðið er síbreytilegt og hver heimsókn er frábrugðin þeirri fyrri. „Landslagshönnunin beinist meðal annars að sólsetrinu frá bryggjunni á sumrin, norðurljósin sem endurspeglast í vatninu á veturna og auðugt fuglalíf allt árið um kring. Gönguleiðir sem bjóða upp á tækifæri til menntunar og mismunandi upplifunar til afþreyingar. Leiktæki og afslöppunarsvæði á lóð fyrir börn sem og fullorðna. Nýja bryggjan lengir gönguna út í vatnið, gestir fá nýtt sjónarhorn í kringum Leiðarhöfða og meiri snertingu við náttúruna. Kajakar verða sjósettir þar sem fiskimaður myndi sigla út áður fyrr.“ WAF, The World Architecture Festival er alþjóðleg og virt arkitektaráðstefna sem haldin er árlega víða um heim og koma þar saman fremstu arkitektarstofur heims og voru í ár um 500 tillögur frá yfir 50 löndum sem kepptu til verðlauna. Tiago Sá arkitekt og eigandi sastudio, Hulda Jónsdóttir arkitekt og eigandi HJARK arkitektar og Áslaug Traustadóttir landslagsarkitekt og meðeigandi Landmótunar. Á meðal þeirra sem voru á WAF ráðstefnunni í ár voru arkitektastofurnar BIG, 3XN, Zaha Hadid, Henning Larsen arkitektar, Fosters + Partners, Ole Scheeren, Arup, BAD, White arkitektar, Studio Gang ásamt fleirum. Í dómnefnd WAF Awards 2022 voru þau Fernando Menis frá Tenerife, Nicola Carnevali meðeigandi hjá RSHP og Karen Forbes prófessor hjá Edinborgarháskóla. Ásamt yfirdómnefnd: Shane O'Toole frá University College Dublin, Sir Peter Cook, Nadia Tromp frá Ntsika Architects, Mario Cucinella frá MCA-Mario Cucinella Architects og Yui Tezuka frá Tezuka Architects. Dómarar voru sérstaklega hrifnir af því hvað „verkefnið er leikandi og skemmtilegt og er til þess fallið að auka tengsl á milli íbúa og gesta á Leiðarhöfða í framúrskarandi fallegri náttúru.“
Tíska og hönnun Arkitektúr Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira