Skurðstofur standa tómar á meðan biðlistar lengjast: „Það er krísa sem þarf að taka á“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. desember 2022 11:41 Rót vandans er mönnun, líkt og svo oft áður þegar kemur að heilbrigðiskerfinu. Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti fimm skurðstofur standa tómar daglega á Landspítala þar sem ekki tekst að manna þær. Nóg er af skurðlæknum en skortur er á skurðhjúkrunarfræðingum. Biðlistar blása út og formaður Félags skurðlækna segir stöðuna aldrei hafa verið verri og skurðlæknar lýsa því að vera með kvíðahnút í maganum fyrir hönd sjúklinga. Aðeins ellefu af átján skurðstofum Landspítala eru í formlegri notkun en tvær til viðbótar eru oft opnar þegar það tekst að manna þær. Vandinn er þó ekki sá að það vanti skurðlækna heldur er skortur á skurðhjúkrunarfræðingum, sem þurfa að vera að minnsta kosti tveir til að manna hverja aðgerð. „Það er krísa sem þarf að taka á,“ segir Geir Tryggvason, formaður Félags skurðlækna, í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði Læknablaðsins um stöðuna. Þar var einnig rætt við þrjá reynda skurðlækna á spítalanum sem sögðust jafnvel sitja aðgerðarlausir hluta úr degi á meðan biðlistarnir lengdust. Skurðlæknarnir Katrín Kristjánsdóttir, Þorsteinn Ástráðsson og Bjarni Geir Viðarsson.Læknablaðið/gag „Eins og biðlistarnir eru í dag væri langskynsamlegast að hafa okkur skurðlækna að störfum á skurðstofu. Það skera engir aðrir niður þessa biðlista en þau sem gera aðgerðirnar,“ segir Þorsteinn Ástráðsson, háls-, nef- og eyrnalæknir sem er með krabbameinsskurðlækningar sem undirsérgrein. „Ég upplifi að við skurðlæknar séum stundum eins og gestir á skurðstofunum,“ segir hann enn fremur. Með hnút í maganum Katrín Kristjánsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir með undirsérgrein í krabbameinum í kvenlíffærum, og Bjarni Geir Viðarsson, kviðarholsskurðlæknir, taka í sama streng í viðtalinu og lýstu því að ef þau vildu meira tíma á skurðstofu þyrftu þau að taka það af hvert öðru. „Innbyrðis erum við alltaf að taka hvert frá öðru. Við sjáum ekki heildarfjölgun aðgerða heldur aðeins innanhússslag milli deilda. Það er tilgangslaus barátta því hún styttir ekki biðlista,“ segir Bjarni. Katrín bendir þá á að biðtíminn sem gefinn sé upp geti lengst sérstaklega þegar kemur að valaðgerðum, til að mynda hjá konum sem ákveða að láta taka eggjastokkana þar sem þær eru í aukinni hættu á að fá krabbamein en þær séu settar á þriggja mánaða biðlista. „Biðin gæti í raun, í svona árferði eins og núna, orðið eitt eða tvö ár og á endanum þarf ég að breyta forganginum í innan mánaðar, því annars gerist þetta ekki. Ég er alltaf með hnút í maganum að þessar konur, sem eru í aukinni áhættu, séu komnar með krabbamein þegar loksins kemur að aðgerð,“ segir Katrín. Staðan verri en nokkru sinni fyrr Samanlagt eru Bjarni, Katrín og Þorsteinn með á þriðja hundruð manns á biðlista hjá sér en þau leggja til ýmsar tillögur að úrbótum, til að mynda að dreifa skurðhjúkrunarfræðingum sem eru starfandi á fleiri stofur og ráða sjúkraliða, fjölga skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingum og svæfingalæknum, og ráða fleiri erlendis frá. Þá þyrfti meiri sveigjanleika. Greint var frá því í síðustu viku að Sjúkratryggingar Íslands gerðu ráð fyrir að um það bil 328 muni sækja um það á þessu ári að fara erlendis í aðgerðir, tvöfalt fleiri en í fyrra, þar sem langur biðtími er eftir aðgerðum hérna heima. Formaður Félags skurðlækna segir ekki einfalda lausn í sjónmáli en að ræða verði lausnir þar sem staðan sé verri en nokkru sinni fyrr og biðlistarnir lengist hratt. „Það þarf hugsanlega að hugsa út fyrir boxið. Samstarf okkar við skurðhjúkrunarfræðinga er bæði nauðsynlegt og gott en nú þegar það vantar þessa hjúkrunarfræðinga þurfum við að finna lausn til að stytta biðlista. Annars lengjast þeir og lengjast,“ segir Geir. Skurðhjúkrunarfræðingar komnir á aldur og leita annað Ólafur B. Skúlason, forstöðumaður skurðlækninga á spítalanum, segir í frétt Læknablaðsins að frá og með janúar verði fjórtán skurðstofur opnar alla daga vikunnar, auk tveggja á Eiríksstöðum sem sinna augnskurðlækningum. Hvað skurðhjúkrunarfræðinga varðar bendir hann á að þeir hafi átt mikið orlof inni eftir Covid auk þess sem stór hópur er kominn eftirlaunaaldur og margir kjósi að fara fyrr á eftirlaun eftir langt álagstímabil. Þá sé töluvert um það að reyndir skurðhjúkrunarfræðingar hætti á Landspítala og ráði sig inn á einkastofur. Á móti komi þó að margt nýtt starfsfólk hafi verið ráðið og hóf til að mynda nýtt sérnám í skurðhjúkrun göngu sína í haust. Viðtalið við Katrínu, Þorstein og Bjarna má lesa í heild sinni hér. Frétt Læknablaðsins um stöðuna á skurðstofum Landspítala má lesa hér. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Aðeins ellefu af átján skurðstofum Landspítala eru í formlegri notkun en tvær til viðbótar eru oft opnar þegar það tekst að manna þær. Vandinn er þó ekki sá að það vanti skurðlækna heldur er skortur á skurðhjúkrunarfræðingum, sem þurfa að vera að minnsta kosti tveir til að manna hverja aðgerð. „Það er krísa sem þarf að taka á,“ segir Geir Tryggvason, formaður Félags skurðlækna, í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði Læknablaðsins um stöðuna. Þar var einnig rætt við þrjá reynda skurðlækna á spítalanum sem sögðust jafnvel sitja aðgerðarlausir hluta úr degi á meðan biðlistarnir lengdust. Skurðlæknarnir Katrín Kristjánsdóttir, Þorsteinn Ástráðsson og Bjarni Geir Viðarsson.Læknablaðið/gag „Eins og biðlistarnir eru í dag væri langskynsamlegast að hafa okkur skurðlækna að störfum á skurðstofu. Það skera engir aðrir niður þessa biðlista en þau sem gera aðgerðirnar,“ segir Þorsteinn Ástráðsson, háls-, nef- og eyrnalæknir sem er með krabbameinsskurðlækningar sem undirsérgrein. „Ég upplifi að við skurðlæknar séum stundum eins og gestir á skurðstofunum,“ segir hann enn fremur. Með hnút í maganum Katrín Kristjánsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir með undirsérgrein í krabbameinum í kvenlíffærum, og Bjarni Geir Viðarsson, kviðarholsskurðlæknir, taka í sama streng í viðtalinu og lýstu því að ef þau vildu meira tíma á skurðstofu þyrftu þau að taka það af hvert öðru. „Innbyrðis erum við alltaf að taka hvert frá öðru. Við sjáum ekki heildarfjölgun aðgerða heldur aðeins innanhússslag milli deilda. Það er tilgangslaus barátta því hún styttir ekki biðlista,“ segir Bjarni. Katrín bendir þá á að biðtíminn sem gefinn sé upp geti lengst sérstaklega þegar kemur að valaðgerðum, til að mynda hjá konum sem ákveða að láta taka eggjastokkana þar sem þær eru í aukinni hættu á að fá krabbamein en þær séu settar á þriggja mánaða biðlista. „Biðin gæti í raun, í svona árferði eins og núna, orðið eitt eða tvö ár og á endanum þarf ég að breyta forganginum í innan mánaðar, því annars gerist þetta ekki. Ég er alltaf með hnút í maganum að þessar konur, sem eru í aukinni áhættu, séu komnar með krabbamein þegar loksins kemur að aðgerð,“ segir Katrín. Staðan verri en nokkru sinni fyrr Samanlagt eru Bjarni, Katrín og Þorsteinn með á þriðja hundruð manns á biðlista hjá sér en þau leggja til ýmsar tillögur að úrbótum, til að mynda að dreifa skurðhjúkrunarfræðingum sem eru starfandi á fleiri stofur og ráða sjúkraliða, fjölga skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingum og svæfingalæknum, og ráða fleiri erlendis frá. Þá þyrfti meiri sveigjanleika. Greint var frá því í síðustu viku að Sjúkratryggingar Íslands gerðu ráð fyrir að um það bil 328 muni sækja um það á þessu ári að fara erlendis í aðgerðir, tvöfalt fleiri en í fyrra, þar sem langur biðtími er eftir aðgerðum hérna heima. Formaður Félags skurðlækna segir ekki einfalda lausn í sjónmáli en að ræða verði lausnir þar sem staðan sé verri en nokkru sinni fyrr og biðlistarnir lengist hratt. „Það þarf hugsanlega að hugsa út fyrir boxið. Samstarf okkar við skurðhjúkrunarfræðinga er bæði nauðsynlegt og gott en nú þegar það vantar þessa hjúkrunarfræðinga þurfum við að finna lausn til að stytta biðlista. Annars lengjast þeir og lengjast,“ segir Geir. Skurðhjúkrunarfræðingar komnir á aldur og leita annað Ólafur B. Skúlason, forstöðumaður skurðlækninga á spítalanum, segir í frétt Læknablaðsins að frá og með janúar verði fjórtán skurðstofur opnar alla daga vikunnar, auk tveggja á Eiríksstöðum sem sinna augnskurðlækningum. Hvað skurðhjúkrunarfræðinga varðar bendir hann á að þeir hafi átt mikið orlof inni eftir Covid auk þess sem stór hópur er kominn eftirlaunaaldur og margir kjósi að fara fyrr á eftirlaun eftir langt álagstímabil. Þá sé töluvert um það að reyndir skurðhjúkrunarfræðingar hætti á Landspítala og ráði sig inn á einkastofur. Á móti komi þó að margt nýtt starfsfólk hafi verið ráðið og hóf til að mynda nýtt sérnám í skurðhjúkrun göngu sína í haust. Viðtalið við Katrínu, Þorstein og Bjarna má lesa í heild sinni hér. Frétt Læknablaðsins um stöðuna á skurðstofum Landspítala má lesa hér.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira