Lífið

Anna Svava og Gylfi Þór setja ein­býlið í Norður­mýrinni á sölu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Anna Svava Knútsdóttir og Gylfi Þór Valdimarsson eru farin að hugsa sér til hreyfings af Hrefnugötunni.
Anna Svava Knútsdóttir og Gylfi Þór Valdimarsson eru farin að hugsa sér til hreyfings af Hrefnugötunni. Vísir/Hulda Margrét

Hjónin Anna Svava Knútsdóttir og Gylfi Þór Valdimarsson hafa sett einbýlishús sitt við Hrefnugötu í Norðurmýrinni á sölu. Verðmiðinn á 300 fermetra húsið er 225 milljónir króna.

Hjónin reka ísbúðina Valdísi en rekstur ísbúðarinnar hefur gengið vel undanfarin ár. Þá hefur Anna Svava skemmt landanum reglulega á sjónvarpsskjánum með húmorinn að vopni.

Húsið var teiknað af Sigurði Guðmundssyni arkitekt árið 1939. Af 304 fermetrum er bílskúr upp á 57 fermetra. Fram kemur í lýsingu á eigninni að hún sé mikið endurnýtt með myndarlegum afgirtum garði þar sem er að finna sólpall og heitan pott.

Fimm svefnherbergi eru í húsinu og fjögur baðherbergi svo enginn ætti að þurfa að bíða eftir því að komast á klósettið.

Fjölmargar myndir og frekari lýsingu má finna á fasteignavefnum.

Hægt er að ganga úr svefnherbergi út á svalir.Fasteignaljósmyndun.is
Stiginn upp á loft er teppalagður.Fasteignaljósmyndun.is
Snyrtilegt salerni.Fasteignaljósmyndun.is

Opið er á milli stofunnar og eldhússins.Fasteignaljósmyndun.is
Forstofan er með fallegum svörtum og hvítum flísum.Fasteignaljósmyndun.is
Eldhúsið er snyrtilegt og opið.Fasteignaljósmyndun.is
Arinn í fallegri stofu.Fasteignaljósmyndun.is
Sjónvarpshol tilvalið fyrir Netflix og tjill.Fasteignaljósmyndun.is
Kjallarinn hefur verið notaður fyrir líkamsræktaraðstöðu.Fasteignaljósmyndun.is
Körfuboltaspjald er í bakgarðinum og skemmtilegt tréhús.Fasteignaljósmyndun.is
Hægt er að skella sér í heita pottinn á köldu vetrarkvöldi sem bjartri sumarnótt.Fasteignaljósmyndun.is
Húsið er í Norðurmýrinni skammt frá Klambratúni.Fasteignaljósmyndun.is


Tengdar fréttir

Mögnuð Anna Svava sló í gegn í Besta þættinum

Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir sló svo sannarlega í gegn í liði Vals þegar liðið mætti FH í Besta þættinum, þar sem reynir á gáfur og knattspyrnuhæfileika keppenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.