Salka Valsdóttir endurútsetti lagið fyrir Reykjavíkurdætur en meðlimir hljómsveitarinnar eru að sögn allar miklar aðdáendur lagsins sem og Selmu.
Reykjavíkurdætur eru sjálfar alls ekki ókunnar Eurovision en þær voru ansi nálægt því að komast í aðalkeppnina í Ítalíu á þessu ári, en lutu í lægra haldi fyrir Systrunum sem fóru út fyrir hönd Íslands með lagið Hækkandi sól.
Myndbandið er sérlega skemmtilegt en það er unnið úr klippum af meðlimum Reykjavíkurdætra á þeim aldri sem þær voru þegar þær heyrðu lagið fyrst, ásamt klippum af tónleikaferðlögum sveitarinnar um Evrópu og Norður Ameríku.