Hannes segir Eirík hafa borið þungan hug til Geirs Jakob Bjarnar skrifar 8. desember 2022 08:00 Í nýrri bók Hannesar Hólmsteins um Landsdómsmálið er langur kafli um Eirík Tómasson og leidd fram ýmis atriði og atburðir sem bókarhöfundur telur sýna með óyggjandi hætti að Eiríkur hafi verið vanhæfur til að sitja í Landsdómi og dæma Geir H. Haarde. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér mikla bók um Landsdómsmálið. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. Í bókinni er allt tekið til sem bendir í þá átt. Meðal þess er hæfi Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara, Hannes telur engum vafa undirorpið að hann hafi verið bullandi vanhæfur til að fella dóma yfir Geir. „Geir var hafður fyrir rangri sök,“ segir Hannes Hólmsteinn. Afstaða hans kemur auðvitað engum á óvart sem fylgst hefur með þjóðmálaumræðunni undanfarin ár og áratugi. Velunnurum Sjálfstæðisflokksins og Geirs hefur alla tíð sviðið það að Geir hafi verið dreginn fyrir Landsdóm og dæmdur þar fyrir að hafa vanrækt upplýsingaskyldu sína gagnvart ríkisstjórninni í aðdraganda fjármálahrunsins 2008, en Geir var þá forsætisráðherra. Níu dómarar í Landsdómi af fimmtán sakfelldu Geir. Þetta mál vill ekki deyja. Geir og hópur í kringum hann vill ekki una þessum málalokum og skiptir engu í þeirra huga að Geir var dæmdur án refsingar og var meira að segja ríkinu gert að greiða lögmannskostnað Geirs. Geir sendi málið til Mannréttindadómsstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að 2017 að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Undirtitill bókar Hannesar segir sína sögu: „stjórnmálarefjar og lagaklækir“. Þar sem Vísir grípur niður í doðrant Hannesar um Landsdómsmálið er hann að fjalla um Eirík Tómasson og færir fyrir því margvísleg rök að hann sé bullandi vanhæfur til eiga sæti í Landsdómi. Blaðamenn eru engir dómarar Hæfishugtakið hefur löngum viljað vefjast fyrir landsmönnum og Vísir spurði Hannes hvort það væri ekki svo að þó menn létu í ljósi persónulega skoðun sína þá gerði það þá varla vanhæfa til að gæta faglega hlutleysis? Þó öðru máli gegni um hagsmuni sem gera menn sjálfkrafa vanhæfa? „Ég ræði það sérstaklega í bókinni. Lögfræðingar telja, að við ákveðin skilyrði geri menn sig vanhæfa með því að láta í ljós eindregna afstöðu til sakarefnisins. Ég ræði meðal annars hæstaréttardóma um það,“ segir Hannes. Bók Hannesar veitir fágæta innsýn í baksvið atburða sem skóku samfélagið á sínum tíma, ekki síst vegna aðgengis Hannesar að Davíð Oddssyni, en Hannes byggir meðal annars á viðtölum við hann.vísir/vilhelm Og hann gefur ekki mikið fyrir dæmi sem blaðamaður Vísis tekur úr eigin reynsluheimi, að hann hljóti að gera greinarmun á störfum sínum og svo persónulegri skoðun. „Ekki er hægt að jafna saman blaðamönnum, sem skrifa um menn, og dómurum, sem geta tekið mikilvægar ákvarðanir um líf þeirra og örlög. Hugmyndin er sú, að þeir nálgist úrlausnarefnið ekki með fyrirfram mótaðar eindregnar skoðanir,“ segir Hannes og bendir blaðamanni á að lesa sig til um þetta atriði, í bók sinni. Og þá er það líklega rétta skrefið. Eiríkur sækir fast að fá stöðu við hæstarétt Kaflinn um Eirík Tómasson hæstaréttardómara er ítarlegur en þar dregur Hannes til ýmsa atburði sem hver um sig gerir Eirík fullkomlega vanhæfan í að fella dóma yfir Geir H. Haarde. Þeir hafi eldað saman grátt silfur um áratugaskeið og verið andstæðingar, ef ekki svarnir óvinir. Ekki er það síst aðgengi Hannesar að Davíð Oddssyni nú ritstjóra Morgunblaðsins en áður forsætisráðherra og seðlabankastjóra með meiru, sem veitir fágæta innsýn í baksvið þess máls sem var helsta fréttamál þess tíma. Björn Bjarnason þá dómsmálaráðherra skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson sem hæstaréttardómara. Eiríkur Tómasson var meðal umsækjenda og honum var ekki skemmt.vísir/vilhelm Meðal þess sem Hannes tekur til sem hann telur sýna glögglega að Eiríkur beri þungan hug til Geirs er Hæstaréttardómaramálið 2003. Eiríkur var meðal átta umsækjenda og sótti það fast að fá stöðuna. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra veitti embættið en Eiríkur gekk í aðdragandanum á fund Halldórs Ásgrímssonar flokksbróður síns, sem þá var utanríkisráðherra til að fá stuðning hans sem var auðsótt. „Skildu þeir í styttingi“ Næst óskaði Eiríkur eftir því að fá fund með forsætisráðherranum, Davíð Oddssyni, og við grípum þar niður í bókina. „Síðan óskaði Eiríkur eftir fundi með Davíð Oddssyni forsætisráðherra, en Davíð sinnti ekki skilaboðum hans, fyrr en hann sneri sér til hans og sagði, að hann hlyti að mega eiga við hann orð, eftir að þeir hefðu spilað saman bridds í áratugi. Davíð veitti honum þá viðtal. Eiríkur hóf samtalið á að segja Davíð, að hann hefði rætt við Halldór Ásgrímsson og hefði fullan stuðning hans í embættið. „Já, þú ert að sækja um embætti?“ sagði Davíð. „Já,“ sagði Eiríkur. „Og er það erlendis?“ spurði Davíð. „Erlendis? Hvað áttu við? Þetta er embætti hæstaréttardómara,“ svaraði Eiríkur. „Af hverju varstu þá að tala við utanríkisráðherra?“ spurði Davíð. „Þetta er útúrsnúningur. Þú veist það jafnvel og ég, að ég var að tala við formann Framsóknarflokksins,“ sagði Eiríkur. „En af hverju ertu að tala við Halldór og mig? Af hverju talarðu ekki við dómsmálaráðherrann, sem veitir embættið?“ spurði Davíð, og varð fátt um svör. Skildu þeir í styttingi.“ (Bls. 222). Er þetta samkvæmt viðtali Hannesar við Davíð. Og Hannes bætir við: „Björn Bjarnason hafði spurnir af hinum einkennilega erindrekstri Eiríks Tómassonar við utanríkisráðherra og forsætisráðherra um embætti, sem dómsmálaráðherra skyldi veita. Það hafði þó engin áhrif á ákvörðun hans. Björn mat það svo, að líklega yrði Ólafur Börkur Þorvaldsson heppilegasti dómarinn, enda dómstjóri, sem hefði getið sér gott orð.“ (Bls. 222). Hættir í Bridge-klúbbi Davíðs Svo hratt sé hlaupið yfir sögu skipaði Björn Ólaf Börk Þorvaldsson sem dómara við réttinn og var sú stöðuveiting afskaplega umdeild en Ólafur Börkur er frændi Davíðs og taldist ekki hæfastur umsækjenda. Í bókinni segir að Eiríkur hafi orðinn hinn reiðasti en hann var þá meðal annars í sérstökum bridge-hópi með Davíð og fleirum. Svo enn sé flett í bók Hannesar um Landsdómsmálið: Óhætt er að segja að litlir kærleikar hafi verið með þeim Davíð Oddssyni og Eiríki Tómassyni. Svo fátt var með þeim orðið að Eiríkur hætti í Bridge-klúbbi þar sem þeir voru báðir auk annarra spilafélaga. „Í bræði sinni rauf Eiríkur öll tengsl við Davíð. Briddsfélagarnir höfðu ætlað saman með eiginkonum sínum til Ítalíu þá um haustið, en Eiríkur tilkynnti, að þau hjónin, hann og Þórhildur, færu hvergi, yrðu Davíð og eiginkona hans með í ferðinni. Ákvað Davíð að sitja heima, enda hafði hann ýmsum skyldum að gegna um það leyti. Þá um haustið tilkynnti Eiríkur síðan, að hann væri hættur að spila bridds við þá félaga. Rauf Eiríkur einnig öll tengsl við Jón Steinar Gunnlaugsson, sem hann taldi (ranglega) hafa einhverju ráðið um embættisveitinguna. Hafði Jón Steinar komið því á framfæri við dómsmálaráðherra ótilkvaddur, að hann teldi eðlilegast að skipa Ragnar H. Hall í embættið.“ (Bls. 224). „Hin ofsafengnu viðbrögð Eiríks“ Skipanin sú endaði í kæruferli og næsta ár en strax næsta ár var Eiríkur meðal átta umsækjenda um stöðu við hæstarétt sem þá hafði losnað. Geir H. Haarde fjármálaráðherra skipaði í þá stöðu, vegna þess að Björn taldist ekki hæfur vegna kærumála sem enn voru í ferli vegna fyrri embættisveitingarinnar. Geir skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson og enn fór allt í háa loft í þjóðfélaginu. En reiðastur allra var þó, að sögn Hannesar, Eiríkur Tómasson. Um þetta segir í Landsdómsmálið - stjórnmálarefjar og lagaklækir: „En hin ofsafengnu viðbrögð Eiríks í tvígang, árin 2003 og 2004, sýndu þó, að aðstæður voru óvenjulegar. Sérstök heift var í síðari málinu, þegar Geir veitti Jóni Steinari embætti hæstaréttardómara, eins og sást á þeim orðum Eiríks, að eftir þetta gætu venjulegir borgarar ekki treyst því lengur að fá réttláta úrlausn mála gegn ríkinu fyrir dómstólum. Nú átti sá, sem sennilega var reiðastur allra yfir þessari ákvörðun Geirs, að setjast í dómarasæti yfir honum.“ (Bls. 228). Hannes Hólmsteinn nefnir ýmis atriði önnur sem hann telur sýna svo ekki verði um villst að Eiríkur hafi talið sig átt Geir og Sjálfstæðisflokknum rauðan belg fyrir gráan að gjalda. Og megi að öllu því samanlögðu teljast vanhæfur til að dæma Geir. Landsdómur Hrunið Dómsmál Dómstólar Bókaútgáfa Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
„Geir var hafður fyrir rangri sök,“ segir Hannes Hólmsteinn. Afstaða hans kemur auðvitað engum á óvart sem fylgst hefur með þjóðmálaumræðunni undanfarin ár og áratugi. Velunnurum Sjálfstæðisflokksins og Geirs hefur alla tíð sviðið það að Geir hafi verið dreginn fyrir Landsdóm og dæmdur þar fyrir að hafa vanrækt upplýsingaskyldu sína gagnvart ríkisstjórninni í aðdraganda fjármálahrunsins 2008, en Geir var þá forsætisráðherra. Níu dómarar í Landsdómi af fimmtán sakfelldu Geir. Þetta mál vill ekki deyja. Geir og hópur í kringum hann vill ekki una þessum málalokum og skiptir engu í þeirra huga að Geir var dæmdur án refsingar og var meira að segja ríkinu gert að greiða lögmannskostnað Geirs. Geir sendi málið til Mannréttindadómsstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að 2017 að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Undirtitill bókar Hannesar segir sína sögu: „stjórnmálarefjar og lagaklækir“. Þar sem Vísir grípur niður í doðrant Hannesar um Landsdómsmálið er hann að fjalla um Eirík Tómasson og færir fyrir því margvísleg rök að hann sé bullandi vanhæfur til eiga sæti í Landsdómi. Blaðamenn eru engir dómarar Hæfishugtakið hefur löngum viljað vefjast fyrir landsmönnum og Vísir spurði Hannes hvort það væri ekki svo að þó menn létu í ljósi persónulega skoðun sína þá gerði það þá varla vanhæfa til að gæta faglega hlutleysis? Þó öðru máli gegni um hagsmuni sem gera menn sjálfkrafa vanhæfa? „Ég ræði það sérstaklega í bókinni. Lögfræðingar telja, að við ákveðin skilyrði geri menn sig vanhæfa með því að láta í ljós eindregna afstöðu til sakarefnisins. Ég ræði meðal annars hæstaréttardóma um það,“ segir Hannes. Bók Hannesar veitir fágæta innsýn í baksvið atburða sem skóku samfélagið á sínum tíma, ekki síst vegna aðgengis Hannesar að Davíð Oddssyni, en Hannes byggir meðal annars á viðtölum við hann.vísir/vilhelm Og hann gefur ekki mikið fyrir dæmi sem blaðamaður Vísis tekur úr eigin reynsluheimi, að hann hljóti að gera greinarmun á störfum sínum og svo persónulegri skoðun. „Ekki er hægt að jafna saman blaðamönnum, sem skrifa um menn, og dómurum, sem geta tekið mikilvægar ákvarðanir um líf þeirra og örlög. Hugmyndin er sú, að þeir nálgist úrlausnarefnið ekki með fyrirfram mótaðar eindregnar skoðanir,“ segir Hannes og bendir blaðamanni á að lesa sig til um þetta atriði, í bók sinni. Og þá er það líklega rétta skrefið. Eiríkur sækir fast að fá stöðu við hæstarétt Kaflinn um Eirík Tómasson hæstaréttardómara er ítarlegur en þar dregur Hannes til ýmsa atburði sem hver um sig gerir Eirík fullkomlega vanhæfan í að fella dóma yfir Geir H. Haarde. Þeir hafi eldað saman grátt silfur um áratugaskeið og verið andstæðingar, ef ekki svarnir óvinir. Ekki er það síst aðgengi Hannesar að Davíð Oddssyni nú ritstjóra Morgunblaðsins en áður forsætisráðherra og seðlabankastjóra með meiru, sem veitir fágæta innsýn í baksvið þess máls sem var helsta fréttamál þess tíma. Björn Bjarnason þá dómsmálaráðherra skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson sem hæstaréttardómara. Eiríkur Tómasson var meðal umsækjenda og honum var ekki skemmt.vísir/vilhelm Meðal þess sem Hannes tekur til sem hann telur sýna glögglega að Eiríkur beri þungan hug til Geirs er Hæstaréttardómaramálið 2003. Eiríkur var meðal átta umsækjenda og sótti það fast að fá stöðuna. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra veitti embættið en Eiríkur gekk í aðdragandanum á fund Halldórs Ásgrímssonar flokksbróður síns, sem þá var utanríkisráðherra til að fá stuðning hans sem var auðsótt. „Skildu þeir í styttingi“ Næst óskaði Eiríkur eftir því að fá fund með forsætisráðherranum, Davíð Oddssyni, og við grípum þar niður í bókina. „Síðan óskaði Eiríkur eftir fundi með Davíð Oddssyni forsætisráðherra, en Davíð sinnti ekki skilaboðum hans, fyrr en hann sneri sér til hans og sagði, að hann hlyti að mega eiga við hann orð, eftir að þeir hefðu spilað saman bridds í áratugi. Davíð veitti honum þá viðtal. Eiríkur hóf samtalið á að segja Davíð, að hann hefði rætt við Halldór Ásgrímsson og hefði fullan stuðning hans í embættið. „Já, þú ert að sækja um embætti?“ sagði Davíð. „Já,“ sagði Eiríkur. „Og er það erlendis?“ spurði Davíð. „Erlendis? Hvað áttu við? Þetta er embætti hæstaréttardómara,“ svaraði Eiríkur. „Af hverju varstu þá að tala við utanríkisráðherra?“ spurði Davíð. „Þetta er útúrsnúningur. Þú veist það jafnvel og ég, að ég var að tala við formann Framsóknarflokksins,“ sagði Eiríkur. „En af hverju ertu að tala við Halldór og mig? Af hverju talarðu ekki við dómsmálaráðherrann, sem veitir embættið?“ spurði Davíð, og varð fátt um svör. Skildu þeir í styttingi.“ (Bls. 222). Er þetta samkvæmt viðtali Hannesar við Davíð. Og Hannes bætir við: „Björn Bjarnason hafði spurnir af hinum einkennilega erindrekstri Eiríks Tómassonar við utanríkisráðherra og forsætisráðherra um embætti, sem dómsmálaráðherra skyldi veita. Það hafði þó engin áhrif á ákvörðun hans. Björn mat það svo, að líklega yrði Ólafur Börkur Þorvaldsson heppilegasti dómarinn, enda dómstjóri, sem hefði getið sér gott orð.“ (Bls. 222). Hættir í Bridge-klúbbi Davíðs Svo hratt sé hlaupið yfir sögu skipaði Björn Ólaf Börk Þorvaldsson sem dómara við réttinn og var sú stöðuveiting afskaplega umdeild en Ólafur Börkur er frændi Davíðs og taldist ekki hæfastur umsækjenda. Í bókinni segir að Eiríkur hafi orðinn hinn reiðasti en hann var þá meðal annars í sérstökum bridge-hópi með Davíð og fleirum. Svo enn sé flett í bók Hannesar um Landsdómsmálið: Óhætt er að segja að litlir kærleikar hafi verið með þeim Davíð Oddssyni og Eiríki Tómassyni. Svo fátt var með þeim orðið að Eiríkur hætti í Bridge-klúbbi þar sem þeir voru báðir auk annarra spilafélaga. „Í bræði sinni rauf Eiríkur öll tengsl við Davíð. Briddsfélagarnir höfðu ætlað saman með eiginkonum sínum til Ítalíu þá um haustið, en Eiríkur tilkynnti, að þau hjónin, hann og Þórhildur, færu hvergi, yrðu Davíð og eiginkona hans með í ferðinni. Ákvað Davíð að sitja heima, enda hafði hann ýmsum skyldum að gegna um það leyti. Þá um haustið tilkynnti Eiríkur síðan, að hann væri hættur að spila bridds við þá félaga. Rauf Eiríkur einnig öll tengsl við Jón Steinar Gunnlaugsson, sem hann taldi (ranglega) hafa einhverju ráðið um embættisveitinguna. Hafði Jón Steinar komið því á framfæri við dómsmálaráðherra ótilkvaddur, að hann teldi eðlilegast að skipa Ragnar H. Hall í embættið.“ (Bls. 224). „Hin ofsafengnu viðbrögð Eiríks“ Skipanin sú endaði í kæruferli og næsta ár en strax næsta ár var Eiríkur meðal átta umsækjenda um stöðu við hæstarétt sem þá hafði losnað. Geir H. Haarde fjármálaráðherra skipaði í þá stöðu, vegna þess að Björn taldist ekki hæfur vegna kærumála sem enn voru í ferli vegna fyrri embættisveitingarinnar. Geir skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson og enn fór allt í háa loft í þjóðfélaginu. En reiðastur allra var þó, að sögn Hannesar, Eiríkur Tómasson. Um þetta segir í Landsdómsmálið - stjórnmálarefjar og lagaklækir: „En hin ofsafengnu viðbrögð Eiríks í tvígang, árin 2003 og 2004, sýndu þó, að aðstæður voru óvenjulegar. Sérstök heift var í síðari málinu, þegar Geir veitti Jóni Steinari embætti hæstaréttardómara, eins og sást á þeim orðum Eiríks, að eftir þetta gætu venjulegir borgarar ekki treyst því lengur að fá réttláta úrlausn mála gegn ríkinu fyrir dómstólum. Nú átti sá, sem sennilega var reiðastur allra yfir þessari ákvörðun Geirs, að setjast í dómarasæti yfir honum.“ (Bls. 228). Hannes Hólmsteinn nefnir ýmis atriði önnur sem hann telur sýna svo ekki verði um villst að Eiríkur hafi talið sig átt Geir og Sjálfstæðisflokknum rauðan belg fyrir gráan að gjalda. Og megi að öllu því samanlögðu teljast vanhæfur til að dæma Geir.
„Síðan óskaði Eiríkur eftir fundi með Davíð Oddssyni forsætisráðherra, en Davíð sinnti ekki skilaboðum hans, fyrr en hann sneri sér til hans og sagði, að hann hlyti að mega eiga við hann orð, eftir að þeir hefðu spilað saman bridds í áratugi. Davíð veitti honum þá viðtal. Eiríkur hóf samtalið á að segja Davíð, að hann hefði rætt við Halldór Ásgrímsson og hefði fullan stuðning hans í embættið. „Já, þú ert að sækja um embætti?“ sagði Davíð. „Já,“ sagði Eiríkur. „Og er það erlendis?“ spurði Davíð. „Erlendis? Hvað áttu við? Þetta er embætti hæstaréttardómara,“ svaraði Eiríkur. „Af hverju varstu þá að tala við utanríkisráðherra?“ spurði Davíð. „Þetta er útúrsnúningur. Þú veist það jafnvel og ég, að ég var að tala við formann Framsóknarflokksins,“ sagði Eiríkur. „En af hverju ertu að tala við Halldór og mig? Af hverju talarðu ekki við dómsmálaráðherrann, sem veitir embættið?“ spurði Davíð, og varð fátt um svör. Skildu þeir í styttingi.“ (Bls. 222).
Landsdómur Hrunið Dómsmál Dómstólar Bókaútgáfa Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira