„Þetta var bara æðislega skemmtilegt og tókst vel í alla staði,“ segir BÓ í samtali við Vísi.
„Þetta verður alvöru jólastemning“
Hann segir að það sé alltaf frábært að geta komið fram með börnunum sínum.
„Við höfum sungið oft saman og það er náttúrulega ótrúlega skemmtilegt og gefandi.“
Hægt er að horfa á tónleikana klukkan 20 í kvöld hér á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og hlusta á Bylgjunni.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir frá tónleikunum sem teknir voru upp í Bæjarbíói í Hafnarfirði.





