Lífið samstarf

Skíða­svæði Andorra heilla Ís­lendinga upp úr skíða­skónum

Tripical
Vetrarparadísin Andorra togar til sín snjóþyrsta Íslendinga. Kynningarfundur um næstu ferðir fer fram á Petersen svítunni kl 17 í dag.
Vetrarparadísin Andorra togar til sín snjóþyrsta Íslendinga. Kynningarfundur um næstu ferðir fer fram á Petersen svítunni kl 17 í dag.

Andorra er nýr áfangastaður Tripical ferðaskrifstofu. Kynningarfundur á næsta vetrarævintýri í þessari hvítu perlu Pýreneafjalla fer fram í dag í Petersen svítunni klukkan 17 og allir velkomnir.

„Þau sem hafa einu sinni upplifað skíðabrekkurnar í Andorra festa sér aðra ferð um leið. Við fórum fyrstu ferðirnar 2020 og erum að bóka í ferðir fyrir 2023. Það gengur mjög vel og ég hvet skíðafólk til að tryggja sér ferð sem fyrst,“ segir Viktor Hagalín, sölu- og markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Tripical.

Andorra er gjarnan kölluð Hvíta perla Pyreneafjallanna

Andorra er nýr vetraráfangastaður fyrir Íslenskt skíðafólk sem hefur gjarnan farið til Austurríkis og Ítalíu í skíðaferðir. Svæðið er stórt og ótrúlega flott og fjölbreytt. Þarna finna allir brekkur við sitt hæfi, byrjendur og lengra komnir. Andorra liggur milli Spánar og Frakklands og matarmenningin ber þess merki. Þá segir Viktor að þarna sé frábært að versla.

Við erum að tala um 210 kílómetra af brekkum og 71 lyftu.

„Í Andorra er virðisaukaskattur mjög lár svo það er ódýrt að versla. Raftæki og snyrtivörur eru mun ódýrari en annarsstaðar í Evrópu og þá er hægt að gera mjög vel við sig í mat og drykk. Heimamenn eru líka frægir fyrir gestrisni og vinalegt viðmót,“ segir Viktor.

„Við fljúgum til Barcelona með Play og þaðan fer fólk með rútum upp í skíðasvæðin. Þess má geta að við eru með 50% afslátt af skíðatöskum hjá Play næstu tvær vikur. Við gistum á nýjum og flottum hótelum í Andorra þar sem fer vel um gesti.“

Hægt er að bóka ferð hér.

Svæðið er kjörið fyrir blandaða skíðahópa þar sem allir finna brekkur við sitt hæfi og getustig.

Hótelin sem Tripical er í samstarfi við eru ný og glæsileg.

Notalegheit við arineld eftir kaldan dag í brekkunum.

Svæðið er ævintýralega fallegt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.