Ekkert samráð fyrir lokun Vinjar: „Ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. desember 2022 13:30 Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar. Vísir Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. Borgarstjórn ákvað á fundi sínum fyrr í vikunni að leggja niður starfsemi Vinjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, sem hluta af sparnaðaraðgerða borgarinnar. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, gagnrýnir borgina fyrir skort á samráði og segir ákvörðunina skjóta skökku við. „Það sem við söknum fyrst og fremst er bara samtal og samráð um þessar hugmyndir áður en þær koma fram af því að við vissum ekkert af þessu fyrr en þetta kom fram í fyrradag,“ segir Héðinn. „Borgin talar um samtal og samráð um að leysa þessi úrræði en það hefur ekkert verið.“ Vin er eitt fjögurra úrræða í fjórum sveitarfélögum sem sinna einstaklingum með geðraskanir, hin eru Lækur í Hafnarfirði, Dvöl í Kópavogi og Laut á Akureyri, en þau voru sett á fót í kringum aldamótin af Rauða krossinum. Fyrir ári síðan voru lagðar fram tvær sviðsmyndir fyrir starfsemina, annað hvort yrði þjónustan samþætt eða starfsemin lögð niður. Að sögn Héðins átti sér þó ekki stað frekari umræða eftir það. Fólk sem hafi jafnvel aðeins þetta eina úrræði Reykjavíkurborg tók við rekstrinum í sumar en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að næsta skref eftir ákvörðunina um að leggja starfsemina niður væri að eiga samtal við Geðhjálp og öðrum um hvernig hægt væri að þjónusta hópinn með öðrum hætti. Ekki var þó samtal um þau mál fyrir fram. „Þetta er þjónusta fyrir 20 til 30 manns á dag og þessir einstaklingar þurfa hlutverk og virkni til að rjúfa félagslega einangrun, og það er náttúrulega ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti, að þetta gerist bara einn tveir og þrír og það sé ekkert samtal við hagsmunarsamtök þessara einstaklinga,“ segir Héðinn. Hann bindur þó vonir við að samtalið verði meira á næstunni og segir mikilvægt að tryggja þjónustu fyrir þá einstaklinga sem þurfa á henni að halda, hvort sem það verði áframhaldandi starf Vinjar eða önnur úrræði. „Það þarf bara að taka samtal um þetta áður en að svona ákvarðanir eru teknar sem hafa áhrif á líf fólks sem að hefur kannski bara þetta eina úrræði til að styðjast við, eins og dagurinn svolítið hverfist um það á hverjum degi að mæta á einn stað og hitta fólk og þar fram eftir götum. Það þarf eitthvað aðeins að forvinna þessar ákvarðanir betur og eiga samtalið fyrr,“ segir Héðinn. Geðheilbrigði Reykjavík Borgarstjórn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn“ Mun breiðari stuðningur reyndist við nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en borgarstjóri gerði ráð fyrir. Minnihlutinn segir að ekki hafi verið gengið nógu langt í hagræðingum hjá stórskuldugri borg. 7. desember 2022 14:00 „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Borgarstjórn ákvað á fundi sínum fyrr í vikunni að leggja niður starfsemi Vinjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, sem hluta af sparnaðaraðgerða borgarinnar. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, gagnrýnir borgina fyrir skort á samráði og segir ákvörðunina skjóta skökku við. „Það sem við söknum fyrst og fremst er bara samtal og samráð um þessar hugmyndir áður en þær koma fram af því að við vissum ekkert af þessu fyrr en þetta kom fram í fyrradag,“ segir Héðinn. „Borgin talar um samtal og samráð um að leysa þessi úrræði en það hefur ekkert verið.“ Vin er eitt fjögurra úrræða í fjórum sveitarfélögum sem sinna einstaklingum með geðraskanir, hin eru Lækur í Hafnarfirði, Dvöl í Kópavogi og Laut á Akureyri, en þau voru sett á fót í kringum aldamótin af Rauða krossinum. Fyrir ári síðan voru lagðar fram tvær sviðsmyndir fyrir starfsemina, annað hvort yrði þjónustan samþætt eða starfsemin lögð niður. Að sögn Héðins átti sér þó ekki stað frekari umræða eftir það. Fólk sem hafi jafnvel aðeins þetta eina úrræði Reykjavíkurborg tók við rekstrinum í sumar en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að næsta skref eftir ákvörðunina um að leggja starfsemina niður væri að eiga samtal við Geðhjálp og öðrum um hvernig hægt væri að þjónusta hópinn með öðrum hætti. Ekki var þó samtal um þau mál fyrir fram. „Þetta er þjónusta fyrir 20 til 30 manns á dag og þessir einstaklingar þurfa hlutverk og virkni til að rjúfa félagslega einangrun, og það er náttúrulega ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti, að þetta gerist bara einn tveir og þrír og það sé ekkert samtal við hagsmunarsamtök þessara einstaklinga,“ segir Héðinn. Hann bindur þó vonir við að samtalið verði meira á næstunni og segir mikilvægt að tryggja þjónustu fyrir þá einstaklinga sem þurfa á henni að halda, hvort sem það verði áframhaldandi starf Vinjar eða önnur úrræði. „Það þarf bara að taka samtal um þetta áður en að svona ákvarðanir eru teknar sem hafa áhrif á líf fólks sem að hefur kannski bara þetta eina úrræði til að styðjast við, eins og dagurinn svolítið hverfist um það á hverjum degi að mæta á einn stað og hitta fólk og þar fram eftir götum. Það þarf eitthvað aðeins að forvinna þessar ákvarðanir betur og eiga samtalið fyrr,“ segir Héðinn.
Geðheilbrigði Reykjavík Borgarstjórn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn“ Mun breiðari stuðningur reyndist við nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en borgarstjóri gerði ráð fyrir. Minnihlutinn segir að ekki hafi verið gengið nógu langt í hagræðingum hjá stórskuldugri borg. 7. desember 2022 14:00 „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn“ Mun breiðari stuðningur reyndist við nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en borgarstjóri gerði ráð fyrir. Minnihlutinn segir að ekki hafi verið gengið nógu langt í hagræðingum hjá stórskuldugri borg. 7. desember 2022 14:00
„Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11
Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45