„Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. desember 2022 17:00 Fyrir síðustu helgi lét Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, þau orð falla á fundi sem skipulagður var af hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu, að án Bandaríkjanna væri Evrópusambandið í vandræðum þegar kæmi að varnarmálum. Þannig hefði sambandið ekki haft burði til þess að bregðast sem skyldi við innrás rússneska hersins í Úkraínu og fyrir vikið orðið að treysta á Bandaríkjamenn. „Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Marin varðandi stríðið í Úkraínu. Fram kemur í frétt BBC um ummæli hennar að vopnabúr ríkja sambandsins séu að tæmast vegna stuðnings við Úkraínumenn þrátt fyrir að framlag ríkjanna hafi verið hverfandi í samanburði við stuðning Bandaríkjanna. Stefna Evrópusambandsins beðið skipbrot Marin gagnrýndi harðlega þau ríki Evrópusambandsins sem hefðu sótzt eftir því að mynda nánari efnahagsleg tengsl við Rússland undanfarna áratugi með kaupum á rússneskri orku en sambandið hefði nálgast málin með sama hætti. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði hún. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri sama um efnahagsleg tengsl. Fyrir rúmum mánuði sagði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, að ástæðan fyrir umsókn Finnlands um inngöngu í NATO væri sú að ekki væri hægt að treysta á Evrópusambandið í varnarmálum. Undir þetta tók fulltrúi sænskra stjórnvalda á ráðstefnunni en Svíþjóð, sem líkt og Finnland er í sambandinu, stefnir einnig á inngöngu í NATO. Treystu á Rússland og Kína í efnahagsmálum Komið hefur ítrekað fram í máli Joseps Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, að hernaður rússneskra stjórnvalda í Úkraínu hafi verið fjármagnaður með kaupum ríkja sambandsins á rússneskri olíu og gasi um langt árabil. Margoft hefði verið varað við því í aðdraganda stríðsins hversu háð Evrópusambandið væri Rússlandi í orkumálum en í stað þess að draga úr í þeim efnum hefði verið farið í öfuga átt. Fram kom einnig í máli Borrells á fundi með sendiherrum Evrópusambandsins í október að sambandið hefði reitt sig á Bandaríkin í öryggismálum og reist efnahagslega velmegun sína á kaupum á ódýrri orku frá Rússlandi og kaupum á ódýrum varningi frá Kína. Það væri ekki mögulegt lengur en ljóst væri að sú breyting yrði erfið efnahagslega fyrir Evrópusambandið og myndi hafa í för með sér ýmis vandamál. Hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur leitt af sér er að varpa enn betra ljósi en áður á það hversu illa að vígi Evrópusambandið stendur í öryggis- og varnarmálum. Ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi. Fullyrðingar sem heyrzt hafa, þess efnis að Ísland þurfi að ganga í sambandið til þess að tryggja öryggis- og varnarhagsmuni landsins, þar á meðal efnahagsöryggi þess, standast þannig alls enga skoðun. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Þar með talið innan NATO en Bandaríkjamenn standa undir miklum meirihluta útgjalda bandalagsins. Þannig er ljóst að varnir Íslands verða sem fyrr bezt tryggðar með áframhaldandi aðild að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu helgi lét Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, þau orð falla á fundi sem skipulagður var af hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu, að án Bandaríkjanna væri Evrópusambandið í vandræðum þegar kæmi að varnarmálum. Þannig hefði sambandið ekki haft burði til þess að bregðast sem skyldi við innrás rússneska hersins í Úkraínu og fyrir vikið orðið að treysta á Bandaríkjamenn. „Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Marin varðandi stríðið í Úkraínu. Fram kemur í frétt BBC um ummæli hennar að vopnabúr ríkja sambandsins séu að tæmast vegna stuðnings við Úkraínumenn þrátt fyrir að framlag ríkjanna hafi verið hverfandi í samanburði við stuðning Bandaríkjanna. Stefna Evrópusambandsins beðið skipbrot Marin gagnrýndi harðlega þau ríki Evrópusambandsins sem hefðu sótzt eftir því að mynda nánari efnahagsleg tengsl við Rússland undanfarna áratugi með kaupum á rússneskri orku en sambandið hefði nálgast málin með sama hætti. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði hún. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri sama um efnahagsleg tengsl. Fyrir rúmum mánuði sagði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, að ástæðan fyrir umsókn Finnlands um inngöngu í NATO væri sú að ekki væri hægt að treysta á Evrópusambandið í varnarmálum. Undir þetta tók fulltrúi sænskra stjórnvalda á ráðstefnunni en Svíþjóð, sem líkt og Finnland er í sambandinu, stefnir einnig á inngöngu í NATO. Treystu á Rússland og Kína í efnahagsmálum Komið hefur ítrekað fram í máli Joseps Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, að hernaður rússneskra stjórnvalda í Úkraínu hafi verið fjármagnaður með kaupum ríkja sambandsins á rússneskri olíu og gasi um langt árabil. Margoft hefði verið varað við því í aðdraganda stríðsins hversu háð Evrópusambandið væri Rússlandi í orkumálum en í stað þess að draga úr í þeim efnum hefði verið farið í öfuga átt. Fram kom einnig í máli Borrells á fundi með sendiherrum Evrópusambandsins í október að sambandið hefði reitt sig á Bandaríkin í öryggismálum og reist efnahagslega velmegun sína á kaupum á ódýrri orku frá Rússlandi og kaupum á ódýrum varningi frá Kína. Það væri ekki mögulegt lengur en ljóst væri að sú breyting yrði erfið efnahagslega fyrir Evrópusambandið og myndi hafa í för með sér ýmis vandamál. Hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur leitt af sér er að varpa enn betra ljósi en áður á það hversu illa að vígi Evrópusambandið stendur í öryggis- og varnarmálum. Ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi. Fullyrðingar sem heyrzt hafa, þess efnis að Ísland þurfi að ganga í sambandið til þess að tryggja öryggis- og varnarhagsmuni landsins, þar á meðal efnahagsöryggi þess, standast þannig alls enga skoðun. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Þar með talið innan NATO en Bandaríkjamenn standa undir miklum meirihluta útgjalda bandalagsins. Þannig er ljóst að varnir Íslands verða sem fyrr bezt tryggðar með áframhaldandi aðild að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun