Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2022 07:24 Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarmanna, var ánægður á kjörstað í gær og eftir talningu atkvæða. Javnaðarflokkurin Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. Fólkaflokkurinn tapaði hins vegar sex prósentustigum og missti tvö þingsæti. Flokkurinn fer úr því að hafa verið stærsti flokkur Færeyja en er nú sá þriðji stærsti á eftir Sambandsflokknum sem fékk tuttugu prósent atkvæða. Alls eiga 33 þingmenn sæti á færeyska þinginu og þarf því sautján þingmenn til að mynda meirihluta. Úrslit kosninganna þýða að ríkisstjórnin er fallin og að Jafnaðarflokkurinn er með pálmann í höndunum þegar kemur að því að mynda nýja stjórn. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarmanna, þykir því líklegastur til að verða næsti lögmaður Færeyja en hann gegndi embættinu á árunum 2015 til 2019 þegar Jafnaðarmenn sátu í stjórn með Þjóðveldi og hinum frjálslynda flokki Framsókn. Johannesen sagði eftir eftir kosningarnar að hann gæti hugsað sér að mynda ríkisstjórn með Þjóðveldi, sem berst fyrir sjálfstæði Færeyja og hefur verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, eða hinum borgaralega Sambandsflokki sem hefur leitt ríkisstjórn frá árinu 2019. Þjóðveldi fékk sex menn kjörna nú og Sambandsflokkurinn sjö. Úrslit færeysku þingkosninganna 2022: Fólkaflokkurinn: 18,9 prósent, sex þingmenn (2019: 24,5 prósent, átta þingmenn) Sambandsflokkurinn: 20 prósent, sjö þingmenn (2019: 20,4 prósent, sjö þingmenn) Jafnaðarflokkurinn: 26,6 prósent, níu þingmenn (2019: 22,1 prósent, sjö þingmenn) Sjálfstýri 2,7 prósent: (2019: 3,4 prósent, einn þingmann) Þjóðveldi: 17,7 prósent, sex þingmenn (18,1 prósent, sex þingmenn) Framsókn: 7,5 prósent, þrír þingmenn (4,6 prósent, tvo þingmenn) Miðflokkurinn: 6,6 prósent, tvo þingmenn (5,4 prósent, tvo þingmenn) Høgni Hoydal, leiðtogi Þjóðveldis, segist ekki í vafa um hvernig ríkisstjórn skuli mynda. Augljóst sé að flokkarnir sem hafi verið saman í stjórnarandstöðu – Jafnaðarmenn, Þjóðveldi og Framsókn – eigi að mynda ríkisstjórn. Bárður á Steig Nielsen, leiðtogi Sambandsflokksins, hefur gegnt embætti lögmanns síðustu ár, en eftir kosningarnar 2019 náðu Sambandsflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Miðflokkurinn saman um myndun ríkisstjórnar. Boðað var til kosninga nú eftir að Bárður vék formanni Miðflokksins, Jenis af Rana, úr embætti utanríkisráðherra. Færeyjar Tengdar fréttir Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08 Kann að enda með að boðað verði til þingkosninga Færeyski Miðflokkurinn hefur sagt skilið við ríkisstjórn landsins eftir að Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, ákvað að reka formann Miðflokksins, Jenis av Rana, úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra í gær. Miklar líkur eru á að boðað verði til þingkosninga í Færeyjum til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin í færeyskum stjórnmálum. 9. nóvember 2022 13:51 Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Fólkaflokkurinn tapaði hins vegar sex prósentustigum og missti tvö þingsæti. Flokkurinn fer úr því að hafa verið stærsti flokkur Færeyja en er nú sá þriðji stærsti á eftir Sambandsflokknum sem fékk tuttugu prósent atkvæða. Alls eiga 33 þingmenn sæti á færeyska þinginu og þarf því sautján þingmenn til að mynda meirihluta. Úrslit kosninganna þýða að ríkisstjórnin er fallin og að Jafnaðarflokkurinn er með pálmann í höndunum þegar kemur að því að mynda nýja stjórn. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarmanna, þykir því líklegastur til að verða næsti lögmaður Færeyja en hann gegndi embættinu á árunum 2015 til 2019 þegar Jafnaðarmenn sátu í stjórn með Þjóðveldi og hinum frjálslynda flokki Framsókn. Johannesen sagði eftir eftir kosningarnar að hann gæti hugsað sér að mynda ríkisstjórn með Þjóðveldi, sem berst fyrir sjálfstæði Færeyja og hefur verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, eða hinum borgaralega Sambandsflokki sem hefur leitt ríkisstjórn frá árinu 2019. Þjóðveldi fékk sex menn kjörna nú og Sambandsflokkurinn sjö. Úrslit færeysku þingkosninganna 2022: Fólkaflokkurinn: 18,9 prósent, sex þingmenn (2019: 24,5 prósent, átta þingmenn) Sambandsflokkurinn: 20 prósent, sjö þingmenn (2019: 20,4 prósent, sjö þingmenn) Jafnaðarflokkurinn: 26,6 prósent, níu þingmenn (2019: 22,1 prósent, sjö þingmenn) Sjálfstýri 2,7 prósent: (2019: 3,4 prósent, einn þingmann) Þjóðveldi: 17,7 prósent, sex þingmenn (18,1 prósent, sex þingmenn) Framsókn: 7,5 prósent, þrír þingmenn (4,6 prósent, tvo þingmenn) Miðflokkurinn: 6,6 prósent, tvo þingmenn (5,4 prósent, tvo þingmenn) Høgni Hoydal, leiðtogi Þjóðveldis, segist ekki í vafa um hvernig ríkisstjórn skuli mynda. Augljóst sé að flokkarnir sem hafi verið saman í stjórnarandstöðu – Jafnaðarmenn, Þjóðveldi og Framsókn – eigi að mynda ríkisstjórn. Bárður á Steig Nielsen, leiðtogi Sambandsflokksins, hefur gegnt embætti lögmanns síðustu ár, en eftir kosningarnar 2019 náðu Sambandsflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Miðflokkurinn saman um myndun ríkisstjórnar. Boðað var til kosninga nú eftir að Bárður vék formanni Miðflokksins, Jenis af Rana, úr embætti utanríkisráðherra.
Úrslit færeysku þingkosninganna 2022: Fólkaflokkurinn: 18,9 prósent, sex þingmenn (2019: 24,5 prósent, átta þingmenn) Sambandsflokkurinn: 20 prósent, sjö þingmenn (2019: 20,4 prósent, sjö þingmenn) Jafnaðarflokkurinn: 26,6 prósent, níu þingmenn (2019: 22,1 prósent, sjö þingmenn) Sjálfstýri 2,7 prósent: (2019: 3,4 prósent, einn þingmann) Þjóðveldi: 17,7 prósent, sex þingmenn (18,1 prósent, sex þingmenn) Framsókn: 7,5 prósent, þrír þingmenn (4,6 prósent, tvo þingmenn) Miðflokkurinn: 6,6 prósent, tvo þingmenn (5,4 prósent, tvo þingmenn)
Færeyjar Tengdar fréttir Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08 Kann að enda með að boðað verði til þingkosninga Færeyski Miðflokkurinn hefur sagt skilið við ríkisstjórn landsins eftir að Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, ákvað að reka formann Miðflokksins, Jenis av Rana, úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra í gær. Miklar líkur eru á að boðað verði til þingkosninga í Færeyjum til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin í færeyskum stjórnmálum. 9. nóvember 2022 13:51 Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08
Kann að enda með að boðað verði til þingkosninga Færeyski Miðflokkurinn hefur sagt skilið við ríkisstjórn landsins eftir að Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, ákvað að reka formann Miðflokksins, Jenis av Rana, úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra í gær. Miklar líkur eru á að boðað verði til þingkosninga í Færeyjum til að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin í færeyskum stjórnmálum. 9. nóvember 2022 13:51
Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49