Vilja stöðva stærsta samruna leikjaiðnaðarins Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2022 10:01 Með kaupunum myndi Microsoft koma höndum yfr mjög vinsælar leikjaseríur. EPA Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (FTC) höfðaði í gær mál gegn Microsoft til að stöðva 69 milljarða dala kaup fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Það er gert á grundvelli þess að verði af samrunanum yrði, myndi stærð þess koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum. Samruninn yrði sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins og með kaupunum myndi Microsoft koma höndum yfir vinsæla tölvuleiki eins og Call of Duty seríuna, Diablo, Overwatch og World of Warcraft. Í yfirlýsingu frá FTC segir að staða Microsoft varðandi leikjatölvuna Xbox yrðu of sterk og sömuleiðis varðandi sífellt stækkandi leikjaáskriftar fyrirtækisins sem kallast Xbox Game Pass. 69 milljarðar dala samsvarar tæpum tíu billjónum króna, lauslega reiknað. Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að Microsoft hafi áður beitt sér gegn samkeppnisaðilum með því að kaupa leikjafyrirtæki. Er sérstaklega vísað til kaupa Microsoft á Zenimax, sem meðal annars á gífurlega vinsælar leikjaseríur eins og Elder Scrolls og Fallout. FTC segir að forsvarsmenn Microsoft hafi ákveðið að gera leiki sem Zenimax gefur út á næstunni, eins og Starfield og Redfall, eingöngu fáanlega á Xbox leikjatölvur Microsoft eða PC tölvur. Það er þrátt fyrir að þessir sömu forsvarsmenn hafi heitið samkeppnisyfirvöldum í Evrópu því að það yrði ekki gert. Þannig hafi forsvarsmenn fyrirtækisins þegar sýnt að þeir séu tilbúnir til að beita góðri stöðu sinni gegn samkeppnisaðilum. Í grófum dráttum sagt eru Evrópu- og Asíubúar mun líklegri til að eiga PlayStation leikjatölvu en Xbox tölvur eru mun vinsælli í Norður-Ameríku. FTC segir Activision eitt tiltölulega fárra fyrirtækja sem framleiði hágæða tölvuleiki fyrir alls konar leikjatölvur og snjalltæki. Milljónir manna um heim allan spili leiki fyrirtækisins á margvíslegum tölvum og tækjum og að það gæti breyst með kaupum Microsoft á fyrirtækinu. Framkvæmdastjórn FTC greiddi atkvæði um málið og þrír af fjórum vildu reyna að stöðva samrunann. Sá eini sem vildi ekki gera það var eini Repúblikaninn í stjórninni. Tilbúnir í réttarhöld Samkeppnisyfirvöld víða um heim hafa haft kaupin til skoðunar og hafa verið uppi miklar áhyggjur af kaupunum og hvaða áhrif það myndi hafa á samkeppnisstöðu Microsoft og í leikjaiðnaðinum. Sjá einnig: Samruni leikjarisa undir smásjám víða um heim AP fréttaveitan segir að ákvörðun FTC gæti orðið mikilvægt Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en hann hafi sett ríkisstjórn sinni það viðmið að grandskoða samruna stórra tæknifyrirtækja vestanhafs. Brad Smith, forstjóri Microsoft, gaf í skyn í gær að forsvarsmenn fyrirtækisins myndu berjast gegn ákvörðun FTC í dómsal og þeir væru tilbúnir fyrir réttarhöld. Í tístum sem hann birti í gær sagðist Smith að frá upphafi hefðu forsvarsmenn Microsoft einsett sér að bregðast við áhyggjum ráðamanna We have been committed since Day One to addressing competition concerns, including by offering earlier this week proposed concessions to the FTC. While we believe in giving peace a chance, we have complete confidence in our case and welcome the opportunity to present it in court.— Brad Smith (@BradSmi) December 8, 2022 Leikjavísir Microsoft Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samruninn yrði sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins og með kaupunum myndi Microsoft koma höndum yfir vinsæla tölvuleiki eins og Call of Duty seríuna, Diablo, Overwatch og World of Warcraft. Í yfirlýsingu frá FTC segir að staða Microsoft varðandi leikjatölvuna Xbox yrðu of sterk og sömuleiðis varðandi sífellt stækkandi leikjaáskriftar fyrirtækisins sem kallast Xbox Game Pass. 69 milljarðar dala samsvarar tæpum tíu billjónum króna, lauslega reiknað. Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að Microsoft hafi áður beitt sér gegn samkeppnisaðilum með því að kaupa leikjafyrirtæki. Er sérstaklega vísað til kaupa Microsoft á Zenimax, sem meðal annars á gífurlega vinsælar leikjaseríur eins og Elder Scrolls og Fallout. FTC segir að forsvarsmenn Microsoft hafi ákveðið að gera leiki sem Zenimax gefur út á næstunni, eins og Starfield og Redfall, eingöngu fáanlega á Xbox leikjatölvur Microsoft eða PC tölvur. Það er þrátt fyrir að þessir sömu forsvarsmenn hafi heitið samkeppnisyfirvöldum í Evrópu því að það yrði ekki gert. Þannig hafi forsvarsmenn fyrirtækisins þegar sýnt að þeir séu tilbúnir til að beita góðri stöðu sinni gegn samkeppnisaðilum. Í grófum dráttum sagt eru Evrópu- og Asíubúar mun líklegri til að eiga PlayStation leikjatölvu en Xbox tölvur eru mun vinsælli í Norður-Ameríku. FTC segir Activision eitt tiltölulega fárra fyrirtækja sem framleiði hágæða tölvuleiki fyrir alls konar leikjatölvur og snjalltæki. Milljónir manna um heim allan spili leiki fyrirtækisins á margvíslegum tölvum og tækjum og að það gæti breyst með kaupum Microsoft á fyrirtækinu. Framkvæmdastjórn FTC greiddi atkvæði um málið og þrír af fjórum vildu reyna að stöðva samrunann. Sá eini sem vildi ekki gera það var eini Repúblikaninn í stjórninni. Tilbúnir í réttarhöld Samkeppnisyfirvöld víða um heim hafa haft kaupin til skoðunar og hafa verið uppi miklar áhyggjur af kaupunum og hvaða áhrif það myndi hafa á samkeppnisstöðu Microsoft og í leikjaiðnaðinum. Sjá einnig: Samruni leikjarisa undir smásjám víða um heim AP fréttaveitan segir að ákvörðun FTC gæti orðið mikilvægt Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en hann hafi sett ríkisstjórn sinni það viðmið að grandskoða samruna stórra tæknifyrirtækja vestanhafs. Brad Smith, forstjóri Microsoft, gaf í skyn í gær að forsvarsmenn fyrirtækisins myndu berjast gegn ákvörðun FTC í dómsal og þeir væru tilbúnir fyrir réttarhöld. Í tístum sem hann birti í gær sagðist Smith að frá upphafi hefðu forsvarsmenn Microsoft einsett sér að bregðast við áhyggjum ráðamanna We have been committed since Day One to addressing competition concerns, including by offering earlier this week proposed concessions to the FTC. While we believe in giving peace a chance, we have complete confidence in our case and welcome the opportunity to present it in court.— Brad Smith (@BradSmi) December 8, 2022
Leikjavísir Microsoft Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira