Atkvæðagreiðsla um umtalaðan samning hafin og hljóðið gott Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2022 16:18 Guðbjörg Kristmundsdóttir er formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis Formenn þriggja félaga innan Starfsgreinasambandsins í ólíkum landshlutum segja jákvætt hljóð í sínu félagsfólki gagnvart kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir samninginn ófullnægjandi en myndi ekki leggjast svo lágt að beita sér fyrir því að einstaka félagsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum. SGS og Samtök atvinnulífsins undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara um síðustu helgi. Formaður Eflingar og formaður VR hafa gagnrýnt samningagerðina en formaður SGS svarað fullum hálsi. Atkvæðagreiðsla um samninginn er rafræn, hófst í dag og stendur til 19. desember. Verði samningurinn samþykktur er víst að hann verður leiðandi við gerð samninga við önnur verkalýðsfélög. Töluverður titringur er vegna atkvæðagreiðslunnar því fjölmennasta félagið í SGS, Efling, er ekki aðili að samningum ásamt Verkalýðsfélagi Grindavíkur. Hávær orðrómur hefur verið um að áhrifafólk innan Eflingar hafi verið að hringja í forystufólk innan þeirra félaga sem eru aðilar að samningnum til að hvetja fólk til að greiða atkvæði á móti honum. Fréttastofa hafði samband við þrjá formenn af þeim sautján félögum innan SGS sem sömdu við SA. Formennirnir höfðu allir heyrt af orðróminum. Enginn hafði upplýsingar frá fyrstu hendi og einn neitaði að trúa honum nema sönnur yrðu færðar fram. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir félagið ekki aðhyllast slík vinnubrögð. Sólveig Anna Jónsdóttir segir launahækkanir í samningi Starfsgreinasambandsins (SGS) ófullnægjandi fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu.Vísir/Vilhelm „Það er alls ekki svo að Stéttarfélagið Efling sé að rekja áróður við félagsfólk í öðrum félögum að fella samninginn. Við aðhyllumst ekki slík vinnubrögð og höfum enga þörf til að hegða okkur með slíkum lágkúrulegum hætti,“ segir Sólveig Anna. Meirihluti stjórnar Eflingar samþykkti í dag ályktun þess efnis að launahækkanir í samningi SGS væru ófullnægjandi fyrir verkafólk Eflingar á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu. Ályktunina má sjá að neðan. Launahækkanir í samningi Starfsgreinasambandsins (SGS) eru að mati Eflingar ófullnægjandi fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu. Kaupmáttarrýrnun ársins 2022 er óbætt í samningnum. Hann mun auk þess ekki skila sambærilegri kaupmáttaraukningu á næsta ári og Lífskjarasamningurinn gerði. Er hér miðað við fyrirliggjandi verðbólguspár (um 6%). Þá er ekki tekið tillit til þess að hagvöxtur var einungis um 2,4% við undirritun Lífskjarasamningsins árið 2019. Hagvöxtur er nú miklu hærri eða nálægt 7%. Miklu meira er því til skiptanna nú. Launafólk á að fá sinn hlut af þessum mikla hagvexti. Kauphækkun í SGS-samningnum er mest í þeim hópum verkafólks sem hefur lengstan starfsaldur hjá sama fyrirtæki. Eflingarfélagar eru almennt með styttri starfsaldur hjá sama fyrirtæki og fengju því minna út úr launatöflu SGS en verkafólk á landsbyggðinni. Þá virðist SGS-samningurinn vera ásættanlegri fyrir fiskvinnslufólk en aðra, en sá hópur er að mestu leyti á landsbyggðinni en hverfandi hluti Eflingar-fólks á suðvestur horninu. Þá er framfærslukostnaður mun meiri á höfuðborgarsvæðinu, einkum húsnæðiskostnaður. Nýr kjarasamningur fyrir Eflingarfélaga þarf að taka tillit til þessara atriða. Sólveig Anna segir gagnrýni Eflingar málefnalega. Þau finni styrk sinn í fólkinu sínu og standi ekki í því að grafa undan öðrum. „Langflestir jákvæðir“ Hrund Karlsdóttir er formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur. Félagið er fámennt, aðeins 140 sem hafa atkvæðarétt um samninginn. Hrund hafði heyrt af orðróminum en ekkert sem hönd væri á festandi. Aðspurð um viðhorf hennar félagsmanna til samnings SGS við SA segir hún að hljóðið sé bara mjög gott. „Ég held að fólk sé almennt ánægt,“ segir Hrund. Hrund Karlsdóttir er formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur. Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, talar á svipuðum nótum. Hún hafi heyrt orðróminn en ekkert staðfest. „Ég bara trúi því ekki, eða vill ekki trúa því. Ég kýs að trúa því ekki þar til ég fæ sannanir þess efnis.“ 5500 manns eru í félaginu og stærstur hluti vaktavinnufólk. „Þessi samningur er fínn fyrir þann hóp, og eins fiskvinnsluna. Langflestir eru jákvæðir,“ segir Guðbjörg. Funda um samninginn Guðrún Elín Pálsdóttir er formaður Verkalýðsfélags Suðurlands. Eins og kollegar hennar hefur hún heyrt orðróm. „En það hefur enginn hjá mér komið til mín með svona skilaboð. Þetta er orðrómur,“ segir Guðrún Elín. Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands.Vísir/Magnús Hlynur Um 1500 manns eru í félaginu sem fundaði í gær vegna samninganna. Fram undan er annar fundur í næstu viku. „Það er ekkert annað en gott hljóð í fólki og ekki að heyra að það sé á þeirri blaðsíðu að fella samninginn. Maður veit ekki hvað fólk gerir þegar komið er inn í kosningaklefann en það er ekki okkar tilfinning að samningurinn verði felldur.“ Þessa stundina standa yfir viðræður hjá ríkissáttasemjara milli fulltrúa Samtaka atvinnulífsins annars vegar og samflots VR, LÍV og iðnaðar- og tæknimanna. Fundur hófst klukkan tíu í morgun og stendur enn. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Bolungarvík Reykjanesbær Tengdar fréttir Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. 9. desember 2022 10:56 Ætlar ekki niður á fjóra fætur til að ná samningi Formaður VR segir tímarammann fyrir skammtímasamning vera mjög knappan en klára þurfi slíkan samning á allra næstu dögum. Ef það takist ekki þurfi að ræða langtímasamninga og því kunni að fylgja átök. Þó markmiðið sé að klára samninga fljótt og vel segist formaðurinn ekki ætla að fara niður á fjóra fætur til að ná samningi fyrir jól. 7. desember 2022 14:29 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
SGS og Samtök atvinnulífsins undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara um síðustu helgi. Formaður Eflingar og formaður VR hafa gagnrýnt samningagerðina en formaður SGS svarað fullum hálsi. Atkvæðagreiðsla um samninginn er rafræn, hófst í dag og stendur til 19. desember. Verði samningurinn samþykktur er víst að hann verður leiðandi við gerð samninga við önnur verkalýðsfélög. Töluverður titringur er vegna atkvæðagreiðslunnar því fjölmennasta félagið í SGS, Efling, er ekki aðili að samningum ásamt Verkalýðsfélagi Grindavíkur. Hávær orðrómur hefur verið um að áhrifafólk innan Eflingar hafi verið að hringja í forystufólk innan þeirra félaga sem eru aðilar að samningnum til að hvetja fólk til að greiða atkvæði á móti honum. Fréttastofa hafði samband við þrjá formenn af þeim sautján félögum innan SGS sem sömdu við SA. Formennirnir höfðu allir heyrt af orðróminum. Enginn hafði upplýsingar frá fyrstu hendi og einn neitaði að trúa honum nema sönnur yrðu færðar fram. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir félagið ekki aðhyllast slík vinnubrögð. Sólveig Anna Jónsdóttir segir launahækkanir í samningi Starfsgreinasambandsins (SGS) ófullnægjandi fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu.Vísir/Vilhelm „Það er alls ekki svo að Stéttarfélagið Efling sé að rekja áróður við félagsfólk í öðrum félögum að fella samninginn. Við aðhyllumst ekki slík vinnubrögð og höfum enga þörf til að hegða okkur með slíkum lágkúrulegum hætti,“ segir Sólveig Anna. Meirihluti stjórnar Eflingar samþykkti í dag ályktun þess efnis að launahækkanir í samningi SGS væru ófullnægjandi fyrir verkafólk Eflingar á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu. Ályktunina má sjá að neðan. Launahækkanir í samningi Starfsgreinasambandsins (SGS) eru að mati Eflingar ófullnægjandi fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu. Kaupmáttarrýrnun ársins 2022 er óbætt í samningnum. Hann mun auk þess ekki skila sambærilegri kaupmáttaraukningu á næsta ári og Lífskjarasamningurinn gerði. Er hér miðað við fyrirliggjandi verðbólguspár (um 6%). Þá er ekki tekið tillit til þess að hagvöxtur var einungis um 2,4% við undirritun Lífskjarasamningsins árið 2019. Hagvöxtur er nú miklu hærri eða nálægt 7%. Miklu meira er því til skiptanna nú. Launafólk á að fá sinn hlut af þessum mikla hagvexti. Kauphækkun í SGS-samningnum er mest í þeim hópum verkafólks sem hefur lengstan starfsaldur hjá sama fyrirtæki. Eflingarfélagar eru almennt með styttri starfsaldur hjá sama fyrirtæki og fengju því minna út úr launatöflu SGS en verkafólk á landsbyggðinni. Þá virðist SGS-samningurinn vera ásættanlegri fyrir fiskvinnslufólk en aðra, en sá hópur er að mestu leyti á landsbyggðinni en hverfandi hluti Eflingar-fólks á suðvestur horninu. Þá er framfærslukostnaður mun meiri á höfuðborgarsvæðinu, einkum húsnæðiskostnaður. Nýr kjarasamningur fyrir Eflingarfélaga þarf að taka tillit til þessara atriða. Sólveig Anna segir gagnrýni Eflingar málefnalega. Þau finni styrk sinn í fólkinu sínu og standi ekki í því að grafa undan öðrum. „Langflestir jákvæðir“ Hrund Karlsdóttir er formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur. Félagið er fámennt, aðeins 140 sem hafa atkvæðarétt um samninginn. Hrund hafði heyrt af orðróminum en ekkert sem hönd væri á festandi. Aðspurð um viðhorf hennar félagsmanna til samnings SGS við SA segir hún að hljóðið sé bara mjög gott. „Ég held að fólk sé almennt ánægt,“ segir Hrund. Hrund Karlsdóttir er formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur. Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, talar á svipuðum nótum. Hún hafi heyrt orðróminn en ekkert staðfest. „Ég bara trúi því ekki, eða vill ekki trúa því. Ég kýs að trúa því ekki þar til ég fæ sannanir þess efnis.“ 5500 manns eru í félaginu og stærstur hluti vaktavinnufólk. „Þessi samningur er fínn fyrir þann hóp, og eins fiskvinnsluna. Langflestir eru jákvæðir,“ segir Guðbjörg. Funda um samninginn Guðrún Elín Pálsdóttir er formaður Verkalýðsfélags Suðurlands. Eins og kollegar hennar hefur hún heyrt orðróm. „En það hefur enginn hjá mér komið til mín með svona skilaboð. Þetta er orðrómur,“ segir Guðrún Elín. Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands.Vísir/Magnús Hlynur Um 1500 manns eru í félaginu sem fundaði í gær vegna samninganna. Fram undan er annar fundur í næstu viku. „Það er ekkert annað en gott hljóð í fólki og ekki að heyra að það sé á þeirri blaðsíðu að fella samninginn. Maður veit ekki hvað fólk gerir þegar komið er inn í kosningaklefann en það er ekki okkar tilfinning að samningurinn verði felldur.“ Þessa stundina standa yfir viðræður hjá ríkissáttasemjara milli fulltrúa Samtaka atvinnulífsins annars vegar og samflots VR, LÍV og iðnaðar- og tæknimanna. Fundur hófst klukkan tíu í morgun og stendur enn.
Launahækkanir í samningi Starfsgreinasambandsins (SGS) eru að mati Eflingar ófullnægjandi fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu. Kaupmáttarrýrnun ársins 2022 er óbætt í samningnum. Hann mun auk þess ekki skila sambærilegri kaupmáttaraukningu á næsta ári og Lífskjarasamningurinn gerði. Er hér miðað við fyrirliggjandi verðbólguspár (um 6%). Þá er ekki tekið tillit til þess að hagvöxtur var einungis um 2,4% við undirritun Lífskjarasamningsins árið 2019. Hagvöxtur er nú miklu hærri eða nálægt 7%. Miklu meira er því til skiptanna nú. Launafólk á að fá sinn hlut af þessum mikla hagvexti. Kauphækkun í SGS-samningnum er mest í þeim hópum verkafólks sem hefur lengstan starfsaldur hjá sama fyrirtæki. Eflingarfélagar eru almennt með styttri starfsaldur hjá sama fyrirtæki og fengju því minna út úr launatöflu SGS en verkafólk á landsbyggðinni. Þá virðist SGS-samningurinn vera ásættanlegri fyrir fiskvinnslufólk en aðra, en sá hópur er að mestu leyti á landsbyggðinni en hverfandi hluti Eflingar-fólks á suðvestur horninu. Þá er framfærslukostnaður mun meiri á höfuðborgarsvæðinu, einkum húsnæðiskostnaður. Nýr kjarasamningur fyrir Eflingarfélaga þarf að taka tillit til þessara atriða.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Bolungarvík Reykjanesbær Tengdar fréttir Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. 9. desember 2022 10:56 Ætlar ekki niður á fjóra fætur til að ná samningi Formaður VR segir tímarammann fyrir skammtímasamning vera mjög knappan en klára þurfi slíkan samning á allra næstu dögum. Ef það takist ekki þurfi að ræða langtímasamninga og því kunni að fylgja átök. Þó markmiðið sé að klára samninga fljótt og vel segist formaðurinn ekki ætla að fara niður á fjóra fætur til að ná samningi fyrir jól. 7. desember 2022 14:29 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. 9. desember 2022 10:56
Ætlar ekki niður á fjóra fætur til að ná samningi Formaður VR segir tímarammann fyrir skammtímasamning vera mjög knappan en klára þurfi slíkan samning á allra næstu dögum. Ef það takist ekki þurfi að ræða langtímasamninga og því kunni að fylgja átök. Þó markmiðið sé að klára samninga fljótt og vel segist formaðurinn ekki ætla að fara niður á fjóra fætur til að ná samningi fyrir jól. 7. desember 2022 14:29