Karólína lék síðast knattspyrnu er íslenska kvennalandsliðið lék á Evrópumótinu í sumar. Hún var einn besti leikmaður liðsins á mótinu, en Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, sagði að Karólína hafi í raun verið meidd á meðan mótinu stóð. Raunar hafði hún verið að glíma við meiðsli aftan í læri í langan tíma fyrir mótið.
Karólína missti því af mikilvægum leikjum Íslands um sæti á HM. Íslenska liðið var grátlega nálægt því að tryggja sér sæti á HM í fyrsta skipti í sögunni, en þurfti að sætta sig við tap gegn Hollendingum í undankeppninni og svo tap gegn Portúgal í umspilinu.
Karólína hefur því ekki leikið knattspyrnu síðan í júlí fyrr á þessu ári. Hún er þó loksins farin að æfa með félagsliði sínu á ný og mun það klárlega hjálpa stórliðinu Bayern München í toppbaráttunni að fá Karólínu aftur í hópinn.
Næsti leikur Bayern er á morgun er liðið mætir Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni áður en liðið fer til Noregs og mætir Rosengård í Meistaradeildinni.