Innlent

Synt í kringum eini­berja­runn í Þing­valla­vatni

Ellen Geirsdóttir Håkansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Boðið var upp á allt það helsta sem fylgir jólaböllum en þvert á hefðir voru allir í kafi.
Boðið var upp á allt það helsta sem fylgir jólaböllum en þvert á hefðir voru allir í kafi. Aðsent

Jólaball Sportkafarafélags Íslands var haldið í morgun í blíðskaparveðri ofan í Þingvallavatni. Ballið er haldið í byrjun desember ár hvert og tóku tugir kafara þátt í þetta sinn. 

Jólaballið var haldið í Davíðsgjá í Þingvallavatni og skellti metfjöldi kafara sér út í ískalt vatnið en þeir voru meira en þrjátíu talsins. Ellefu stiga frost var á Þingvöllum í dag. 

Á jólaballið mæta bæði sportkafarar og fríkafarar en fríkafararnir kafa án búnaðar. 

Að sjálfsögðu vantaði ekki jólatré á jólaballið þó í vatni væri. Skreyttu jólatré var sökkt ofan í vatnið til þess að hægt væri að dansa, eða öllu heldur, synda í kringum jólatréð og vatnsheldum hátalara komið fyrir til þess að skapa skemmtilega stemmningu. 

Að sundi loknu yljuðu kaldir ballgestir sér með heitu súkkulaði og bakkelsi. 

Myndband frá ballinu má sjá hér að ofan en sjón er sögu ríkari. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×