„Af því að ég var ekki með hita þá voru þetta ekki veikindi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2022 19:29 Hjónin Þórhildur Helga Þorleifsdóttir og Bogi Theódór Ellertsson. Vísir/Ívar Sjómaður sem berjast þurfti fyrir því að fá að fara í land þegar besta vinkona hans var myrt vonar að frásögn hans valdi viðhorfsbreytingu. Sjómenn eigi ekki að þurfa að harka öll áföll af sér. Saga hjónanna Þórhildar Helgu Þorleifsdóttur og Boga Theodórs Ellertssonar hefur vakið mikla athygli eftir að sú fyrrnefnda steig fram á Facebook í gær. Hún lýsir því þar að Bogi, sjómaður til margra ára, hafi orðið fyrir ítrekuðum áföllum en það stærsta dundi yfir nú í ágúst. Ráðist var inn á heimili bestu vina þeirra, Kára og Evu, á Blönduósi. Eva var myrt og Kári fluttur milli heims og helju á sjúkrahús. Hryllilegur atburður sem skók þjóðina alla. Og Bogi var úti á sjó þegar hann fékk fréttirnar. „Það er náttúrulega erfitt að lýsa því. En ég vildi bara komast í land og bað um að mér yrði skutlað í land,“ segir Bogi, inntur eftir því hvernig honum hafi liðið þegar hann heyrði af harmleiknum. „Það var alveg skelfilegt,“ segir Þórhildur. „Ótrúlega vont að vera ein en auðvitað komu vinir og börn til mín. En auðvitað bara, að vita af honum líða svona úti á sjó...“ Halda bara áfram að vinna Bogi var þarna á skipi sjávarútvegsfyrirtækisins Brims og segir hafa þurft talsverðar fortölur til að komast í land. Annar slagur hafi svo tekið við til að fá túrinn greiddan - þrátt fyrir veikindavottorð frá lækni. „Af því að ég var ekki með hita þá voru þetta ekki veikindi. Hausinn skiptir ekki máli,“ segir Bogi. Þú varst í þannig ástandi að þú hefðir getað verið hættulegur sjálfum þér og öðrum? „Auðvitað. En svo er þetta nú bara þannig að þú ert spurður og þá segistu bara alltaf vera góður. Þannig er það einhvern veginn.“ Það hafi aðeins verið fyrir tilstilli forstjórans að Bogi fékk greitt. Enn fremur hefði ekki verið hægt að skilja þann fyrrnefnda öðruvísi en að Bogi ætti tryggt pláss um borð eftir slipp. En annað hafi komið á daginn nú rétt fyrir jól. Útgerðarstjóri hafi neitað skipstjóra um að fá Boga aftur í áhöfnina. Þetta segja hjónin lýsandi fyrir viðhorf stjórnenda gagnvart sjómönnum. „Menn segja ekkert, þeir bara halda áfram að vinna,“ segir Bogi. Harka af sér? „Já, það hefur tíðkast þannig. En vonandi verður þetta til þess að það breytist eitthvað,“ bætir hann við. „Þjóðin er bara reið“ Þórhildur segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi eftir að þau hjónin stigu fram. Skilaboðum frá fólki í svipaðri stöðu hafi rignt inn. „Svo var ein sem sendi á mig að hún hefði verið að missa fóstur, og komin svolítið langt á leið. Og maðurinn hennar fékk ekki að fara í land. Því hann var ekki að missa fóstur. Hann þurfti bara að loka sig af inni í vélarrúmi,“ segir Þórhildur. „Þjóðin er bara reið, fólkið í landinu er bara reitt. Fyrir hönd sjómanna.“ Þau segjast ekkert hafa heyrt frá útgerðinni vegna málsins. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, í dag. Sjávarútvegur Geðheilbrigði Brim Vinnumarkaður Manndráp á Blönduósi Tengdar fréttir „Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“ Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn. 11. desember 2022 00:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Saga hjónanna Þórhildar Helgu Þorleifsdóttur og Boga Theodórs Ellertssonar hefur vakið mikla athygli eftir að sú fyrrnefnda steig fram á Facebook í gær. Hún lýsir því þar að Bogi, sjómaður til margra ára, hafi orðið fyrir ítrekuðum áföllum en það stærsta dundi yfir nú í ágúst. Ráðist var inn á heimili bestu vina þeirra, Kára og Evu, á Blönduósi. Eva var myrt og Kári fluttur milli heims og helju á sjúkrahús. Hryllilegur atburður sem skók þjóðina alla. Og Bogi var úti á sjó þegar hann fékk fréttirnar. „Það er náttúrulega erfitt að lýsa því. En ég vildi bara komast í land og bað um að mér yrði skutlað í land,“ segir Bogi, inntur eftir því hvernig honum hafi liðið þegar hann heyrði af harmleiknum. „Það var alveg skelfilegt,“ segir Þórhildur. „Ótrúlega vont að vera ein en auðvitað komu vinir og börn til mín. En auðvitað bara, að vita af honum líða svona úti á sjó...“ Halda bara áfram að vinna Bogi var þarna á skipi sjávarútvegsfyrirtækisins Brims og segir hafa þurft talsverðar fortölur til að komast í land. Annar slagur hafi svo tekið við til að fá túrinn greiddan - þrátt fyrir veikindavottorð frá lækni. „Af því að ég var ekki með hita þá voru þetta ekki veikindi. Hausinn skiptir ekki máli,“ segir Bogi. Þú varst í þannig ástandi að þú hefðir getað verið hættulegur sjálfum þér og öðrum? „Auðvitað. En svo er þetta nú bara þannig að þú ert spurður og þá segistu bara alltaf vera góður. Þannig er það einhvern veginn.“ Það hafi aðeins verið fyrir tilstilli forstjórans að Bogi fékk greitt. Enn fremur hefði ekki verið hægt að skilja þann fyrrnefnda öðruvísi en að Bogi ætti tryggt pláss um borð eftir slipp. En annað hafi komið á daginn nú rétt fyrir jól. Útgerðarstjóri hafi neitað skipstjóra um að fá Boga aftur í áhöfnina. Þetta segja hjónin lýsandi fyrir viðhorf stjórnenda gagnvart sjómönnum. „Menn segja ekkert, þeir bara halda áfram að vinna,“ segir Bogi. Harka af sér? „Já, það hefur tíðkast þannig. En vonandi verður þetta til þess að það breytist eitthvað,“ bætir hann við. „Þjóðin er bara reið“ Þórhildur segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi eftir að þau hjónin stigu fram. Skilaboðum frá fólki í svipaðri stöðu hafi rignt inn. „Svo var ein sem sendi á mig að hún hefði verið að missa fóstur, og komin svolítið langt á leið. Og maðurinn hennar fékk ekki að fara í land. Því hann var ekki að missa fóstur. Hann þurfti bara að loka sig af inni í vélarrúmi,“ segir Þórhildur. „Þjóðin er bara reið, fólkið í landinu er bara reitt. Fyrir hönd sjómanna.“ Þau segjast ekkert hafa heyrt frá útgerðinni vegna málsins. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, í dag.
Sjávarútvegur Geðheilbrigði Brim Vinnumarkaður Manndráp á Blönduósi Tengdar fréttir „Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“ Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn. 11. desember 2022 00:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“ Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn. 11. desember 2022 00:00