Snjóbyssurnar koma sér vel Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2022 07:00 Snjóframleiðsluvél, eða snjóbyssa, á skíðasvæði Dalvíkur. Eins og sjá má er ekkert sérstaklega mikill snjór á skíðasvæðinu sem stendur. Hörkufrost er hins vegar í vændum og því ætti að vera hægt að láta snjóbyssurnar ganga næstu daga. Visir/Tryggvi Forsvarsmenn skíðasvæða við Eyjafjörð fagna fyrsta alvöru vetrarsnjónum, sem er farinn að láta sjá sig. Veturinn hefur verið snjóléttur með eindæmum og svokallaðar snjóbyssur koma sér vel núna. Það hefur ekki snjóað mikið á Norðurlandi þennan veturinn þó að hann hafi látið sjá sig síðustu daga. Þetta sést til dæmis glögglega á skíðasvæði Dalvíkinga, þar sem enn sést í lyng og gróður í brekkunum. „Þetta er nú það minnsta sem ég hef séð á þessum árstíma í svolítið langan tíma. En þetta er bara svona. Við ráðum þessu ekki,“ segir Hörður Finnbogason, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur þegar fréttamaður leit við á Dalvík í síðustu viku. f „Ég bara man ekki eftir jafn mildu hausti í rauninni. Ein einhver smá prumplægð en annars bara blíða. Þetta er búið að vera mjög gott fyrir alla nema okkur, held ég.“ Þá kemur sér vel að geta framleitt snjó með snjóbyssum sem raðað er upp eftir brekkunum. „Við erum búin að bíða núna eins og spenntur rottubogi eftir að það væri undir -4. Það er svona það sem við miðum við. Það gerðist núna loksins fyrir tveimur dögum og þá settum við í gang og bara búið að ganga fínt,“ segir Hörður. Hörður Finnbogason er framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur.Vísir/Tryggvi Þrátt fyrir að Dalvík sé annáluð snjókista þá skipta þessar snjóframleiðsuvélar sköpum fyrir skíðasvæðið. „Það er bara þannig að það væri nú sennilega ekkert mikil skíðaiðkun hérna, eigum við að segja síðustu tíu fimmtán, árin nema fyrir snjóbyssurnar. Við þurfum þær til að koma okkur af stað og þær svona tryggja það að við getum skíðað, alveg pottþétt,“ segir Hörður. Bestu samlokurnar, að eigin sögn Skíðasvæðið á Dalvík nýtur vaxandi vinsælda, ekki síst á meðal þeirra sem vilja sleppa við raðirnar í Hlíðarfjalli við Akureyri. Framkvæmdastjórinn segir kosti skíðasvæðisins enda vera marga. „Það er alltaf besta veðrið hérna, það er númer eitt. Lognið á lögheimili á Dalvík. Ég er reyndar Akureyringur sjálfur en mér var sagt þetta þegar ég byrjaði að vinna hérna og þetta er reyndar satt hjá þeim. Svo líka stöndum við hérna lágt og það er þægilegt hitasig, barnvænar brekkur og annað. Bestu samlokurnar.“ Dalvíkurbyggð Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Fella úr gildi leyfi til að hýsa hælisleitendur í JL-húsinu Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Sjá meira
Það hefur ekki snjóað mikið á Norðurlandi þennan veturinn þó að hann hafi látið sjá sig síðustu daga. Þetta sést til dæmis glögglega á skíðasvæði Dalvíkinga, þar sem enn sést í lyng og gróður í brekkunum. „Þetta er nú það minnsta sem ég hef séð á þessum árstíma í svolítið langan tíma. En þetta er bara svona. Við ráðum þessu ekki,“ segir Hörður Finnbogason, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur þegar fréttamaður leit við á Dalvík í síðustu viku. f „Ég bara man ekki eftir jafn mildu hausti í rauninni. Ein einhver smá prumplægð en annars bara blíða. Þetta er búið að vera mjög gott fyrir alla nema okkur, held ég.“ Þá kemur sér vel að geta framleitt snjó með snjóbyssum sem raðað er upp eftir brekkunum. „Við erum búin að bíða núna eins og spenntur rottubogi eftir að það væri undir -4. Það er svona það sem við miðum við. Það gerðist núna loksins fyrir tveimur dögum og þá settum við í gang og bara búið að ganga fínt,“ segir Hörður. Hörður Finnbogason er framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur.Vísir/Tryggvi Þrátt fyrir að Dalvík sé annáluð snjókista þá skipta þessar snjóframleiðsuvélar sköpum fyrir skíðasvæðið. „Það er bara þannig að það væri nú sennilega ekkert mikil skíðaiðkun hérna, eigum við að segja síðustu tíu fimmtán, árin nema fyrir snjóbyssurnar. Við þurfum þær til að koma okkur af stað og þær svona tryggja það að við getum skíðað, alveg pottþétt,“ segir Hörður. Bestu samlokurnar, að eigin sögn Skíðasvæðið á Dalvík nýtur vaxandi vinsælda, ekki síst á meðal þeirra sem vilja sleppa við raðirnar í Hlíðarfjalli við Akureyri. Framkvæmdastjórinn segir kosti skíðasvæðisins enda vera marga. „Það er alltaf besta veðrið hérna, það er númer eitt. Lognið á lögheimili á Dalvík. Ég er reyndar Akureyringur sjálfur en mér var sagt þetta þegar ég byrjaði að vinna hérna og þetta er reyndar satt hjá þeim. Svo líka stöndum við hérna lágt og það er þægilegt hitasig, barnvænar brekkur og annað. Bestu samlokurnar.“
Dalvíkurbyggð Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Fella úr gildi leyfi til að hýsa hælisleitendur í JL-húsinu Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Sjá meira