Besta aðfangadagskvöld í heimi: „Allt var svo fullkomið og ég var svo hamingjusöm“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 18. desember 2022 09:00 Elísabet Gunnarsdóttir er viðmælandi í Jólamola dagsins. Athafnakonan og tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir hefur upplifað jólin í hinum ýmsu löndum og er hún óhrædd við að skapa sínar eigin jólahefðir með fjölskyldu sinni. Elísabet er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Elsta dóttir mín, hún Alba, er hreinræktaður Elf, alveg jólasjúk. Ég er kannski smá Grinch þegar hún spilar jólalög í byrjun október en breytist síðan í Elf þegar desember gengur í garð, jólin eru svo notaleg og ég tek þeim alltaf fagnandi.“ View this post on Instagram A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Við fjölskyldan höfum búið víða og upplifað allskonar jól í mismunandi löndum. Jólamarkaðir í Þýskalandi og Frakklandi hafa eitthvað sérstakt vibe sem kveikir í jólaandanum. Þegar ég fór að hugsa betur þá vaknaði líka ljúf og falleg minning þegar ég fór sem lítil stúlka á jólunum til heldri borgara í Gerðubergi og söng fyrir þau jólalög. Aðfangadagskvöld heima í Danmörku fyrir tveimur árum síðan, það besta í heimi en ég kem því ekki í orð afhverju. Bara allt var svo fullkomið og ég var svo hamingjusöm með mínu allra dýrmætasta fólki í okkar jólakúlu eins og var og hét á þeim tíma, útaf svolitlu.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Gunni var Rómeó ca. fyrstu 10 árin okkar sem kærustupar og gaf mér alltaf auka gjöf með jólagjöfunum, nefndi hana skemmtilega pakkann. Hann lagði mikinn metnað í að hafa hana persónulega, ekkert alltaf væmna en alls konar sem fól í sér smá bras og bræddi mig alltaf á aðfangadag. Allar þær gjafir voru aðeins betri en hinar. Hér með skora ég á hann að taka upp þennan sæta sið á ný haha.“ Elísabet segist vera pínu Grinch þegar dóttir hennar byrjar að spila jólalög í október en svo breytist hún í mikið jólabarn um leið og desember gengur í garð. Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Man ekki eftir því að hafa fengið lélega jólagjöf - myndi allavega ekki segja frá því hér. Ef ég fæ slíka þá skipti ég henni pottþétt, ég er ekkert hrædd við að skipta því sem fellur ekki í kramið.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Það er engin ein. Ég elska að við fjölskyldan sköpum okkar eigin hefðir. Ristað brauð með graflax og eggjum í hádeginu á aðfangadag, jólamaturinn með því besta úr öllum áttum, rauðvínsglas horfandi í glampandi augu barnanna yfir opnun jólapakkanna og kyrrðin þegar þau er komin í háttinn. Jóladagur er síðan í miklu uppáhaldi, líklega eini dagur ársins sem inniheldur engar áhyggjur og algjöra slökun.“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Jólin eru okkar með Valdimar og Bríeti er sérstaklega fallegt og var það fyrsta sem kom í hugann. Christmas Lights med Coldplay er líka æði og svo Stúfur líka hressandi.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Held það sé pottþétt Holiday, spennt að horfa á hana aftur og aftur.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Ég var alin upp við hamborghrygg og við höfum haldið í sömu hefð á okkar veisluborð eftir að við byrjuðum sjálf að halda jólin. Við höfum alltaf borðað íslenskan Hagkaups hrygg í útlöndum, þennan sem ekki þarf að sjóða. Mér finnst hann lang bestur en hann er ekki jafn saltaður og þeir eiga til að vera. Meðlætið er líka mikilvægt og þar er laufabrauð og Waldorf salat must. Ég held svo í hefðina hennar Elsu ömmu og ber fram rækjukokteil í forrétt sem er svo góður. Þetta er uppáhalds matur barnanna minna og þau borða sjaldan betur en klukkan ca. 18:30 þann 24. desember.“ View this post on Instagram A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Íslenskt eða samveru. Einhver falleg íslensk list á vegginn myndi hitta í mark en ég passa mig kannski á að nefna að slíkt vil ég velja sjálf - bara svona svo að foreldrar eða tengdaforeldrar lesi ekki þessa grein og sjái sér leik á borði og velji eitthvað fyrir okkur. Gjafabréf í Listvali myndi hitta í mark. Ef ekki list fyrir heimilið þá mögulega íslenska hönnun. Falleg hvít kápa kemur upp í hugann, hvíta leðurkápan frá Andreu vinkonu eða hvíta ullarkápan frá Magneu Einars eru ofarlega á lista þetta árið.“ Kápurnar tvær sem eru á óskalista Elísabetar. Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Börnin mín og jólaandinn þeirra hringir inn mín jól, þau gáfu mér algerlega nýja sýn á þennan tíma ársins. Við í Konur Eru Konum Bestar förum alltaf með ágóðann af bolasölunni í góðar hendur á aðventunni og það er oft sá dagur sem ég fæ jólaandann yfir mig.“ Sjá: Styrktu Ljónshjarta um 8,5 milljónir eftir bolasölu Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Ég er nýkomin heim frá París þar sem ég tók þátt í skemmtilegu verkefni með Chanel. Þessi uppáhalds borg mín er líklega aldrei rómantískari en á þessum árstíma. Síðan var planið að vera í mömmó með minnstu dúllunni minni sem fæddist í október en við mæðgur erum óvænt bara að taka þátt í stuðinu sem fylgir aðdraganda jólanna í mínum bransa. Ég er þó í færri verkefnum en áður og reyni að gera þetta á okkar takti. Það er bara ekki hægt að sleppa ýmsum hefðum sem ég hef haldið í á blogginu síðustu árin, t.d. veglegu gjafaleikina sem ég vinn með mismunandi fyrirtækjum alla sunnudaga á aðventunni. Það er svo gaman að gleðja lesendur og þakka með þessum hætti fyrir samveruna á árinu.“ View this post on Instagram A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) Jólamolar Jól Jólalög Jólamatur Tíska og hönnun Tengdar fréttir Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Lífskúnstnerinn og gleðigjafann Siggu Kling þarf vart að kynna en hún hefur spáð fyrir landsmönnum í mörg ár. Þessa dagana nýtur Sigga jólaljósanna, jólatónlistarinnar og samheldninnar sem ríkir á þessum árstíma. Hún segist jafnframt einbeita sér að því að setja jól í hverja einustu mínútu sem almættið færir henni. Sigga Kling er viðmælandi í Jólamola dagsins. 16. desember 2022 09:01 Borðuðu jólamatinn klukkan níu gjörsamlega búin á því Þingstörfin setja sinn svip á jólamánuðinn hjá Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún vonast þó til þess að ná að fara á nokkra jólatónleika, þá sérstaklega tónleika sona hennar. Hún er vanaföst þegar kemur að jólunum og setur jólaskrautið alltaf á nákvæmlega sama stað. Katrín er viðmælandi í Jólamola dagsins. 15. desember 2022 09:00 „Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, elskar jólin en er ekki of upptekinn af hefðum. Hann heldur þó mikið upp á möndlugrautinn og er hann tilbúinn að beita brögðum til þess að næla sér í möndluna. Gústi er viðmælandi í Jólamola dagsins. 14. desember 2022 09:00 Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir elskar að gefa jólagjafir. Sjálf veit hún ekki hvað hana langar í, þar sem hana skortir ekkert. Hún segir þó að gjafabréf upp í flug myndi alltaf nýtast henni vel þar sem hún ferðast mikið. Lína Birgitta er viðmælandi í Jólamola dagsins. 13. desember 2022 09:01 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólabrandarar Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Mesta jólabarn landsins á sextíu kassa af jólaskrauti Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Elsta dóttir mín, hún Alba, er hreinræktaður Elf, alveg jólasjúk. Ég er kannski smá Grinch þegar hún spilar jólalög í byrjun október en breytist síðan í Elf þegar desember gengur í garð, jólin eru svo notaleg og ég tek þeim alltaf fagnandi.“ View this post on Instagram A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Við fjölskyldan höfum búið víða og upplifað allskonar jól í mismunandi löndum. Jólamarkaðir í Þýskalandi og Frakklandi hafa eitthvað sérstakt vibe sem kveikir í jólaandanum. Þegar ég fór að hugsa betur þá vaknaði líka ljúf og falleg minning þegar ég fór sem lítil stúlka á jólunum til heldri borgara í Gerðubergi og söng fyrir þau jólalög. Aðfangadagskvöld heima í Danmörku fyrir tveimur árum síðan, það besta í heimi en ég kem því ekki í orð afhverju. Bara allt var svo fullkomið og ég var svo hamingjusöm með mínu allra dýrmætasta fólki í okkar jólakúlu eins og var og hét á þeim tíma, útaf svolitlu.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Gunni var Rómeó ca. fyrstu 10 árin okkar sem kærustupar og gaf mér alltaf auka gjöf með jólagjöfunum, nefndi hana skemmtilega pakkann. Hann lagði mikinn metnað í að hafa hana persónulega, ekkert alltaf væmna en alls konar sem fól í sér smá bras og bræddi mig alltaf á aðfangadag. Allar þær gjafir voru aðeins betri en hinar. Hér með skora ég á hann að taka upp þennan sæta sið á ný haha.“ Elísabet segist vera pínu Grinch þegar dóttir hennar byrjar að spila jólalög í október en svo breytist hún í mikið jólabarn um leið og desember gengur í garð. Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Man ekki eftir því að hafa fengið lélega jólagjöf - myndi allavega ekki segja frá því hér. Ef ég fæ slíka þá skipti ég henni pottþétt, ég er ekkert hrædd við að skipta því sem fellur ekki í kramið.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Það er engin ein. Ég elska að við fjölskyldan sköpum okkar eigin hefðir. Ristað brauð með graflax og eggjum í hádeginu á aðfangadag, jólamaturinn með því besta úr öllum áttum, rauðvínsglas horfandi í glampandi augu barnanna yfir opnun jólapakkanna og kyrrðin þegar þau er komin í háttinn. Jóladagur er síðan í miklu uppáhaldi, líklega eini dagur ársins sem inniheldur engar áhyggjur og algjöra slökun.“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Jólin eru okkar með Valdimar og Bríeti er sérstaklega fallegt og var það fyrsta sem kom í hugann. Christmas Lights med Coldplay er líka æði og svo Stúfur líka hressandi.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Held það sé pottþétt Holiday, spennt að horfa á hana aftur og aftur.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Ég var alin upp við hamborghrygg og við höfum haldið í sömu hefð á okkar veisluborð eftir að við byrjuðum sjálf að halda jólin. Við höfum alltaf borðað íslenskan Hagkaups hrygg í útlöndum, þennan sem ekki þarf að sjóða. Mér finnst hann lang bestur en hann er ekki jafn saltaður og þeir eiga til að vera. Meðlætið er líka mikilvægt og þar er laufabrauð og Waldorf salat must. Ég held svo í hefðina hennar Elsu ömmu og ber fram rækjukokteil í forrétt sem er svo góður. Þetta er uppáhalds matur barnanna minna og þau borða sjaldan betur en klukkan ca. 18:30 þann 24. desember.“ View this post on Instagram A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars) Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Íslenskt eða samveru. Einhver falleg íslensk list á vegginn myndi hitta í mark en ég passa mig kannski á að nefna að slíkt vil ég velja sjálf - bara svona svo að foreldrar eða tengdaforeldrar lesi ekki þessa grein og sjái sér leik á borði og velji eitthvað fyrir okkur. Gjafabréf í Listvali myndi hitta í mark. Ef ekki list fyrir heimilið þá mögulega íslenska hönnun. Falleg hvít kápa kemur upp í hugann, hvíta leðurkápan frá Andreu vinkonu eða hvíta ullarkápan frá Magneu Einars eru ofarlega á lista þetta árið.“ Kápurnar tvær sem eru á óskalista Elísabetar. Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Börnin mín og jólaandinn þeirra hringir inn mín jól, þau gáfu mér algerlega nýja sýn á þennan tíma ársins. Við í Konur Eru Konum Bestar förum alltaf með ágóðann af bolasölunni í góðar hendur á aðventunni og það er oft sá dagur sem ég fæ jólaandann yfir mig.“ Sjá: Styrktu Ljónshjarta um 8,5 milljónir eftir bolasölu Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Ég er nýkomin heim frá París þar sem ég tók þátt í skemmtilegu verkefni með Chanel. Þessi uppáhalds borg mín er líklega aldrei rómantískari en á þessum árstíma. Síðan var planið að vera í mömmó með minnstu dúllunni minni sem fæddist í október en við mæðgur erum óvænt bara að taka þátt í stuðinu sem fylgir aðdraganda jólanna í mínum bransa. Ég er þó í færri verkefnum en áður og reyni að gera þetta á okkar takti. Það er bara ekki hægt að sleppa ýmsum hefðum sem ég hef haldið í á blogginu síðustu árin, t.d. veglegu gjafaleikina sem ég vinn með mismunandi fyrirtækjum alla sunnudaga á aðventunni. Það er svo gaman að gleðja lesendur og þakka með þessum hætti fyrir samveruna á árinu.“ View this post on Instagram A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars)
Jólamolar Jól Jólalög Jólamatur Tíska og hönnun Tengdar fréttir Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Lífskúnstnerinn og gleðigjafann Siggu Kling þarf vart að kynna en hún hefur spáð fyrir landsmönnum í mörg ár. Þessa dagana nýtur Sigga jólaljósanna, jólatónlistarinnar og samheldninnar sem ríkir á þessum árstíma. Hún segist jafnframt einbeita sér að því að setja jól í hverja einustu mínútu sem almættið færir henni. Sigga Kling er viðmælandi í Jólamola dagsins. 16. desember 2022 09:01 Borðuðu jólamatinn klukkan níu gjörsamlega búin á því Þingstörfin setja sinn svip á jólamánuðinn hjá Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún vonast þó til þess að ná að fara á nokkra jólatónleika, þá sérstaklega tónleika sona hennar. Hún er vanaföst þegar kemur að jólunum og setur jólaskrautið alltaf á nákvæmlega sama stað. Katrín er viðmælandi í Jólamola dagsins. 15. desember 2022 09:00 „Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, elskar jólin en er ekki of upptekinn af hefðum. Hann heldur þó mikið upp á möndlugrautinn og er hann tilbúinn að beita brögðum til þess að næla sér í möndluna. Gústi er viðmælandi í Jólamola dagsins. 14. desember 2022 09:00 Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir elskar að gefa jólagjafir. Sjálf veit hún ekki hvað hana langar í, þar sem hana skortir ekkert. Hún segir þó að gjafabréf upp í flug myndi alltaf nýtast henni vel þar sem hún ferðast mikið. Lína Birgitta er viðmælandi í Jólamola dagsins. 13. desember 2022 09:01 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jólabrandarar Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Mesta jólabarn landsins á sextíu kassa af jólaskrauti Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Lífskúnstnerinn og gleðigjafann Siggu Kling þarf vart að kynna en hún hefur spáð fyrir landsmönnum í mörg ár. Þessa dagana nýtur Sigga jólaljósanna, jólatónlistarinnar og samheldninnar sem ríkir á þessum árstíma. Hún segist jafnframt einbeita sér að því að setja jól í hverja einustu mínútu sem almættið færir henni. Sigga Kling er viðmælandi í Jólamola dagsins. 16. desember 2022 09:01
Borðuðu jólamatinn klukkan níu gjörsamlega búin á því Þingstörfin setja sinn svip á jólamánuðinn hjá Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún vonast þó til þess að ná að fara á nokkra jólatónleika, þá sérstaklega tónleika sona hennar. Hún er vanaföst þegar kemur að jólunum og setur jólaskrautið alltaf á nákvæmlega sama stað. Katrín er viðmælandi í Jólamola dagsins. 15. desember 2022 09:00
„Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, elskar jólin en er ekki of upptekinn af hefðum. Hann heldur þó mikið upp á möndlugrautinn og er hann tilbúinn að beita brögðum til þess að næla sér í möndluna. Gústi er viðmælandi í Jólamola dagsins. 14. desember 2022 09:00
Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir elskar að gefa jólagjafir. Sjálf veit hún ekki hvað hana langar í, þar sem hana skortir ekkert. Hún segir þó að gjafabréf upp í flug myndi alltaf nýtast henni vel þar sem hún ferðast mikið. Lína Birgitta er viðmælandi í Jólamola dagsins. 13. desember 2022 09:01