Handbolti

ÍBV í átta liða úrslit eftir öruggan sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Harpa Valey Gylfadóttir var markahæst í liði ÍBV.
Harpa Valey Gylfadóttir var markahæst í liði ÍBV. Vísir/Vilhelm

ÍBV vann öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti KA/Þór í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handbolta í kvöld, 33-25.

Eftir jafnar upphafsmínútur tóku heimakonur völdin þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Liðið skoraði fimm mörk gegn aðeins einu marki gestanna á lokamínútum fyrri hálfleiksins og staðan því 16-11 þegar gengið var til búningsherbergja.

Norðankonum tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiks, en nær komst liðið ekki og ÍBV fagnaði að lokum öruguum átta marka sigri, 33-25.

ÍBV verður því í pott­in­um þegar dregið verður í 8-liða úr­slit­in ásamt HK, Sel­fossi, Hauk­um, Stjörn­unni, Vík­ingi, Fram og Val.

Harpa Valey Gylfadóttir var markahæst í liði ÍBV með sjö mörk, en Nathalia Soares skoraði sex mörk fyrir KA/Þór. Þá átti Marta Wawrzy­kowska stórleik í marki Eyjakvenna og varði 17 skot, sem gerur um 47 prósent hlutfallsvörslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×