Vill ekki að hótanir séu notaðar til að afvegaleiða umræðu um völd lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2022 23:25 Helgi Hrafn Gunnarsson sat á þingi fyrir Pírata á árunum 2013 til 2016 og aftur frá 2017 til 2021. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segir að ef hann yrði myrtur væri það síðasta sem hann myndi vilja að minning hans yrði notuð til að draga úr frelsi fólks og auka ofríki yfirvalda. Það fari gegn öllum hans hugsjónum vill hann ekki að hótanir í hans garð séu notaðar til að afvegaleiða umræðuna um lögreglu- og öryggismál hér á landi. Í færslu sem Helgi Hrafn birti á Facebook í kvöld segist hann hafa verið meðal þeirra sem mennirnir sem ákærðir hafa verið fyrir tilraun til hryðjuverka hafi rætt um að myrða. Eða eins og Helgi Hrafn orðar það er hann einn þeirra sem „tveir náungar, vopnaðir upp fyrir augntotur, spjölluðu fremur léttúðlega um að myrða einn daginn, en bara svona í einhverju djóki samkvæmt lögmanni þeirra“. Mönnunum hefur verið sleppt úr haldi en Helgi Hrafni segir að eina ástæðan fyrir því að hann sé meint skotmark mannanna sé sú að hann hafi starfað í stjórnmálum í nokkur ár. Markmið hans hafi verið að auka frelsi fólks, dreifa valdi og draga úr ofvaldi yfirvalda. Hann hafi unnið gegn vopnvæðingu lögreglunnar, gegn forvirkum rannsóknarheimildum en með auknu eftirliti og aðhaldi með lögreglu. „Nú, ef ég væri myrtur á morgun vegna þess sem ég barðist fyrir í stjórnmálum, hvort sem það væri af hendi þessara tilteknu náunga eða einhvers annars, þá væri það hið allra síðasta sem ég myndi vilja, að minning mín væri misnotuð sem afsökun fyrir því að ganga í þveröfuga átt við allt sem ég barðist fyrir alla mína tíð í stjórnmálum,“ skrifar Helgi Hrafn. Sjá einnig: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Byrja eigi á auknu eftirliti Hann segir að ef lögreglan þurfi aukna valdheimildir og forvirkar rannsóknarheimildir eigi að byrja á alvöru eftirliti með lögreglunni. Ef lögreglan þurfi að lengja gæsluvarðhald eigi að byrja á eftirliti með þeim vinnubrögðum sem lenda fólki í gæsluvarðhaldi. „Vinsamlegast ekki nota meintar hótanir í minn garð sem afsökun fyrir því að afvegaleiða umræðuna um lögreglu- og öryggismál frá þessum hófstilltu, rökréttu og reyndar fjandakornið sjálfsögðu skrefum. Og í leiðinni mætti kannski taka á öryggisógnum gegn borgurunum sem stafa af yfirvöldum sjálfum, eins og hvernig vímuefnaneytendur og möguleg fórnarlömb mansals þurfa að óttast lögregluna sjálfa fyrir það eitt að vera möguleg fórnarlömb vímuefna eða kúgunar. Sem bara tvö mjög augljós dæmi; þau eru fleiri,“ segir Helgi. Helgi segist auðvitað bara tala fyrir sjálfan sig en hann verði að segja þetta í ljósi þess að yfirvöld séu að nota málið sér til stuðnings. „Ég hef ekki takmarkalausan áhuga á því að draga andann einan og sér, og er ekki reiðubúinn til að fórna hverju sem er til að lifa. Ég skal hvoru tveggja deyja og drepa fyrir frelsið. Frekar skal ég deyja til að tala fyrir frelsinu heldur en að lifa til að fórna því. Ekki halda að það sé hægt að hræða mig með hryðjuverka- og morðhótunum til að fórna bara höndum og samþykkja hvað svo sem dómsmálaráðherra eða lögreglan vilja, því það er bara ekki þannig. Gef mér frelsi eða gef mér dauða. Gef mér lýðræði eða gef mér stríð.“ Helgi segist hafa viljað gera þessa afstöðu sína skýra ef ske kynni að „yfirvöld ætluðu nokkurn tíma að misnota minningu mína til að réttlæta aukin umsvif sín án aukins eftirlits.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Píratar Lögreglan Tengdar fréttir Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05 Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Í færslu sem Helgi Hrafn birti á Facebook í kvöld segist hann hafa verið meðal þeirra sem mennirnir sem ákærðir hafa verið fyrir tilraun til hryðjuverka hafi rætt um að myrða. Eða eins og Helgi Hrafn orðar það er hann einn þeirra sem „tveir náungar, vopnaðir upp fyrir augntotur, spjölluðu fremur léttúðlega um að myrða einn daginn, en bara svona í einhverju djóki samkvæmt lögmanni þeirra“. Mönnunum hefur verið sleppt úr haldi en Helgi Hrafni segir að eina ástæðan fyrir því að hann sé meint skotmark mannanna sé sú að hann hafi starfað í stjórnmálum í nokkur ár. Markmið hans hafi verið að auka frelsi fólks, dreifa valdi og draga úr ofvaldi yfirvalda. Hann hafi unnið gegn vopnvæðingu lögreglunnar, gegn forvirkum rannsóknarheimildum en með auknu eftirliti og aðhaldi með lögreglu. „Nú, ef ég væri myrtur á morgun vegna þess sem ég barðist fyrir í stjórnmálum, hvort sem það væri af hendi þessara tilteknu náunga eða einhvers annars, þá væri það hið allra síðasta sem ég myndi vilja, að minning mín væri misnotuð sem afsökun fyrir því að ganga í þveröfuga átt við allt sem ég barðist fyrir alla mína tíð í stjórnmálum,“ skrifar Helgi Hrafn. Sjá einnig: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Byrja eigi á auknu eftirliti Hann segir að ef lögreglan þurfi aukna valdheimildir og forvirkar rannsóknarheimildir eigi að byrja á alvöru eftirliti með lögreglunni. Ef lögreglan þurfi að lengja gæsluvarðhald eigi að byrja á eftirliti með þeim vinnubrögðum sem lenda fólki í gæsluvarðhaldi. „Vinsamlegast ekki nota meintar hótanir í minn garð sem afsökun fyrir því að afvegaleiða umræðuna um lögreglu- og öryggismál frá þessum hófstilltu, rökréttu og reyndar fjandakornið sjálfsögðu skrefum. Og í leiðinni mætti kannski taka á öryggisógnum gegn borgurunum sem stafa af yfirvöldum sjálfum, eins og hvernig vímuefnaneytendur og möguleg fórnarlömb mansals þurfa að óttast lögregluna sjálfa fyrir það eitt að vera möguleg fórnarlömb vímuefna eða kúgunar. Sem bara tvö mjög augljós dæmi; þau eru fleiri,“ segir Helgi. Helgi segist auðvitað bara tala fyrir sjálfan sig en hann verði að segja þetta í ljósi þess að yfirvöld séu að nota málið sér til stuðnings. „Ég hef ekki takmarkalausan áhuga á því að draga andann einan og sér, og er ekki reiðubúinn til að fórna hverju sem er til að lifa. Ég skal hvoru tveggja deyja og drepa fyrir frelsið. Frekar skal ég deyja til að tala fyrir frelsinu heldur en að lifa til að fórna því. Ekki halda að það sé hægt að hræða mig með hryðjuverka- og morðhótunum til að fórna bara höndum og samþykkja hvað svo sem dómsmálaráðherra eða lögreglan vilja, því það er bara ekki þannig. Gef mér frelsi eða gef mér dauða. Gef mér lýðræði eða gef mér stríð.“ Helgi segist hafa viljað gera þessa afstöðu sína skýra ef ske kynni að „yfirvöld ætluðu nokkurn tíma að misnota minningu mína til að réttlæta aukin umsvif sín án aukins eftirlits.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Píratar Lögreglan Tengdar fréttir Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05 Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05
Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23
Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“