Ég og „heilsudýnan” mín Gunnar Dan Wiium skrifar 14. desember 2022 08:31 Í átta ár svaf ég á dýnu sem var skilgreind fyrir mér sem heilsudýna. Hún kostaði rétt undir hálfri milljón og sjúklega montinn og ánægður kom ég henni fyrir í svefnloftinu sem ég var nýbúin að innrétta frá grunni í gamla húsinu okkar. Við hjónin höfðum aldrei leyft okkur svona dýnu munað áður þó svo að við hefðum leyft okkur allskonar annað. Ég man eftir því þegar ég lagðist í rúmið mitt fyrsta kvöldið þarna fyrir 8 árum síðan, þetta var hreinlega besta dýna sem ég hafði legið á, mér leið eins og ég væri í þyngdarleysi og þannig var það í raun öll þessi ár sem ég svaf á henni. Hún var þrýstijöfnunarlega séð algjört verkfræði undur enda er það þannig að með því að blanda saman allt að 60 mismunandi kemískum efnum í svampinn nærðu að framleiða svampdýnu með þessum einstaka þrýstijöfnunar eiginleika. Þessi aðferð hvað varðar þessa þrýstijöfnun var þróuð fyrir Nasa svo að best færi um geimfarana í geimskotum fyrir um 50 árum síðan svo afhverju ætti maður ekki að hafa þetta undur líka í sínu eigin svefnherbergi spurði ég sjálfan mig, maður á nú aðeins það besta skilið ekki rétt? Það sem mér hinsvegar var ekki sagt var að við 35 gráðu hita losnar um þessi lífrænu, rokgjörnu efnasambönd sem gerir það að verkum að á hverri nóttu sem ég svaf nakin undir dúnsænginni minni tók ég inn í líkama minn heilsuspillandi gasefni eða agnir sem eru svo smáar að þær ferðast í gegnum allt fast form. Þessar agnir sem ég tók inn í blóðrásina mína settu ónæmis, tauga og hormónakerfið í mér í bráða hættu. Ég er en frekar ungur og í góðu líkamlegu formi svo ég veiktist ekki varanlega að mér vitandi af því að liggja mína 8 tíma í 8 ár í þessu kemíska eiturhylki en þegar ég fór að kynna mér málið á samfélags og fréttamiðlum komst ég að því að vandamálið er gríðarlega viðamikið og í sumum tilfellum stórkostlega heilsuspillandi. Þegar að ég vaknaði á morgnana skildi ég ekki í því afhverju ég var alltaf svo gríðarlega stirður og bólgin. Ég skildi ekki afhverju ég væri oftast með mjóbaks verki eða ónot í hvert skipti sem ég fór framúr. Þar að auki fannst mér skrítið að í hvert sinn sem ég svaf annarstaðar en heima hjá mér þá hvíldist ég miklu betur en ella og vaknaði úthvíldur, brosandi og ekki stirður. Ég hélt að um væri að ræða að ég væri bara fjarri hversdagsleikanum með öllu stressinu sem er eins og að segja við sjálfan sig að heima hjá sér eigi maður bara ekki að ná góðum svefngæðum, sem hljómar auðvitað svo heimskulega þegar ég hugsa um það í dag. Það sem ég ekki vissi þá en er búin að komast að núna er að þessar gasagnir sem líkami minn drakk í sig á hverri nóttu voru ekki bara að láta mér líða eins og aðskotahlut með þessari skrítnu en vægu sviðatilfinningu á húðinni heldur einnig voru þær að framkalla alvarlegar bólgur í líkamanum sem svo gerðu mig stirðan. Bólgur mynduðust við mjóbak sem þrýstu á taugar sem urðu til þess að líkaminn skekktist það mikið að ég grínaði stundum með sjálfum mér að fá mér vinnu í sirkus þessa svæsnustu morgna sem ég horfði á sjálfan mig í speglinum tilta 5 til 10 cm í aðra hverja áttina. Ég var heppinn, ég náði ekki að þróa með mér efnaóþol eins og margir sem ég þekki í dag, ég var heppinn að tala við mann sem hafði farið mun verr út úr þessu en ég nokkurn tíman. Hann sagði mér sögu sína og innsæi mitt kikkaði inn því í grunninn er ég þessi týpa sem hneigist til náttúrulegra efna. Ég er mikið í ullinni og hampinum og ég borða hollt og passa upp á mig hvað varðar lyktarefni og svoleiðis drasl. En málið er að ég bara hélt í alvöru að dýnan mín væri heilsudýna, ég meina þegar ég keypti hana var hún vottuð bak og fyrir en svo þegar ég fór að grennslast fyrir komst ég að því að vottunin var eiginlega bara bull því hún vottaði ekki svampinn heldur áklæðið sem yfirdýnan var gerð úr. Til að gera langa sögu stutta þá losuðum við okkur við svampinn strax, við fórum á stjá og í meðvitaðra samfélagi í dag, átta árum seinna, fengum við okkur nýjar dýnur sem eru gerðar úr lífrænni ull og hampi. Oldschool dýna, ekkert plast, engin nætursviti, engar bólgur, bara náttúra. Upplifunin sem ég fékk þegar ég lagðist á hana fyrsta kvöldið var að ég sökk á allt annan hátt en ég hafði fundið áður, það má segja að ég hafi upplifað að verða eitt með dýnunni í stað þess að liggja bara “á henni”. Málið með ullina er að í henni felast töfrar sem hafa með loftun að gera, hitajöfnun, þar að auki er sagt að hún vinni á móti bólgum og svo þrífst mygla ekki í ull frekar en í hampinum. Þetta eru nátúruleg efni eins líkami minn, hann er líka náttúrulegt efni. Síðustu sex vikur hef ég svo verið að melta þetta allt fyrir þennan pistil og málið er að ég er nýr maður, no-joke. Ég vakna útsofinn og það er ekki vottur af stirðleika í skrokknum. Ég sem er búin að vera að glíma við mjóbaksverki í mismiklu mæli í mörg ár er nú að upplifa algjört frelsi frá þeim, ekki einu sinni seiðingur. Ég er holur og rúmur að innan og finn svo greinilega fyrir því að ég er að hvílast miklu betur en ég var á svokallaðri heilsudýnu. En eins og ég sagði, ég var heppinn, ég veit að þetta hefði ekki endað vel með mig hefði ég haldið svefni mínum áfram í stað þess að vakna til vitundar um að þessi kemísku efni voru smátt og smátt að fokka mér upp og það hefði komið að því að ég hefði hlotið varanlega skaða. Það sem vekur einnig furðu mína er að hér á landi og sennilega í öllum heiminum að þá virðist ekki vera neitt regluverk sérstaklega varðandi notkun efna í svefnvöru. Það virðist vera sama löggjöf fyrir svefnvörur og húsgögn almennt þó svo að við liggjum í svefnvörum margfalt lengur og í mun nánari snertingu. Þar að auki hef ég það á tilfiningunni að svefnfræðingar sem þykja mjög móðins í dag sneiða fimlega framhjá allri umræðu um svefnvöru, þó svo að mig gruni að sé þær séu stærsti áhrifavaldurinn hvað varðar góðan svefn. Hins vegar, undirstrika þeir stöðugt aðra áhrifavalda eins og neyslu á koffín, áfengi og berskjöldun fyrir hvítu ljósi sem hlýst af skjánotkun fyrir svefn. Þessi orð eru rituð í von um almenna vitundarvakningu í notkun náttúrulegra efna í öllum okkar gjörðum og aðgerðum en þá sérstaklega í aðstæðum sem við og börnin okkar liggjum sem lengst, vanmátttug og berskjölduð fyrir þeirri eiturefnaárás sem svokallaðar heilsudýnur er að bjóða okkur upp á. Höfundur starfar sem smíðakennari, þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið og umboðsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Í átta ár svaf ég á dýnu sem var skilgreind fyrir mér sem heilsudýna. Hún kostaði rétt undir hálfri milljón og sjúklega montinn og ánægður kom ég henni fyrir í svefnloftinu sem ég var nýbúin að innrétta frá grunni í gamla húsinu okkar. Við hjónin höfðum aldrei leyft okkur svona dýnu munað áður þó svo að við hefðum leyft okkur allskonar annað. Ég man eftir því þegar ég lagðist í rúmið mitt fyrsta kvöldið þarna fyrir 8 árum síðan, þetta var hreinlega besta dýna sem ég hafði legið á, mér leið eins og ég væri í þyngdarleysi og þannig var það í raun öll þessi ár sem ég svaf á henni. Hún var þrýstijöfnunarlega séð algjört verkfræði undur enda er það þannig að með því að blanda saman allt að 60 mismunandi kemískum efnum í svampinn nærðu að framleiða svampdýnu með þessum einstaka þrýstijöfnunar eiginleika. Þessi aðferð hvað varðar þessa þrýstijöfnun var þróuð fyrir Nasa svo að best færi um geimfarana í geimskotum fyrir um 50 árum síðan svo afhverju ætti maður ekki að hafa þetta undur líka í sínu eigin svefnherbergi spurði ég sjálfan mig, maður á nú aðeins það besta skilið ekki rétt? Það sem mér hinsvegar var ekki sagt var að við 35 gráðu hita losnar um þessi lífrænu, rokgjörnu efnasambönd sem gerir það að verkum að á hverri nóttu sem ég svaf nakin undir dúnsænginni minni tók ég inn í líkama minn heilsuspillandi gasefni eða agnir sem eru svo smáar að þær ferðast í gegnum allt fast form. Þessar agnir sem ég tók inn í blóðrásina mína settu ónæmis, tauga og hormónakerfið í mér í bráða hættu. Ég er en frekar ungur og í góðu líkamlegu formi svo ég veiktist ekki varanlega að mér vitandi af því að liggja mína 8 tíma í 8 ár í þessu kemíska eiturhylki en þegar ég fór að kynna mér málið á samfélags og fréttamiðlum komst ég að því að vandamálið er gríðarlega viðamikið og í sumum tilfellum stórkostlega heilsuspillandi. Þegar að ég vaknaði á morgnana skildi ég ekki í því afhverju ég var alltaf svo gríðarlega stirður og bólgin. Ég skildi ekki afhverju ég væri oftast með mjóbaks verki eða ónot í hvert skipti sem ég fór framúr. Þar að auki fannst mér skrítið að í hvert sinn sem ég svaf annarstaðar en heima hjá mér þá hvíldist ég miklu betur en ella og vaknaði úthvíldur, brosandi og ekki stirður. Ég hélt að um væri að ræða að ég væri bara fjarri hversdagsleikanum með öllu stressinu sem er eins og að segja við sjálfan sig að heima hjá sér eigi maður bara ekki að ná góðum svefngæðum, sem hljómar auðvitað svo heimskulega þegar ég hugsa um það í dag. Það sem ég ekki vissi þá en er búin að komast að núna er að þessar gasagnir sem líkami minn drakk í sig á hverri nóttu voru ekki bara að láta mér líða eins og aðskotahlut með þessari skrítnu en vægu sviðatilfinningu á húðinni heldur einnig voru þær að framkalla alvarlegar bólgur í líkamanum sem svo gerðu mig stirðan. Bólgur mynduðust við mjóbak sem þrýstu á taugar sem urðu til þess að líkaminn skekktist það mikið að ég grínaði stundum með sjálfum mér að fá mér vinnu í sirkus þessa svæsnustu morgna sem ég horfði á sjálfan mig í speglinum tilta 5 til 10 cm í aðra hverja áttina. Ég var heppinn, ég náði ekki að þróa með mér efnaóþol eins og margir sem ég þekki í dag, ég var heppinn að tala við mann sem hafði farið mun verr út úr þessu en ég nokkurn tíman. Hann sagði mér sögu sína og innsæi mitt kikkaði inn því í grunninn er ég þessi týpa sem hneigist til náttúrulegra efna. Ég er mikið í ullinni og hampinum og ég borða hollt og passa upp á mig hvað varðar lyktarefni og svoleiðis drasl. En málið er að ég bara hélt í alvöru að dýnan mín væri heilsudýna, ég meina þegar ég keypti hana var hún vottuð bak og fyrir en svo þegar ég fór að grennslast fyrir komst ég að því að vottunin var eiginlega bara bull því hún vottaði ekki svampinn heldur áklæðið sem yfirdýnan var gerð úr. Til að gera langa sögu stutta þá losuðum við okkur við svampinn strax, við fórum á stjá og í meðvitaðra samfélagi í dag, átta árum seinna, fengum við okkur nýjar dýnur sem eru gerðar úr lífrænni ull og hampi. Oldschool dýna, ekkert plast, engin nætursviti, engar bólgur, bara náttúra. Upplifunin sem ég fékk þegar ég lagðist á hana fyrsta kvöldið var að ég sökk á allt annan hátt en ég hafði fundið áður, það má segja að ég hafi upplifað að verða eitt með dýnunni í stað þess að liggja bara “á henni”. Málið með ullina er að í henni felast töfrar sem hafa með loftun að gera, hitajöfnun, þar að auki er sagt að hún vinni á móti bólgum og svo þrífst mygla ekki í ull frekar en í hampinum. Þetta eru nátúruleg efni eins líkami minn, hann er líka náttúrulegt efni. Síðustu sex vikur hef ég svo verið að melta þetta allt fyrir þennan pistil og málið er að ég er nýr maður, no-joke. Ég vakna útsofinn og það er ekki vottur af stirðleika í skrokknum. Ég sem er búin að vera að glíma við mjóbaksverki í mismiklu mæli í mörg ár er nú að upplifa algjört frelsi frá þeim, ekki einu sinni seiðingur. Ég er holur og rúmur að innan og finn svo greinilega fyrir því að ég er að hvílast miklu betur en ég var á svokallaðri heilsudýnu. En eins og ég sagði, ég var heppinn, ég veit að þetta hefði ekki endað vel með mig hefði ég haldið svefni mínum áfram í stað þess að vakna til vitundar um að þessi kemísku efni voru smátt og smátt að fokka mér upp og það hefði komið að því að ég hefði hlotið varanlega skaða. Það sem vekur einnig furðu mína er að hér á landi og sennilega í öllum heiminum að þá virðist ekki vera neitt regluverk sérstaklega varðandi notkun efna í svefnvöru. Það virðist vera sama löggjöf fyrir svefnvörur og húsgögn almennt þó svo að við liggjum í svefnvörum margfalt lengur og í mun nánari snertingu. Þar að auki hef ég það á tilfiningunni að svefnfræðingar sem þykja mjög móðins í dag sneiða fimlega framhjá allri umræðu um svefnvöru, þó svo að mig gruni að sé þær séu stærsti áhrifavaldurinn hvað varðar góðan svefn. Hins vegar, undirstrika þeir stöðugt aðra áhrifavalda eins og neyslu á koffín, áfengi og berskjöldun fyrir hvítu ljósi sem hlýst af skjánotkun fyrir svefn. Þessi orð eru rituð í von um almenna vitundarvakningu í notkun náttúrulegra efna í öllum okkar gjörðum og aðgerðum en þá sérstaklega í aðstæðum sem við og börnin okkar liggjum sem lengst, vanmátttug og berskjölduð fyrir þeirri eiturefnaárás sem svokallaðar heilsudýnur er að bjóða okkur upp á. Höfundur starfar sem smíðakennari, þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið og umboðsmaður.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar