Gógó-dansarar sungu Sweet Caroline þegar klukkan sló sex á aðfangadag Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. desember 2022 09:00 Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir er viðmælandi í Jólamola dagsins. Saga Sig Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir eyddi síðustu jólum vopnuð grímu, hönskum og spritti, þar sem hún og María Rut, eiginkona hennar, voru smitaðar af Covid en synir þeirra ekki. Nú er hún nýflutt í draumahúsið og hlakkar til að halda jólin í faðmi fjölskyldunnar á nýja heimilinu. Ingileif er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég er klárlega meiri Elf. Mér finnst jólin dásamlegur tími og þykir alltaf jafn vænt um að verja honum með fjölskyldunni.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ætli það sé ekki þegar við María konan mín fórum til Taílands yfir jól og áramót 2018-19 að heimsækja pabba minn og konuna hans. Því aðfangadagskvöldi mun ég að minnsta kosti seint gleyma. Þar lentum við í vægast sagt óvæntri atburðarás þar sem við héldum að við værum að fara á hefðbundið jólahlaðborð að íslenskum sið sem reyndist svo vera Taílenskt buffet þar sem gógó-dansarar sungu og dönsuðu við Sweet Caroline þegar klukkan sló sex. Það var svo stórkostlega súrrealískt. Það voru mjög óhefðbundin jól en þetta var dásamleg ferð, líklega sú besta sem ég hef farið.“ View this post on Instagram A post shared by Ingileif Friðriksdóttir (@ingileiff) Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „María gaf mér miða á Adele tónleika fyrir nokkrum árum sem var mjög eftirminnileg gjöf. Hún og vinkonur hennar höfðu nokkrum vikum áður ætlað að panta miða saman þegar miðasalan opnaði en það seldist allt upp á örfáum mínútum og engin þeirra fékk miða. Eða það hélt ég að minnsta kosti. Svo kom í ljós á aðfangadagskvöld að María hafði verið sú eina sem fékk miða á tónleikana og bauð mér út til London til að sjá þessa stórkostlegu söngkonu. Það var mjög skemmtileg og eftirminnileg ferð svo sú jólagjöf hitti klárlega í mark. Svo hefur það reyndar gerst nokkrum sinnum að við María höfum gefið hvorri annarri sömu gjöfina. Við erum mjög samstillt hjón, en stundum einum of. Það hefur þrisvar gerst að við gefum sömu gjöfina á aðfangadagskvöld, jafnvel þegar við höfum talið okkur vera mjög frumlegar. En það er alltaf jafn fyndið.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Einu sinni fékk ég McDonalds dót í jólagjöf frá vinkonu. Það var á þeim tíma sem McDonalds var enn hér á Íslandi og við höfðum farið þangað saman og fengið sama dótið. Skömmu síðar var hennar dót í jólapakkanum til mín. Það var að minnsta kosti eftirminnilegt.“ View this post on Instagram A post shared by Ingileif Friðriksdóttir (@ingileiff) Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Ég er almennt ekkert rosalega mikið fyrir hefðir og á það til að brjóta þær allar. En svo giftist ég inn í fjölskyldu sem tekur jólahefðum mjög alvarlega og hef þurft að læra að kunna að meta þær. Þar alltaf skreytt með sama hætti, silfrið fægt og sömu sortirnar bakaðar. Það er auðvitað mjög sjarmerandi. En fyrir mér eru náttföt, spil og afgangar á jóladag mjög góð hefð.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? „Someday at Christmas með Stevie Wonder. Það snertir alltaf einhverja strengi í mér. En af íslensku jólalögunum finnst mér mörg góð og er fyrir þessi jól búin að hlusta mikið á plötuna Fimm mínútur í jól með LÓN. Það er stórkostleg plata þar sem Valdimar syngur mörg af mínum uppáhalds jólalögum í nýjum búningi. Mæli mjög mikið með!“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Mér finnst The Holiday alltaf dásamleg og horfi alltaf á hana fyrir jólin. En svo horfði ég á The Grinch með þriggja ára stráknum mínum núna í vikunni og var þá líka minnt á það hvað það er frábær mynd. Svo auðvitað Elf. Svo margar skemmtilegar jólamyndir til!“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Í æsku vorum við alltaf með hamborgarhrygg á jólunum en svo fyrir nokkrum árum hætti ég að borða kjöt og hef síðan þá verið með sveppawellington sem mér finnst alveg ótrúlega gott. Nú er staðan reyndar sú að ég er komin 6 mánuði á leið og hef einhverra hluta vegna kreivað kjöt alla meðgönguna svo hugsanlega verður kjöt á boðstólnum þessi jólin. Þá verður það að öllum líkindum kalkúnn.“ View this post on Instagram A post shared by Ingileif Friðriksdóttir (@ingileiff) Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Mig vantar í raun ekkert en eitthvað sætt á nýja heimilið myndi alltaf hitta í mark.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Að heyra í kirkjuklukkunum þegar klukkan slær sex með ilminn af matnum úr eldhúsinu í mínu fínasta pússi og öll fjölskyldan er komin saman við matarborðið. Þá eru jólin komin.“ View this post on Instagram A post shared by Ingileif Friðriksdóttir (@ingileiff) Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Við fjölskyldan vorum að flytja í draumahúsið okkar sem við höfum verið að gera upp síðustu vikur og ætlum að halda jólin hér heima í ár. Hér er allt að smella og jólaskraut komið upp svo við getum ekki beðið eftir að halda okkar eigin jól hér. Við vorum reyndar saman heima fjölskyldan í fyrra en það var vegna þess að við fengum covid og neyddumst til þess. En núna ætlum við að gera það af alvöru og bjóða mömmum og ömmum heim í notalegheit á aðfangadag. Svo við erum öll alveg ótrúlega spennt fyrir því.“ Jólamolar Jól Jólamatur Jólalög Tengdar fréttir Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Lífskúnstnerinn og gleðigjafann Siggu Kling þarf vart að kynna en hún hefur spáð fyrir landsmönnum í mörg ár. Þessa dagana nýtur Sigga jólaljósanna, jólatónlistarinnar og samheldninnar sem ríkir á þessum árstíma. Hún segist jafnframt einbeita sér að því að setja jól í hverja einustu mínútu sem almættið færir henni. Sigga Kling er viðmælandi í Jólamola dagsins. 16. desember 2022 09:01 Borðuðu jólamatinn klukkan níu gjörsamlega búin á því Þingstörfin setja sinn svip á jólamánuðinn hjá Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún vonast þó til þess að ná að fara á nokkra jólatónleika, þá sérstaklega tónleika sona hennar. Hún er vanaföst þegar kemur að jólunum og setur jólaskrautið alltaf á nákvæmlega sama stað. Katrín er viðmælandi í Jólamola dagsins. 15. desember 2022 09:00 „Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, elskar jólin en er ekki of upptekinn af hefðum. Hann heldur þó mikið upp á möndlugrautinn og er hann tilbúinn að beita brögðum til þess að næla sér í möndluna. Gústi er viðmælandi í Jólamola dagsins. 14. desember 2022 09:00 Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir elskar að gefa jólagjafir. Sjálf veit hún ekki hvað hana langar í, þar sem hana skortir ekkert. Hún segir þó að gjafabréf upp í flug myndi alltaf nýtast henni vel þar sem hún ferðast mikið. Lína Birgitta er viðmælandi í Jólamola dagsins. 13. desember 2022 09:01 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Jólabrandarar Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég er klárlega meiri Elf. Mér finnst jólin dásamlegur tími og þykir alltaf jafn vænt um að verja honum með fjölskyldunni.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ætli það sé ekki þegar við María konan mín fórum til Taílands yfir jól og áramót 2018-19 að heimsækja pabba minn og konuna hans. Því aðfangadagskvöldi mun ég að minnsta kosti seint gleyma. Þar lentum við í vægast sagt óvæntri atburðarás þar sem við héldum að við værum að fara á hefðbundið jólahlaðborð að íslenskum sið sem reyndist svo vera Taílenskt buffet þar sem gógó-dansarar sungu og dönsuðu við Sweet Caroline þegar klukkan sló sex. Það var svo stórkostlega súrrealískt. Það voru mjög óhefðbundin jól en þetta var dásamleg ferð, líklega sú besta sem ég hef farið.“ View this post on Instagram A post shared by Ingileif Friðriksdóttir (@ingileiff) Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „María gaf mér miða á Adele tónleika fyrir nokkrum árum sem var mjög eftirminnileg gjöf. Hún og vinkonur hennar höfðu nokkrum vikum áður ætlað að panta miða saman þegar miðasalan opnaði en það seldist allt upp á örfáum mínútum og engin þeirra fékk miða. Eða það hélt ég að minnsta kosti. Svo kom í ljós á aðfangadagskvöld að María hafði verið sú eina sem fékk miða á tónleikana og bauð mér út til London til að sjá þessa stórkostlegu söngkonu. Það var mjög skemmtileg og eftirminnileg ferð svo sú jólagjöf hitti klárlega í mark. Svo hefur það reyndar gerst nokkrum sinnum að við María höfum gefið hvorri annarri sömu gjöfina. Við erum mjög samstillt hjón, en stundum einum of. Það hefur þrisvar gerst að við gefum sömu gjöfina á aðfangadagskvöld, jafnvel þegar við höfum talið okkur vera mjög frumlegar. En það er alltaf jafn fyndið.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Einu sinni fékk ég McDonalds dót í jólagjöf frá vinkonu. Það var á þeim tíma sem McDonalds var enn hér á Íslandi og við höfðum farið þangað saman og fengið sama dótið. Skömmu síðar var hennar dót í jólapakkanum til mín. Það var að minnsta kosti eftirminnilegt.“ View this post on Instagram A post shared by Ingileif Friðriksdóttir (@ingileiff) Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Ég er almennt ekkert rosalega mikið fyrir hefðir og á það til að brjóta þær allar. En svo giftist ég inn í fjölskyldu sem tekur jólahefðum mjög alvarlega og hef þurft að læra að kunna að meta þær. Þar alltaf skreytt með sama hætti, silfrið fægt og sömu sortirnar bakaðar. Það er auðvitað mjög sjarmerandi. En fyrir mér eru náttföt, spil og afgangar á jóladag mjög góð hefð.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? „Someday at Christmas með Stevie Wonder. Það snertir alltaf einhverja strengi í mér. En af íslensku jólalögunum finnst mér mörg góð og er fyrir þessi jól búin að hlusta mikið á plötuna Fimm mínútur í jól með LÓN. Það er stórkostleg plata þar sem Valdimar syngur mörg af mínum uppáhalds jólalögum í nýjum búningi. Mæli mjög mikið með!“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Mér finnst The Holiday alltaf dásamleg og horfi alltaf á hana fyrir jólin. En svo horfði ég á The Grinch með þriggja ára stráknum mínum núna í vikunni og var þá líka minnt á það hvað það er frábær mynd. Svo auðvitað Elf. Svo margar skemmtilegar jólamyndir til!“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Í æsku vorum við alltaf með hamborgarhrygg á jólunum en svo fyrir nokkrum árum hætti ég að borða kjöt og hef síðan þá verið með sveppawellington sem mér finnst alveg ótrúlega gott. Nú er staðan reyndar sú að ég er komin 6 mánuði á leið og hef einhverra hluta vegna kreivað kjöt alla meðgönguna svo hugsanlega verður kjöt á boðstólnum þessi jólin. Þá verður það að öllum líkindum kalkúnn.“ View this post on Instagram A post shared by Ingileif Friðriksdóttir (@ingileiff) Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Mig vantar í raun ekkert en eitthvað sætt á nýja heimilið myndi alltaf hitta í mark.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Að heyra í kirkjuklukkunum þegar klukkan slær sex með ilminn af matnum úr eldhúsinu í mínu fínasta pússi og öll fjölskyldan er komin saman við matarborðið. Þá eru jólin komin.“ View this post on Instagram A post shared by Ingileif Friðriksdóttir (@ingileiff) Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Við fjölskyldan vorum að flytja í draumahúsið okkar sem við höfum verið að gera upp síðustu vikur og ætlum að halda jólin hér heima í ár. Hér er allt að smella og jólaskraut komið upp svo við getum ekki beðið eftir að halda okkar eigin jól hér. Við vorum reyndar saman heima fjölskyldan í fyrra en það var vegna þess að við fengum covid og neyddumst til þess. En núna ætlum við að gera það af alvöru og bjóða mömmum og ömmum heim í notalegheit á aðfangadag. Svo við erum öll alveg ótrúlega spennt fyrir því.“
Jólamolar Jól Jólamatur Jólalög Tengdar fréttir Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Lífskúnstnerinn og gleðigjafann Siggu Kling þarf vart að kynna en hún hefur spáð fyrir landsmönnum í mörg ár. Þessa dagana nýtur Sigga jólaljósanna, jólatónlistarinnar og samheldninnar sem ríkir á þessum árstíma. Hún segist jafnframt einbeita sér að því að setja jól í hverja einustu mínútu sem almættið færir henni. Sigga Kling er viðmælandi í Jólamola dagsins. 16. desember 2022 09:01 Borðuðu jólamatinn klukkan níu gjörsamlega búin á því Þingstörfin setja sinn svip á jólamánuðinn hjá Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún vonast þó til þess að ná að fara á nokkra jólatónleika, þá sérstaklega tónleika sona hennar. Hún er vanaföst þegar kemur að jólunum og setur jólaskrautið alltaf á nákvæmlega sama stað. Katrín er viðmælandi í Jólamola dagsins. 15. desember 2022 09:00 „Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, elskar jólin en er ekki of upptekinn af hefðum. Hann heldur þó mikið upp á möndlugrautinn og er hann tilbúinn að beita brögðum til þess að næla sér í möndluna. Gústi er viðmælandi í Jólamola dagsins. 14. desember 2022 09:00 Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir elskar að gefa jólagjafir. Sjálf veit hún ekki hvað hana langar í, þar sem hana skortir ekkert. Hún segir þó að gjafabréf upp í flug myndi alltaf nýtast henni vel þar sem hún ferðast mikið. Lína Birgitta er viðmælandi í Jólamola dagsins. 13. desember 2022 09:01 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Jólabrandarar Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Lífskúnstnerinn og gleðigjafann Siggu Kling þarf vart að kynna en hún hefur spáð fyrir landsmönnum í mörg ár. Þessa dagana nýtur Sigga jólaljósanna, jólatónlistarinnar og samheldninnar sem ríkir á þessum árstíma. Hún segist jafnframt einbeita sér að því að setja jól í hverja einustu mínútu sem almættið færir henni. Sigga Kling er viðmælandi í Jólamola dagsins. 16. desember 2022 09:01
Borðuðu jólamatinn klukkan níu gjörsamlega búin á því Þingstörfin setja sinn svip á jólamánuðinn hjá Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún vonast þó til þess að ná að fara á nokkra jólatónleika, þá sérstaklega tónleika sona hennar. Hún er vanaföst þegar kemur að jólunum og setur jólaskrautið alltaf á nákvæmlega sama stað. Katrín er viðmælandi í Jólamola dagsins. 15. desember 2022 09:00
„Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, elskar jólin en er ekki of upptekinn af hefðum. Hann heldur þó mikið upp á möndlugrautinn og er hann tilbúinn að beita brögðum til þess að næla sér í möndluna. Gústi er viðmælandi í Jólamola dagsins. 14. desember 2022 09:00
Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir elskar að gefa jólagjafir. Sjálf veit hún ekki hvað hana langar í, þar sem hana skortir ekkert. Hún segir þó að gjafabréf upp í flug myndi alltaf nýtast henni vel þar sem hún ferðast mikið. Lína Birgitta er viðmælandi í Jólamola dagsins. 13. desember 2022 09:01