Sport

Dag­skráin í dag: Allt undir í Vestur­bænum og Þor­láks­höfn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KR-ingar þurfa á sigri að halda.
KR-ingar þurfa á sigri að halda. Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Tveir stórleikir í Subway deild karla í körfubolta og Tilþrifin að þeim loknu. Þá er Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá sem og Blast Premier 2022.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.00 er Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá, þar verður farið yfir síðustu umferð í Subway deild kvenna.

Klukkan 18.05 er leikur KR og Tindastóls í Subway deild karla á dagskrá. KR-ingar hafa aðeins unnið einn deildarleik til þessa og mega ekki við tapi í kvöld. Sömu sögu er að segja af leiknum sem er klukkan 20.05. Þá tekur Þór Þorlákshöfn á móti Stjörnunni í leik sem heimaliðið verður að vinna.

Klukkan 22.00 eru Tilþrifin á dagskrá.

Stöð 2 Golf

Klukkan 08.30 er AfrAsia Bank Mauritius Open mótið í golfi á dagskrá, það er hluti af DP heimsmótaröðinni.

Stöð 2 Esport

Dagskráin byrjar heldur betur snemma en upphitun fyrir dag tvö í heimsúrslitum Blast Premier 2022 hefst klukkan 05.45 og fyrsti leikur í útsláttarkeppni hefst klukkan 06.00. Svo er keppt klukkan 08.00, 12.30 og 15.30.



Gameveran er svo á sínum stað klukkan 21.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×