Lífið

Yfir fjöru­tíu kíló farin eftir sýndar­maga­bands­dá­leiðslu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll heillaðist mikið af dáleiðslu fyrir nokkrum árum. 
Páll heillaðist mikið af dáleiðslu fyrir nokkrum árum. 

Þættirnir Afbrigði eru í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 á dögunum en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Í síðasta þætti var fjallað um dáleiðslu og rætt við dávalda sem fóru það hvernig dáleiðsla sé í raun og veru.

Rætt var til að mynda við Páll Árnason hefur góða reynslu af dáleiðslu og til að mynda gat hann hætt á þunglyndislyfjum eftir dáleiðslumeðferð en sú ákvörðun var tekin í samráði við lækni. Hann hafði glímt við sjúkdóminn frá árinu 2005. Páll heillaðist svo af dáleiðslu að hann ákvað sjálfur að læra fagið, en þetta var árið 2018. Dáleiðsla hjálpaði honum einnig við það að missa um fjörutíu kíló með það sem hann kallar sýndarmagabandsdáleiðslu. Páll fór í slíka dáleiðslu hjá dávaldinum Jóni Víði.

„Heilinn er í raun og veru plataður og fenginn til að trúa því í raun og veru að ég hafi farið í aðgerð þar sem maginn var minnkaður. Það varð svo til þess að ég gat borðað minna á eftir. Bara þrjár máltíðir á dag, minna á diskinn í einu og ég er búinn að léttast yfir fjörutíu kíló eftir það,“ segir Páll en hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Klippa: Yfir fjöru­tíu kíló farin eftir sýndar­maga­bands­dá­leiðslu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×