Lægðin færir höfuðborgarbúum líkast til hvít jól Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2022 15:32 Svona gæti höfuðborgin litið út í morgunsárið. Vísir/Vilhelm Lægð nálgast nú óðfluga vestur af landinu sem Veðurstofan varar við vegna strekkings suðaustanáttar og snjókomu. Útlit er fyrir að kuldakastið, sem verið hefur, muni vara áfram næsta hálfa mánuðinn. Snjókoman sem fylgir lægðinni í kvöld er verður þannig þess valdandi að höfuðborgarbúar og fleiri vestan til á landinu fá að öllum líkindum hvít jól. Nýjustu spár gera ráð fyrir talsverðri snjókomu víða á Suður- og Vesturlandi í kvöld og nótt og eru gular viðvaranir í gildi fyrir svæðið. Búast má við versnandi akstursskilyrðum, sér í lagi á fjallvegum. „Það er lægð núna skammt vestur af landinu sem dregur til sín raka og það er útlit fyrir að snjói á vestanverðu landinu í kvöld og nótt og þar með talið höfuðborgarsvæðinu. Það er óvissa með það hversu mikil ákefð verður í þessu en þetta gæti valdið erfiðum akstursskilyrðum,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur. Kuldakastið sem hefur einkennt veðrið undanfarna daga er síst á förum að sögn Daníels sem bendir á að hörkufrost sé í kortunum næsta hálfa mánuðinn. Daníel segir að jólaveðrið sé farið að taka á sig mynd og líklegt sé að víðast hvar á landinu verði hvít jól, meira að segja á höfuðborgarsvæðinu. „Við reiknum með að sá snjór sem fellur í kvöld og nótt - og það þarf nú ekki mikið til að verða smá föl - að hann haldi sér líklega fram að jólum en svo veit maður aldrei, það gæti alltaf myndast einhver önnur svipuð smálægð eins og er núna skammt vestur af en það er allavega þá útlit fyrir hvít jól einfaldlega vegna þess að það er ekki gert ráð fyrir neinum hlýindum fram að jólum.“ Veður Tengdar fréttir Allur Vestmannaeyjabær þakinn snjó Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er. 16. desember 2022 11:45 Gular viðvaranir suðvestanlands vegna vinds og snjókomu Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suðvestanverðu landinu vegna suðaustanáttar og snjókomu. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun. 16. desember 2022 10:35 Snjókoma væntanleg í nótt og á morgun Miklu frosti er spáð á landinu í dag og getur frost orðið meira en tuttugu stig í innsveitum. Þá gæti ofankoma gert vart við sig. 16. desember 2022 09:22 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Nýjustu spár gera ráð fyrir talsverðri snjókomu víða á Suður- og Vesturlandi í kvöld og nótt og eru gular viðvaranir í gildi fyrir svæðið. Búast má við versnandi akstursskilyrðum, sér í lagi á fjallvegum. „Það er lægð núna skammt vestur af landinu sem dregur til sín raka og það er útlit fyrir að snjói á vestanverðu landinu í kvöld og nótt og þar með talið höfuðborgarsvæðinu. Það er óvissa með það hversu mikil ákefð verður í þessu en þetta gæti valdið erfiðum akstursskilyrðum,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur. Kuldakastið sem hefur einkennt veðrið undanfarna daga er síst á förum að sögn Daníels sem bendir á að hörkufrost sé í kortunum næsta hálfa mánuðinn. Daníel segir að jólaveðrið sé farið að taka á sig mynd og líklegt sé að víðast hvar á landinu verði hvít jól, meira að segja á höfuðborgarsvæðinu. „Við reiknum með að sá snjór sem fellur í kvöld og nótt - og það þarf nú ekki mikið til að verða smá föl - að hann haldi sér líklega fram að jólum en svo veit maður aldrei, það gæti alltaf myndast einhver önnur svipuð smálægð eins og er núna skammt vestur af en það er allavega þá útlit fyrir hvít jól einfaldlega vegna þess að það er ekki gert ráð fyrir neinum hlýindum fram að jólum.“
Veður Tengdar fréttir Allur Vestmannaeyjabær þakinn snjó Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er. 16. desember 2022 11:45 Gular viðvaranir suðvestanlands vegna vinds og snjókomu Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suðvestanverðu landinu vegna suðaustanáttar og snjókomu. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun. 16. desember 2022 10:35 Snjókoma væntanleg í nótt og á morgun Miklu frosti er spáð á landinu í dag og getur frost orðið meira en tuttugu stig í innsveitum. Þá gæti ofankoma gert vart við sig. 16. desember 2022 09:22 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Allur Vestmannaeyjabær þakinn snjó Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er. 16. desember 2022 11:45
Gular viðvaranir suðvestanlands vegna vinds og snjókomu Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suðvestanverðu landinu vegna suðaustanáttar og snjókomu. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun. 16. desember 2022 10:35
Snjókoma væntanleg í nótt og á morgun Miklu frosti er spáð á landinu í dag og getur frost orðið meira en tuttugu stig í innsveitum. Þá gæti ofankoma gert vart við sig. 16. desember 2022 09:22
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent