Saman getum við spornað gegn félagslegri einangrun með náungakærleik og góðvild Karen Björg Jóhannsdóttir skrifar 17. desember 2022 08:00 Vinaverkefni Rauða krossins er eitt af elstu verkefnunum hjá hreyfingunni hér á landi, en þetta verkefni hefur verið starfrækt í rúm 20 ár. Félagsleg einangrun er alvarlegt samfélagsmein og eitt af meginverkefnum vinaverkefnanna er að sporna gegn henni með því að veita félagsskap, nærveru og samveru, en góð félagsleg tengsl eru forsenda fyrir góðri heilsu og vellíðan einstaklinga. Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Félagsleg samskipti hafa mikil áhrif á heilsu, líðan og jafnvel lífslíkur einstaklinga. Þess vegna er alltaf ástæða til að ítreka mikilvægi þess að efla tengsl í samfélaginu og leggja enn frekari áherslu á mikilvægi þess að vinna gegn félagslegri einangrun. Það þarf einnig að skapa aðstæður þar sem unnið er sérstaklega með viðkvæma hópa samfélagsins, sem eru í meiri hættu en aðrir á að einangrast. Einmanaleiki getur leitt til þess að fólk dragi sig smátt og smátt í hlé og missi tengsl sín við samfélagið í kringum sig. Sumir einstaklingar eiga auðvelt með að brjótast út úr sinni félagslegu einangrun upp á eigin spýtur, en hinsvegar hafa ekki allir tök á því og þar af leiðandi er mikilvægt að meðvitund sé um þau úrræði sem í boði eru með tilliti til þess hver þörfin er hjá viðkomandi. Það er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum til þess að auka félagslega virkni og þar með draga úr einmanaleika. Af þeirri ástæðu eru útfærslur vinaverkefna Rauða krossins af ýmsu tagi, en inntakið í verkefnunum er það að vinir verkefnanna eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- eða hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur verið allt frá spjalli, gönguferð eða ökuferð yfir í upplestur, aðstoð við handavinnu o.s.frv. Vinaverkefni Rauða krossins eru tilvalin leið til valdeflingar fyrir þá einstaklinga sem upplifa félagslega einangrun. Valdeflingu er fyrst og fremst ætlað að bæta innri líðan þeirra sem þurfa á hverskyns aðstoð að halda svo að einstaklingar upplifi að þeir hafi vald yfir þeirra eigin lífi. Lykilorð valdeflingar eru t.d. persónulegur stuðningur, jafnræði og virðing. Tíminn sem er að ganga í garð getur verið erfiður tími fyrir marga og því er mikilvægt að við tökum eftir fólkinu í kringum okkur og stöldrum við. Manneskjan hefur þörf fyrir félagslega þátttöku og virkni. Því er mikilvægt að vera í heilbrigðu samneyti við aðra, sem vekur góðar og jákvæðar tilfinningar, ásamt því að vera sjálfur gefandi í samfélaginu. Samstaða og samfélag með öðru fólki gefur lífsfyllingu og við getum verið sammála um að við viljum búa í samfélagi þar sem velvilji og náungakærleikur ríkir. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni@redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Þar er alltaf opið, líka yfir hátíðirnar. Einnig minnum við á Píeta samtökin, en þau vinna að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Svarað er í síma allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Félagasamtök Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vinaverkefni Rauða krossins er eitt af elstu verkefnunum hjá hreyfingunni hér á landi, en þetta verkefni hefur verið starfrækt í rúm 20 ár. Félagsleg einangrun er alvarlegt samfélagsmein og eitt af meginverkefnum vinaverkefnanna er að sporna gegn henni með því að veita félagsskap, nærveru og samveru, en góð félagsleg tengsl eru forsenda fyrir góðri heilsu og vellíðan einstaklinga. Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Félagsleg samskipti hafa mikil áhrif á heilsu, líðan og jafnvel lífslíkur einstaklinga. Þess vegna er alltaf ástæða til að ítreka mikilvægi þess að efla tengsl í samfélaginu og leggja enn frekari áherslu á mikilvægi þess að vinna gegn félagslegri einangrun. Það þarf einnig að skapa aðstæður þar sem unnið er sérstaklega með viðkvæma hópa samfélagsins, sem eru í meiri hættu en aðrir á að einangrast. Einmanaleiki getur leitt til þess að fólk dragi sig smátt og smátt í hlé og missi tengsl sín við samfélagið í kringum sig. Sumir einstaklingar eiga auðvelt með að brjótast út úr sinni félagslegu einangrun upp á eigin spýtur, en hinsvegar hafa ekki allir tök á því og þar af leiðandi er mikilvægt að meðvitund sé um þau úrræði sem í boði eru með tilliti til þess hver þörfin er hjá viðkomandi. Það er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum til þess að auka félagslega virkni og þar með draga úr einmanaleika. Af þeirri ástæðu eru útfærslur vinaverkefna Rauða krossins af ýmsu tagi, en inntakið í verkefnunum er það að vinir verkefnanna eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- eða hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur verið allt frá spjalli, gönguferð eða ökuferð yfir í upplestur, aðstoð við handavinnu o.s.frv. Vinaverkefni Rauða krossins eru tilvalin leið til valdeflingar fyrir þá einstaklinga sem upplifa félagslega einangrun. Valdeflingu er fyrst og fremst ætlað að bæta innri líðan þeirra sem þurfa á hverskyns aðstoð að halda svo að einstaklingar upplifi að þeir hafi vald yfir þeirra eigin lífi. Lykilorð valdeflingar eru t.d. persónulegur stuðningur, jafnræði og virðing. Tíminn sem er að ganga í garð getur verið erfiður tími fyrir marga og því er mikilvægt að við tökum eftir fólkinu í kringum okkur og stöldrum við. Manneskjan hefur þörf fyrir félagslega þátttöku og virkni. Því er mikilvægt að vera í heilbrigðu samneyti við aðra, sem vekur góðar og jákvæðar tilfinningar, ásamt því að vera sjálfur gefandi í samfélaginu. Samstaða og samfélag með öðru fólki gefur lífsfyllingu og við getum verið sammála um að við viljum búa í samfélagi þar sem velvilji og náungakærleikur ríkir. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni@redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Þar er alltaf opið, líka yfir hátíðirnar. Einnig minnum við á Píeta samtökin, en þau vinna að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Svarað er í síma allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun