Glódís Perla Viggósdóttir er fastamaður hjá þýska stórveldinu Bayern München sem og íslenska landsliðinu. Hún sem lék lengi vel sem miðjumaður var færð niður í miðvörð þegar hún var í U-17 ára landsliðinu. Ákvörðun sem hún sér ekki eftir í dag. Leikurinn minn í mínum orðum er viðtalssería þar sem farið verður yfir hvað fer í gegnum höfuðið á íþróttafólki þegar það spilar leikinn sem það elskar. Hvernig sér það leikinn og af hverju sér það leikinn á þann hátt? Knattspyrnukona ársins 2022 reynir að svara þeim spurningum hér að neðan. Glódís Perla Viggósdóttir [27 ára miðvörður, Bayern München | 108 A-landsleikir, 8 mörk] Glódís Perla er skilgreiningin á því sem kalla má nútíma-miðvörð. Hún er góð á boltann, yfirveguð og með góðar sendingar, bæði stuttar sem og langar. Er uppalin hjá HK og hóf meistaraflokks feril sinn með HK/Víking. Þaðan fór hún í Stjörnuna og varð Íslandsmeistari áður en haldið var til Svíþjóðar. Þar lék hún með Eskilstuna United og Rosengård þar sem hún varð meistari. Sumarið 2021 gekk hún svo í raðir Bayern München. Glódís Perla í leik gegn Barcelona á dögunum.Xavi Bonilla/Getty Images „Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var um átta ára gömul. Var alltaf í vörn til að byrja með en var komin upp á miðjuna í 4. flokki. Var 14 ára gömul þegar ég var tekin inn í meistaraflokk HK/Víkings, þá sem miðjumaður. Spilaði þar líka með yngri landsliðunum, þó aftarlega á miðjunni þar sem ég var engin 10a.“ „Láki færði mig niður í miðvörð og ég hef verið þar síðan“ Sumarið 2011 spilaði Glódís Perla sem sóknarmaður hjá HK/Víking. Skoraði hún 14 af 28 mörkum liðsins í 1. deildinni það sumarið. „Það vantaði sóknarmann og ég hljóp hratt. Þetta var í 1. deildinni svo miðverðirnir í hinum liðunum voru ekkert rosalega hraðir. Endaði vel, ég skoraði mikið af mörkum.“ „Það gerði það enginn,“ sagði Glódís Perla hlæjandi hvort enginn hafi reynt að breyta henni í framherja eftir það. Á endanum var það Þorlákur Árnason, þáverandi þjálfari U-17 ára landsliðs kvenna sem ákvað að setja Glódísi Perlu í miðvörðinn. „Hann sagði að ég gæti orðið allt í lagi miðjumaður en frábær miðvörður, eins og ég man þetta. Hann færði mig niður í miðvörð og ég hef verið þar síðan.“Gualter Fatia/Getty Images „Frekar róleg og yfirveguð á vellinum“ „Alltaf erfitt að lýsa manni sjálfum sem leikmanni en ég myndi segja að ég væri frekar róleg og yfirveguð á vellinum. Er róleg á boltanum, tala mikið og hjálpa leikmönnunum í kringum mig. Eftir því sem ég best man hef ég alltaf verið þannig en þegar ég áttaði mig á að þetta væri einn af mínum styrkleikum reyndi ég að þróa þetta enn frekar.“ Glódís Perla í leik gegn Bayern með Rosengård en hún spilar með Bayern í dag.Matthias Balk/Getty Images „Varð mun betri með boltann eftir að ég fór til Svíþjóðar. Var fín þegar ég var hjá Stjörnunni en bætti mig ótrúlega mikið í stutta spilinu í Svíþjóð. Þar var meiri áhersla á að halda í boltann, það snerist allt um stuttar sendingar og possession. Á Íslandi fengu löngu sendingarnar mínar að njóta sín en svo þegar ég fór til Svíþjóðar þurfti ég að aðlagast hvernig fótbolti er spilaður þar.“ „Láki var með uppspils-æfingar og ýmsar útfærslur hjá Stjörnunni en í Svíþjóð snerist þetta meira um stuttar sendingar og við áttum sjálfar að finna lausnir sjálfar.“ „Áttaði mig ekki á þessum styrkleika – að líða vel með boltann undir pressu og geta fundið lausnir – því ég vildi alltaf fá boltann en mér fór að líða enn betur undir pressu. Gaf frekar stuttar sendingar í þessum hraðari og stærri leikjum þar sem ég hefði áður fyrr farið í langan bolta og passað að gera ekki mistök.“ „Ég held ég sé frekar róleg og yfirveguð manneskja. Hef alltaf verið frekar lausnamiðuð. Ef það er eitthvað að þá langar mig alltaf að finna lausn. Veit ekki hvort það sé styrkleiki en ég er mjög forvitin og langar alltaf að finna lausnir.“ „Með fullt af veikleikum“ „Ég er með fullt af veikleikum. Er mjög hörð við sjálfa mig, sem getur verið veikleiki inn á vellinum. Virka kannski róleg og yfirveguð en ef ég er að eiga slæman dag get ég verið mjög hörð við sjálfa mig, sem hjálpar ekki. Er orðin töluvert betri í að meðhöndla þetta í dag en þetta er eitthvað sem ég hef þurft að vinna í.“ „Reynslan hjálpar, get einbeitt mér að öðrum hlutum og er ekki að hugsa of mikið um þessi einu mistök. Það hefur hjálpað mér að tala og stýra leikmönnum, þá gleymir maður þessum mistökunum.“ „Ég er miklu harðari við sjálfa mig heldur en aðra. Það er það helsta sem mér dettur í hug varðandi veikleika.“Vísir/Vilhelm Varðandi fyrirliðabandið og að vera fyrirliði Glódís Perla bar fyrirliðabandið þegar hún var í yngri landsliðum Íslands. Þá var hún varafyrirliði Rosengård og er nú komin í leiðtogahóp hjá Bayern. Story about FC Bayern Frauen in German newspaper BILD today The team council, consisting of Lina Magull, Sarah Zadrazil, Glodis Viggosdottir and Sydney Lohmann, have addressed concerns about the team s upcoming trip to Mexico in January 2023. pic.twitter.com/rWkY3M8NYH— German Women s Football (@bundesliga_f) December 14, 2022 „Það er mikill heiður að vera með bandið en það breytir því ekki hvernig ég spila. Ég finn alveg sömu ábyrgð hvort sem ég er með bandið eða ekki. Tek sömu ábyrgð sama hvað.“ Glódís Perla og Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands.Vísir/Vilhelm Þriggja eða fjögurra manna varnarlína? „Við erum búnar að spila bæði hjá Bayern undanfarið. Persónulega finnst mér fjögurra manna vörn bæði betri og skemmtilegri. Líður eins og maður verði varnarsinnaðri í þriggja manna vörn, veit ekki hvort það tengist liðunum sem ég hef verið í en við endum með mikið af leikmönnum í kringum hitt liðið frekar en að vera inn á milli línanna.“ Glódís Perla hefur spilað allar þrjár stöðurnar í þriggja manna vörn; vinstri, hægri og miðju. „Þessi miðju-staða í þriggja manna, eina sem maður gerir er að senda til hliðar. Finnst mun skemmtilegra að bera boltann upp völlinn og spila á milli lína. Ef þú ert hægra eða vinstra megin færðu að fara í tæklingar og ert meira á fremri fæti [e. on the front foot]. Þegar þú ert fyrir miðju þá er það á þinni ábyrgð ef eitthvað lekur í gegn, ert bara eins og sweeper.“ „Við spiluðum með þriggja manna línu í landsliðinu þegar Freyr [Alexandersson] var að þjálfa og ég spilaði þetta með bæði Eskilstuna og Rosengård. Fékk nýjan þjálfara í sumar, hinn norska Alexander Straus, og hann vildi spila 3-4-3. Við reyndum það lengi en það gekk ekki upp.“ Alexander Straus og hugmyndafræði hans á vel við Glódísi Perlu.Sebastian Widmann/Getty Images „Þjóðverjinn spilar bara maður á mann í vörn“ „Straus vildi spila 3-4-3 með áherslu á að halda í boltann, var með tvær 10ur og einn framherja. Sóknarlega gekk það fínt en varnarlega endaði þetta á að við gátum ekki hápressað og vorum alltaf í lágpressu. Það þýddi að við vorum með fimm í vörn sem er tilgangslaust að mínu mati.“ „Þjóðverjinn spilar bara maður á mann í vörn; þegar bakvörður fer hátt þá eltir kantmaðurinn alla leið. Það þýddi að 3-4-3 leikkerfið okkar passaði ekki við 4-3-3 kerfi andstæðinganna og það fór allt í rugl.“ Glódís Perla vill helst vera hluti af fjögurra manna línu en skiptir það máli hvernig liðinu er stillt upp fyrir framan hana? „Í rauninni ekki, er bara hrifin af því að vera með leikmenn sem vilja fá boltann, hvort sem það er í svæði eða í lappir. Að geta gert bæði er mikill kostur. Í fullkomnum heimi er líklega betra að vera með eina 6u en þetta er bara útfærsluatriði finnst mér. Hvort sem þú vilt að báðar 6urnar séu að koma og sækja boltann eða að miðvörðurinn beri upp boltann, þá fara 6urnar sjálfkrafa ofar.“ „Í félagsliði er miklu styttra á milli leikmanna“ Glódís Perla var spurð nánar út í uppspil og þær gríðarlegu breytingar sem hafa orðið á þeim hluta leiksins á undanförnum árum. „Er frjálst hjá Bayern, megum gera það sem við viljum þegar við erum með boltann. Straus vill helst að þær sem spila frammi séu fljótandi og mikið að skipta um stöður.“ „Það er í rauninni ekkert sem er bannað, sem er mjög gaman.“vísir/Getty „Landsliðinu líður ekki jafn vel með boltann og Bayern, það getur því oft verið erfiðara að leysa pressu eða finna samherja þar sem möguleikarnir eru ekki jafn margir. Við höfum æft uppspil þar sem boltinn á að fara frá A til B til C og enda hjá D. Hef aldrei lent í að æfa þannig uppspil á æfingu og svo gerist það nákvæmlega þannig í leik. Held við séum aðeins farin frá þessu A, B, C, D. Í staðinn erum við að reyna að hafa þetta leiklíkara þar sem við reynum sjálfar að leita í svæði eða okkur er bent á hvaða svæði eru opin.“ „Þetta er helsti munurinn á félagsliði og landsliði að mínu mati. Í félagsliði er styttra á milli leikmanna og þetta snýst frekar um að leysa boltann úr litlu svæði með stuttum sendingum á meðan í landsliðinu erum við oft að treysta á 30 metra sendingu til að brjóta línur. Það er getur verið erfitt í framkvæmd og ef við missum boltann erum við ekki endilega í stöðu til að vinna hann aftur.“ Af hverju? „Líður eins og þetta sé bara íslenskur fótbolti, finnst það alltaf hafa verið svona, er þó aðeins að breytast finnst mér sem er skemmtileg þróun. Bæði þjálfarinn minn í Rosengård [Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal í dag] og Straus hjá Bayern eru með yfirtölu-pælingar [e. overload].“ „Sama hjá hverjum boltinn er þá á hún að vera með möguleika báðum megin við pressuna og með að lágmarki þrjá valmöguleika. Við eigum að vera fleiri en varnarliðið í kringum boltann þannig að ef stutt sending misheppnast þá erum við í yfirtölu og getum unnið boltann aftur, sama hvar við erum á vellinum. Við eyðum miklum tíma í að drilla þetta á æfingum og myndbandsfundum en þetta heppnast þó ekki alltaf.“ Jonas Eidevall og Mikel Arteta, þjálfari karlaliðs Arsenal.Stuart MacFarlane/Getty Images „Finnst oft óskýrara hver á að stíga upp í senterinn þegar maður er í þriggja manna vörn“ „Snýst allt um útfærslu, ef þú ert með tvo framherja en annar fer mikið niður völlinn til að fá boltann þá er þetta alveg eins og að spila gegn einum framherja,“ segir Glódís Perla um muninn á að spila gegn einum eða tveimur framherjum. „Ef hitt liðið er með tvo framherja þá þurfa samskiptin okkar við miðjumennina að vera betri. Þarf að láta vita þegar framherjinn dregur sig niður og inn í svæðið þar sem miðjumennirnir eru. Maður eltir upp að vissu marki, sérstaklega ef þú getur unnið boltann en maður má ekki láta teyma sig út úr stöðu.“ „Finnst oft óskýrara hver á að stíga upp í senterinn þegar maður er í þriggja manna vörn. Það myndast óvissa og annað hvort fara tvær eða engin. Gæti líka verið hræðsla því manni líður oft eins og maður sé einum færri þegar það eru þrjár í vörn en ekki fjórar. Þá hikar maður aðeins. Auðveldara þegar við erum tvær í miðverði, er bara annað hvort eða.“ Glódís Perla eltir Vivianne Miedema en sú hefur skorað meira en 100 mörk fyrir Arsenal og 95 fyrir hollenska landsliðið.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hvað hefur breyst hjá Glódísi Perlu á undanförnum árum? „Er að mínu mati alltaf að verða betri í stutta spilinu. Líka betri í að meta hvenær á að spila stutt og hvenær langt. Hef mjög gaman að taktík og finnst gaman að pæla í hlutunum fyrir og eftir leik. Tel mig almennt frekar góða taktísktlega séð, helst mögulega í hendur við að tala mikið inn á vellinum.“ „Þetta var í rauninni drillað inn í mig í Svíþjóð því þar er allt taktískt. Allar æfingar og undirbúningur fyrir leik. Var alls ekki þannig þegar ég kom til Þýskalands, var algjörlega öfugt. Maður á mann, vinna einn á einn stöðuna í vörn og sókn, þá vinnur þú leikinn. Kom mér mjög á óvart þegar ég kom hingað.“ „Finn samt að ég hef þurft að bæta mig helling vegna þess hvernig þær hugsa varnarleik. Einstaklingurinn fær meiri ábyrgð sem getur verið gott í bland við gott taktískt upplegg.“ „Finnst ég vera að spila mun betur núna en ég gerði í fyrra“ „Ef þér líður eins og þjálfarinn treysti og hafi trú á þér þá spilar þú betur, held það sé þannig fyrir flesta leikmenn.“ „Þjóðverjinn getur verið rosalega ferkantaður. Í fyrra vorum við með þýskan þjálfara, ég var ekki aðdáandi hans og leið ekki eins og hann væri mjög hrifinn af því hvernig ég spilaði, þó hann hafi fengið mig til liðsins. Var ekki að spila illa en var þó ekki að spila upp á mitt besta og af sömu leikgleði og ég spila með í dag.“ Glódís Perla þakkar innkomu Straus fyrir það en hann breytti umhverfinu hjá Bayern töluvert. „Hann er mjög afslappaður og þægilegt að vera í kringum hann. Hann er líka með skemmtilegar hugmyndir og við erum á ákveðinni vegferð sem lið, sem er mjög skemmtilegt. Finnst ég vera að spila mun betur núna en ég gerði í fyrra með Bayern,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir að endingu. Glódís Perla í leik gegn Wolfsburg, helsta keppinaut Bayern í Þýskalandi.Silas Stein/Getty Images Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Leikurinn minn í mínum orðum Tengdar fréttir „Þetta var okkar leið og hún svínvirkaði“ Birkir Már Sævarsson var sóknarþenkjandi bakvörður áður en það komst í tísku. Hann reynir að taka hvern leik eins og hann kemur, sama hvort það sé gegn Leikni R. í Breiðholti eða Lionel Messi og félögum í Argentínu. 15. desember 2022 09:00 „Ef ég er ekki hamingjusöm þá er ég ekki að fara spila vel“ Dagný Brynjarsdóttir er án efa einn besti skallamaður sem Ísland hefur alið. Það gerðist hins vegar ekki af sjálfu sér. Það var ekki fyrr en hún var komin í háskóla í Bandaríkjunum sem þáverandi þjálfarinn hennar sagðist ætla að gera hana að einum besta skallamanni í heimi. 8. desember 2022 09:00 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport
Leikurinn minn í mínum orðum er viðtalssería þar sem farið verður yfir hvað fer í gegnum höfuðið á íþróttafólki þegar það spilar leikinn sem það elskar. Hvernig sér það leikinn og af hverju sér það leikinn á þann hátt? Knattspyrnukona ársins 2022 reynir að svara þeim spurningum hér að neðan. Glódís Perla Viggósdóttir [27 ára miðvörður, Bayern München | 108 A-landsleikir, 8 mörk] Glódís Perla er skilgreiningin á því sem kalla má nútíma-miðvörð. Hún er góð á boltann, yfirveguð og með góðar sendingar, bæði stuttar sem og langar. Er uppalin hjá HK og hóf meistaraflokks feril sinn með HK/Víking. Þaðan fór hún í Stjörnuna og varð Íslandsmeistari áður en haldið var til Svíþjóðar. Þar lék hún með Eskilstuna United og Rosengård þar sem hún varð meistari. Sumarið 2021 gekk hún svo í raðir Bayern München. Glódís Perla í leik gegn Barcelona á dögunum.Xavi Bonilla/Getty Images „Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var um átta ára gömul. Var alltaf í vörn til að byrja með en var komin upp á miðjuna í 4. flokki. Var 14 ára gömul þegar ég var tekin inn í meistaraflokk HK/Víkings, þá sem miðjumaður. Spilaði þar líka með yngri landsliðunum, þó aftarlega á miðjunni þar sem ég var engin 10a.“ „Láki færði mig niður í miðvörð og ég hef verið þar síðan“ Sumarið 2011 spilaði Glódís Perla sem sóknarmaður hjá HK/Víking. Skoraði hún 14 af 28 mörkum liðsins í 1. deildinni það sumarið. „Það vantaði sóknarmann og ég hljóp hratt. Þetta var í 1. deildinni svo miðverðirnir í hinum liðunum voru ekkert rosalega hraðir. Endaði vel, ég skoraði mikið af mörkum.“ „Það gerði það enginn,“ sagði Glódís Perla hlæjandi hvort enginn hafi reynt að breyta henni í framherja eftir það. Á endanum var það Þorlákur Árnason, þáverandi þjálfari U-17 ára landsliðs kvenna sem ákvað að setja Glódísi Perlu í miðvörðinn. „Hann sagði að ég gæti orðið allt í lagi miðjumaður en frábær miðvörður, eins og ég man þetta. Hann færði mig niður í miðvörð og ég hef verið þar síðan.“Gualter Fatia/Getty Images „Frekar róleg og yfirveguð á vellinum“ „Alltaf erfitt að lýsa manni sjálfum sem leikmanni en ég myndi segja að ég væri frekar róleg og yfirveguð á vellinum. Er róleg á boltanum, tala mikið og hjálpa leikmönnunum í kringum mig. Eftir því sem ég best man hef ég alltaf verið þannig en þegar ég áttaði mig á að þetta væri einn af mínum styrkleikum reyndi ég að þróa þetta enn frekar.“ Glódís Perla í leik gegn Bayern með Rosengård en hún spilar með Bayern í dag.Matthias Balk/Getty Images „Varð mun betri með boltann eftir að ég fór til Svíþjóðar. Var fín þegar ég var hjá Stjörnunni en bætti mig ótrúlega mikið í stutta spilinu í Svíþjóð. Þar var meiri áhersla á að halda í boltann, það snerist allt um stuttar sendingar og possession. Á Íslandi fengu löngu sendingarnar mínar að njóta sín en svo þegar ég fór til Svíþjóðar þurfti ég að aðlagast hvernig fótbolti er spilaður þar.“ „Láki var með uppspils-æfingar og ýmsar útfærslur hjá Stjörnunni en í Svíþjóð snerist þetta meira um stuttar sendingar og við áttum sjálfar að finna lausnir sjálfar.“ „Áttaði mig ekki á þessum styrkleika – að líða vel með boltann undir pressu og geta fundið lausnir – því ég vildi alltaf fá boltann en mér fór að líða enn betur undir pressu. Gaf frekar stuttar sendingar í þessum hraðari og stærri leikjum þar sem ég hefði áður fyrr farið í langan bolta og passað að gera ekki mistök.“ „Ég held ég sé frekar róleg og yfirveguð manneskja. Hef alltaf verið frekar lausnamiðuð. Ef það er eitthvað að þá langar mig alltaf að finna lausn. Veit ekki hvort það sé styrkleiki en ég er mjög forvitin og langar alltaf að finna lausnir.“ „Með fullt af veikleikum“ „Ég er með fullt af veikleikum. Er mjög hörð við sjálfa mig, sem getur verið veikleiki inn á vellinum. Virka kannski róleg og yfirveguð en ef ég er að eiga slæman dag get ég verið mjög hörð við sjálfa mig, sem hjálpar ekki. Er orðin töluvert betri í að meðhöndla þetta í dag en þetta er eitthvað sem ég hef þurft að vinna í.“ „Reynslan hjálpar, get einbeitt mér að öðrum hlutum og er ekki að hugsa of mikið um þessi einu mistök. Það hefur hjálpað mér að tala og stýra leikmönnum, þá gleymir maður þessum mistökunum.“ „Ég er miklu harðari við sjálfa mig heldur en aðra. Það er það helsta sem mér dettur í hug varðandi veikleika.“Vísir/Vilhelm Varðandi fyrirliðabandið og að vera fyrirliði Glódís Perla bar fyrirliðabandið þegar hún var í yngri landsliðum Íslands. Þá var hún varafyrirliði Rosengård og er nú komin í leiðtogahóp hjá Bayern. Story about FC Bayern Frauen in German newspaper BILD today The team council, consisting of Lina Magull, Sarah Zadrazil, Glodis Viggosdottir and Sydney Lohmann, have addressed concerns about the team s upcoming trip to Mexico in January 2023. pic.twitter.com/rWkY3M8NYH— German Women s Football (@bundesliga_f) December 14, 2022 „Það er mikill heiður að vera með bandið en það breytir því ekki hvernig ég spila. Ég finn alveg sömu ábyrgð hvort sem ég er með bandið eða ekki. Tek sömu ábyrgð sama hvað.“ Glódís Perla og Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands.Vísir/Vilhelm Þriggja eða fjögurra manna varnarlína? „Við erum búnar að spila bæði hjá Bayern undanfarið. Persónulega finnst mér fjögurra manna vörn bæði betri og skemmtilegri. Líður eins og maður verði varnarsinnaðri í þriggja manna vörn, veit ekki hvort það tengist liðunum sem ég hef verið í en við endum með mikið af leikmönnum í kringum hitt liðið frekar en að vera inn á milli línanna.“ Glódís Perla hefur spilað allar þrjár stöðurnar í þriggja manna vörn; vinstri, hægri og miðju. „Þessi miðju-staða í þriggja manna, eina sem maður gerir er að senda til hliðar. Finnst mun skemmtilegra að bera boltann upp völlinn og spila á milli lína. Ef þú ert hægra eða vinstra megin færðu að fara í tæklingar og ert meira á fremri fæti [e. on the front foot]. Þegar þú ert fyrir miðju þá er það á þinni ábyrgð ef eitthvað lekur í gegn, ert bara eins og sweeper.“ „Við spiluðum með þriggja manna línu í landsliðinu þegar Freyr [Alexandersson] var að þjálfa og ég spilaði þetta með bæði Eskilstuna og Rosengård. Fékk nýjan þjálfara í sumar, hinn norska Alexander Straus, og hann vildi spila 3-4-3. Við reyndum það lengi en það gekk ekki upp.“ Alexander Straus og hugmyndafræði hans á vel við Glódísi Perlu.Sebastian Widmann/Getty Images „Þjóðverjinn spilar bara maður á mann í vörn“ „Straus vildi spila 3-4-3 með áherslu á að halda í boltann, var með tvær 10ur og einn framherja. Sóknarlega gekk það fínt en varnarlega endaði þetta á að við gátum ekki hápressað og vorum alltaf í lágpressu. Það þýddi að við vorum með fimm í vörn sem er tilgangslaust að mínu mati.“ „Þjóðverjinn spilar bara maður á mann í vörn; þegar bakvörður fer hátt þá eltir kantmaðurinn alla leið. Það þýddi að 3-4-3 leikkerfið okkar passaði ekki við 4-3-3 kerfi andstæðinganna og það fór allt í rugl.“ Glódís Perla vill helst vera hluti af fjögurra manna línu en skiptir það máli hvernig liðinu er stillt upp fyrir framan hana? „Í rauninni ekki, er bara hrifin af því að vera með leikmenn sem vilja fá boltann, hvort sem það er í svæði eða í lappir. Að geta gert bæði er mikill kostur. Í fullkomnum heimi er líklega betra að vera með eina 6u en þetta er bara útfærsluatriði finnst mér. Hvort sem þú vilt að báðar 6urnar séu að koma og sækja boltann eða að miðvörðurinn beri upp boltann, þá fara 6urnar sjálfkrafa ofar.“ „Í félagsliði er miklu styttra á milli leikmanna“ Glódís Perla var spurð nánar út í uppspil og þær gríðarlegu breytingar sem hafa orðið á þeim hluta leiksins á undanförnum árum. „Er frjálst hjá Bayern, megum gera það sem við viljum þegar við erum með boltann. Straus vill helst að þær sem spila frammi séu fljótandi og mikið að skipta um stöður.“ „Það er í rauninni ekkert sem er bannað, sem er mjög gaman.“vísir/Getty „Landsliðinu líður ekki jafn vel með boltann og Bayern, það getur því oft verið erfiðara að leysa pressu eða finna samherja þar sem möguleikarnir eru ekki jafn margir. Við höfum æft uppspil þar sem boltinn á að fara frá A til B til C og enda hjá D. Hef aldrei lent í að æfa þannig uppspil á æfingu og svo gerist það nákvæmlega þannig í leik. Held við séum aðeins farin frá þessu A, B, C, D. Í staðinn erum við að reyna að hafa þetta leiklíkara þar sem við reynum sjálfar að leita í svæði eða okkur er bent á hvaða svæði eru opin.“ „Þetta er helsti munurinn á félagsliði og landsliði að mínu mati. Í félagsliði er styttra á milli leikmanna og þetta snýst frekar um að leysa boltann úr litlu svæði með stuttum sendingum á meðan í landsliðinu erum við oft að treysta á 30 metra sendingu til að brjóta línur. Það er getur verið erfitt í framkvæmd og ef við missum boltann erum við ekki endilega í stöðu til að vinna hann aftur.“ Af hverju? „Líður eins og þetta sé bara íslenskur fótbolti, finnst það alltaf hafa verið svona, er þó aðeins að breytast finnst mér sem er skemmtileg þróun. Bæði þjálfarinn minn í Rosengård [Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal í dag] og Straus hjá Bayern eru með yfirtölu-pælingar [e. overload].“ „Sama hjá hverjum boltinn er þá á hún að vera með möguleika báðum megin við pressuna og með að lágmarki þrjá valmöguleika. Við eigum að vera fleiri en varnarliðið í kringum boltann þannig að ef stutt sending misheppnast þá erum við í yfirtölu og getum unnið boltann aftur, sama hvar við erum á vellinum. Við eyðum miklum tíma í að drilla þetta á æfingum og myndbandsfundum en þetta heppnast þó ekki alltaf.“ Jonas Eidevall og Mikel Arteta, þjálfari karlaliðs Arsenal.Stuart MacFarlane/Getty Images „Finnst oft óskýrara hver á að stíga upp í senterinn þegar maður er í þriggja manna vörn“ „Snýst allt um útfærslu, ef þú ert með tvo framherja en annar fer mikið niður völlinn til að fá boltann þá er þetta alveg eins og að spila gegn einum framherja,“ segir Glódís Perla um muninn á að spila gegn einum eða tveimur framherjum. „Ef hitt liðið er með tvo framherja þá þurfa samskiptin okkar við miðjumennina að vera betri. Þarf að láta vita þegar framherjinn dregur sig niður og inn í svæðið þar sem miðjumennirnir eru. Maður eltir upp að vissu marki, sérstaklega ef þú getur unnið boltann en maður má ekki láta teyma sig út úr stöðu.“ „Finnst oft óskýrara hver á að stíga upp í senterinn þegar maður er í þriggja manna vörn. Það myndast óvissa og annað hvort fara tvær eða engin. Gæti líka verið hræðsla því manni líður oft eins og maður sé einum færri þegar það eru þrjár í vörn en ekki fjórar. Þá hikar maður aðeins. Auðveldara þegar við erum tvær í miðverði, er bara annað hvort eða.“ Glódís Perla eltir Vivianne Miedema en sú hefur skorað meira en 100 mörk fyrir Arsenal og 95 fyrir hollenska landsliðið.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hvað hefur breyst hjá Glódísi Perlu á undanförnum árum? „Er að mínu mati alltaf að verða betri í stutta spilinu. Líka betri í að meta hvenær á að spila stutt og hvenær langt. Hef mjög gaman að taktík og finnst gaman að pæla í hlutunum fyrir og eftir leik. Tel mig almennt frekar góða taktísktlega séð, helst mögulega í hendur við að tala mikið inn á vellinum.“ „Þetta var í rauninni drillað inn í mig í Svíþjóð því þar er allt taktískt. Allar æfingar og undirbúningur fyrir leik. Var alls ekki þannig þegar ég kom til Þýskalands, var algjörlega öfugt. Maður á mann, vinna einn á einn stöðuna í vörn og sókn, þá vinnur þú leikinn. Kom mér mjög á óvart þegar ég kom hingað.“ „Finn samt að ég hef þurft að bæta mig helling vegna þess hvernig þær hugsa varnarleik. Einstaklingurinn fær meiri ábyrgð sem getur verið gott í bland við gott taktískt upplegg.“ „Finnst ég vera að spila mun betur núna en ég gerði í fyrra“ „Ef þér líður eins og þjálfarinn treysti og hafi trú á þér þá spilar þú betur, held það sé þannig fyrir flesta leikmenn.“ „Þjóðverjinn getur verið rosalega ferkantaður. Í fyrra vorum við með þýskan þjálfara, ég var ekki aðdáandi hans og leið ekki eins og hann væri mjög hrifinn af því hvernig ég spilaði, þó hann hafi fengið mig til liðsins. Var ekki að spila illa en var þó ekki að spila upp á mitt besta og af sömu leikgleði og ég spila með í dag.“ Glódís Perla þakkar innkomu Straus fyrir það en hann breytti umhverfinu hjá Bayern töluvert. „Hann er mjög afslappaður og þægilegt að vera í kringum hann. Hann er líka með skemmtilegar hugmyndir og við erum á ákveðinni vegferð sem lið, sem er mjög skemmtilegt. Finnst ég vera að spila mun betur núna en ég gerði í fyrra með Bayern,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir að endingu. Glódís Perla í leik gegn Wolfsburg, helsta keppinaut Bayern í Þýskalandi.Silas Stein/Getty Images
„Þetta var okkar leið og hún svínvirkaði“ Birkir Már Sævarsson var sóknarþenkjandi bakvörður áður en það komst í tísku. Hann reynir að taka hvern leik eins og hann kemur, sama hvort það sé gegn Leikni R. í Breiðholti eða Lionel Messi og félögum í Argentínu. 15. desember 2022 09:00
„Ef ég er ekki hamingjusöm þá er ég ekki að fara spila vel“ Dagný Brynjarsdóttir er án efa einn besti skallamaður sem Ísland hefur alið. Það gerðist hins vegar ekki af sjálfu sér. Það var ekki fyrr en hún var komin í háskóla í Bandaríkjunum sem þáverandi þjálfarinn hennar sagðist ætla að gera hana að einum besta skallamanni í heimi. 8. desember 2022 09:00