Norðaustan stormur og viðvaranir Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2022 07:06 Spákort fyrir klukkan 15 í dag. Veðurstofan Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða stormi víða um land í dag og jafnvel rok á Suðausturlandi. Vegna vindsins eru viðvaranir í gildi á sunnan- og vestanverðu landinu og má búast við skafrenningi og lélegu skyggni sem geti valdið ökumönnum erfiðleikum. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði éljagangur norðan- og austanlands en annars yfirleitt léttskýjað. Frost verður á bilinu þrjú til tólf stig og kaldast inn til landsins. „Það dregur hægt úr vindi á morgun, norðaustan 10-18 m/s annað kvöld en enn hvassviðri eða stormur í Öræfum. Áfram él norðan og austantil en þurrt að kalla suðvestantil. Frost 0 til 5 stig. Eftir þriðjudag og fram til föstudags er útlit fyrir hægari norðanáttir, dálítil él á norðanverðu landinu en þurrt og yfirleitt bjart sunnan heiða. Talsvert frost víða um land,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Nánar má lesa um viðvaranir Veðurstofunnar á vef Veðurstofunnar. Gular viðvaranir eru í gildi.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s, en 18-23 suðaustantil í fyrstu. Dregur síðan smám saman úr vindi. Éljagangur víða um land, en þurrt að kalla suðvestantil. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Á miðvikudag (vetrarsólstöður): Norðaustlæg átt 8-15 og él, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Harðnandi frost. Á fimmtudag: Norðlæg átt 5-10 og dálítil él norðan- og austanlands, en annars bjartviðri. Frost 5 til 12 stig. Á föstudag (Þorláksmessa): Norðlæg átt og bjart að mestu en skýjað og lítilsháttar él við norður- og austurströndina, bætir í él um kvöldið. Frost 7 til 15 stig. Á laugardag (aðfangadagur jóla): Breytileg átt, snjókoma norðan- og austantil en annars stöku él. Talsvert frost um land allt. Á sunnudag (jóladagur): Útlit fyrir norðlæga átt og dálítil él í flestum landshlutum. Áfram mjög kalt í veðri. Veður Tengdar fréttir Átta flugferðum aflýst í nótt Átta flugferðum hingað til lands hefur verið aflýst í nótt vegna veðursins sem gengur yfir, þar á meðal öllu Ameríkuflugi, ef undan er skilin flugvél Icelandair frá Newark í New York. 19. desember 2022 06:47 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Rigning og súld í dag Vaxandi norðaustanátt og gular viðvaranir taka gildi Dálítil rigning sunnan- og vestanlands Skýjað og sums staðar rigning eða slydda Allt að átta stiga frost Hálka á vegum á suðvesturhorninu Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Dálítil rigning eða slydda suðvestantil Víða bjart og fallegt sunnan- og vestantil Búast við lítilsháttar éljum á Ströndum og fyrir norðaustan Víða kaldi og allhvasst suðaustantil Stormur við suðausturströndina Víða rigning eða slydda Víða rigning með köflum Suðvestlæg átt og víða dálítil rigning Sjá meira
Vegna vindsins eru viðvaranir í gildi á sunnan- og vestanverðu landinu og má búast við skafrenningi og lélegu skyggni sem geti valdið ökumönnum erfiðleikum. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði éljagangur norðan- og austanlands en annars yfirleitt léttskýjað. Frost verður á bilinu þrjú til tólf stig og kaldast inn til landsins. „Það dregur hægt úr vindi á morgun, norðaustan 10-18 m/s annað kvöld en enn hvassviðri eða stormur í Öræfum. Áfram él norðan og austantil en þurrt að kalla suðvestantil. Frost 0 til 5 stig. Eftir þriðjudag og fram til föstudags er útlit fyrir hægari norðanáttir, dálítil él á norðanverðu landinu en þurrt og yfirleitt bjart sunnan heiða. Talsvert frost víða um land,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Nánar má lesa um viðvaranir Veðurstofunnar á vef Veðurstofunnar. Gular viðvaranir eru í gildi.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s, en 18-23 suðaustantil í fyrstu. Dregur síðan smám saman úr vindi. Éljagangur víða um land, en þurrt að kalla suðvestantil. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Á miðvikudag (vetrarsólstöður): Norðaustlæg átt 8-15 og él, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Harðnandi frost. Á fimmtudag: Norðlæg átt 5-10 og dálítil él norðan- og austanlands, en annars bjartviðri. Frost 5 til 12 stig. Á föstudag (Þorláksmessa): Norðlæg átt og bjart að mestu en skýjað og lítilsháttar él við norður- og austurströndina, bætir í él um kvöldið. Frost 7 til 15 stig. Á laugardag (aðfangadagur jóla): Breytileg átt, snjókoma norðan- og austantil en annars stöku él. Talsvert frost um land allt. Á sunnudag (jóladagur): Útlit fyrir norðlæga átt og dálítil él í flestum landshlutum. Áfram mjög kalt í veðri.
Veður Tengdar fréttir Átta flugferðum aflýst í nótt Átta flugferðum hingað til lands hefur verið aflýst í nótt vegna veðursins sem gengur yfir, þar á meðal öllu Ameríkuflugi, ef undan er skilin flugvél Icelandair frá Newark í New York. 19. desember 2022 06:47 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Rigning og súld í dag Vaxandi norðaustanátt og gular viðvaranir taka gildi Dálítil rigning sunnan- og vestanlands Skýjað og sums staðar rigning eða slydda Allt að átta stiga frost Hálka á vegum á suðvesturhorninu Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Dálítil rigning eða slydda suðvestantil Víða bjart og fallegt sunnan- og vestantil Búast við lítilsháttar éljum á Ströndum og fyrir norðaustan Víða kaldi og allhvasst suðaustantil Stormur við suðausturströndina Víða rigning eða slydda Víða rigning með köflum Suðvestlæg átt og víða dálítil rigning Sjá meira
Átta flugferðum aflýst í nótt Átta flugferðum hingað til lands hefur verið aflýst í nótt vegna veðursins sem gengur yfir, þar á meðal öllu Ameríkuflugi, ef undan er skilin flugvél Icelandair frá Newark í New York. 19. desember 2022 06:47