Innlent

Veður­vaktin: Loka Reykja­nes­brautinni á ný

Kolbeinn Tumi Daðason, Bjarki Sigurðsson og Árni Sæberg skrifa
Frétta- og tökumaður réttkomust aftur til höfuðborgarinnar frá Suðurnesjum áður en Reykjanesbrautinni var lokað á ný.
Frétta- og tökumaður réttkomust aftur til höfuðborgarinnar frá Suðurnesjum áður en Reykjanesbrautinni var lokað á ný. Stöð 2/Egill

Reykjanesbraut hefur verið lokað og öllum flugferðum Icelandair til Evrópu í fyrramálið verið aflýst vegna veðurs.

Reykjanesbrautin var opnuð í rúman klukkutíma fyrr í kvöld til austurs en var síðan lokað aftur. 

Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi í dag og fjölda flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs í dag. Þá verða gular veðurviðvaranir í gildi um allt land fram til morguns. 

Vísir fylgist með tíðindum af veðrinu í veðurvaktinni. Lesendur eru hvattir til að senda ábendingar, myndir og myndbönd á ritstjorn@visir.is.


Tengdar fréttir

Skoði hvort borgin kaupi eigin snjó­ruðnings­tæki

Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja láta skoða hvort skynsamlegt sé fyrir borgina að festa kaup á eigin snjóruðningstæki til að hægt verði að ryðja húsagötur fyrr. Til stendur að fara í húsagöturnar í dag áður en bætir í snjó eða hann verður að klaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×