Bestu leikir ársins: Nokkrir gullmolar á annars fátæklegu ári Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2022 08:00 Við fyrstu sýn virðist leikjaárið 2022 ekki hafa verið upp á marga fiska. En, þegar það er skoðað nánar sést að það er eiginlega bara rétt, fyrir utan örfáa gullmola var leikjaárið nokkuð lélegt. Árið 2021 var einnig ekkert frábært. Sjá einnig: Undarlegt leikjaár á enda komið Nokkrir stórir leikir komu út á árinu og slógu í gegn en þeir voru þó tiltölulega fáir. Þá voru einnig nokkrir smærri leikir sem vöktu mikla lukku og aðrir eldri leikir sem voru gefnir út á nýjan leik, við mikla kátínu. Hér að neðan verða teknir fyrir fimm af þeim leikjum sem vöktu hvað mesta lukku á Leikjavísi árið 2021 og þar fyrir neðan verða fleiri leikir sem gerðu gott mót í ár tíundaðir í engri sérstakri röð og er stiklað á stóru. Listinn er ekki tæmandi. God of War Ragnarök Kratos hefur alltaf verið frábær en leikirnir um stríðsguðinn gríska hafa náð nýjum hæðum á undanförnum árum. God of War Ragnarök er líklega besti leikurinn af þeim öllum. Í þessum leik reyna Kratos og Atreus að bjarga Tý úr haldi Óðins. Sjá einnig: Einn af bestu leikjum Miðgarðs Auk þess að upplifa ýmis ævintýri verða feðgarnir að vísu einnig vitni að morði íslenskunnar en það kemur svo sem lítið niður á spilun leiksins og þeirri frábæru upplifun sem God of War Ragnarök er. Elden Ring Leikurinn Elden Ring frá From Software vakti gífurlega mikla lukku á árinu. Fyrirtækið er hvað þekktast fyrir Souls-leikina og Bloodborne og Elden Ring er í anda þeirra. Hinsvegar er þetta fyrsti leikur From Software sem gerist í opnum heimi en þrátt fyrir það tekst að halda anda Souls-leikjanna og gera Sjá einnig: Líklega minnst óþolandi leikur From Software, sem er gott Leikurinn gerist í heimi sem kallast The Lands Between en það að láta Elden Ring gerast í opnum heimi var fáránlega góð ákvörðun. Það hjálpar aulum eins og mér mjög mikið við það að spila leikinn á sínum hraða. Horizon Forbidden West Leikirnir um framtíðar-frumbyggja-stríðskonuna Aloy gerast í mjög svo áhugaverðum söguheimi en þar berjast frumstæðir menn við risaeðluvélmenni með spjótum og bogum, með merkilega góðum árangri. Framhaldsleikurinn Horizon Forbidden West stækkar þennan söguheim töluvert og inniheldur þar að auki mikið af góðum viðbótum. Sjá einnig: Í meistaraflokki opinna heima Horizon Forbidden West byggir vel á velgengni Horizon Zero Dawn. Vandi þess nýja er að sá gamli var svo brjálæðislega áhugaverður og nýstárlegur að það kemur smá niður á upplifuninni. Til vega upp á móti því gerðu starfsmenn Guerrilla Games leik sem er stærri og meiri í alla staði. Call of Duty: Modern Warfare 2 og Warzone 2 Ég veit ekki alveg hvort þessir tveir, sem eru eiginlega bara einn leikur, eigi heima á lista yfir bestu leiki ársins. Þessir leikir eru þó gífurlega vinsælir á heimsvísu og það ekki að ástæðulausu. Persónulega hef ég varið allt of miklum tíma í fjölspilun MW2 og Warzone 2 á þessu ári. Ég kenni því um hve Battlefield 2042 var lélegur. Það hefur þó verið frekar skemmtilegt, þegar manni gengur vel. Sjá einnig: Hin fínasta upphitun fyrir Warzone 2 Þrátt fyrir mikið af tæknilegum göllum og undarlega lélegt viðmót er MW2 hinn fínasti leikur. Vinsældir Call of Duty og Warzone virðast bara aukast milli ára og nýir leikir og borð auka fjölbreytileikann mjög. The Last of Us Part I Sony og Naughty Dog gáfu á árinu út endurgerð leiksins Last of Us, sem kom fyrst út árið 2013 og á PlayStation 3. Að þessu sinni var hann endurgerður fyrir PS5 og það er óhætt að segja að leikurinn sé ennþá klikkaður. LOU gerist að mestu árið 2033, tveimur áratugum eftir að sveppategund byrjaði að breyta manneskjum í skrímsli sem hlupu um og drápu aðrar manneskjur og átu þær. Sjá einnig: Ekki einn besti leikur PlayStation að ástæðulausu Leikurinn setur spilara í spor Joel og lætur þá í fyrstu spila sig í gegnum hræðilega upplifun hans við upphaf faraldursins. Tuttugu árum síðar fær hann það verkefni að fylgja hinni fjórtán ára gömlu Ellie um langa vegalengd og koma henni í hendur vísindamanna, því hún virðist ónæm gegn sveppunum sem hafa nánast þurrkað út mannkynið. Á þessu ferðalagi þeirra lenda þau Joel og Ellie í miklum vandræðum eins og gengur og gerist í tölvuleikjum. Leikir sem hafa gert gott mót Það voru þó auðvitað fleiri leikir sem nutu mikillar hylli á árinu hvort sem þeir voru teknir fyrir á Leikjavísi eða ekki. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir hluta af bestu og vinsælustu leikjum ársins. Leikirnir eru ekki í neinni sérstakri röð. Stray Stray er nokkuð merkilegur leikur sem kom út á árinu. Í honum setja spilarar sig í spor kattar í heimi vélmenna. Samhliða því að finna fjölskyldu sína þurfa spilarar að leysa fjölmargar þrautir sem köttur og í senn læra um þennan áhugaverða söguheim. Total War: Warhammer 3 Þriðji leikurinn í Warhammer-seríu Total War kom út snemma á þessu ári. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Total War leikjanna en einhverra hluta vegna féll Warhammer 3 ekki í kramið hjá mér. Leikurinn er þó á þessum lista vegna Immortal Empires. Það er verkefni sem unnið er að sem snýr að því að sameina alla Total War Warhammer leikina þrjá í einu risastóru korti. Það er magnað. Dwarf Fortress Leikurinn Dwarf Fortress hefur um árabil átt sér dyggan hóp ötulla stuðningsmanna. Þessi leikur hefur lengi verið til en þykir gífurlega flókinn og erfiður fyrir nýliða en hann er framleiddur af tveimur bræðrum. Seint á þessu ári var leikurinn þó gefinn út í nýrri mynd, þar sem reynt er að ná til nýrra spilara. Leikurinn gengur út á það að byggja upp dverganámur í ævintýraheimi þar sem hætturnar leynast víða. Sjá þarf dvergunum fyrir öllum nauðsynjum og á sama tíma verjast mögulegum innrásum. The Witcher 3: Wild Hunt CD Projekt Red gaf nú undir lok árs út endurgerð eins besta tölvuleiks sem undirritaður hefur spilað. Witcher 3: The Wild Hunt kom fyrst út árið 2015 en leikurinn byggir á bókum og smásögum Andrzej Sapkowski um skrýmslaveiðimanninn Geralt og Ciri, unga konu sem Geralt ól að stórum hluta upp. Sjá einnig: Einstakt ævintýri Uppfærsla CDPR snýr að mestu um grafík og útlit en allar uppfærslur þar að lútandi breyta því ekki að sagan og persónur leiksins ráða ríkjum. Return to Monkey Island Nostalgían gerði vann ákveðinn sigur á árinu þegar leikurinn Return to Monkey Island var gefinn út. Svokallaðir „Point and Click“ leikir eru ekki algengir þessa dagana en Monkey Island leikirnir voru gífurlega vinsælir á árum áður. Leikurinn vakti töluverða lukku á árinu fyrir skemmtilega og fyndna sögu og er vonandi að leikjum sem þessum fari fjölgandi á nýjan leik. Victoria 3 Paradox Interactive hefur lengi verið þekkt fyrir umfangsmikla leiki þar sem spilarar þurfa að leiða heilu þjóðirnar, hvort sem það er á mismunandi tímabilum á jörðinni eða í geimnum. Victoria 3 er nýjasti leikurinn þeirra en hann gerist nafninu samkvæmt á Viktoríutímabilinu svokallaða. Að þessu sinni reyndu starfsmenn Paradox að gera leikinn aðgengilegri en Victoria 3 hefur vakið mikla lukku. LEGO Star Wars: The Skywalker Saga Legoleikirnir hafa lengi þótt skemmtilegir og það á sérstaklega við um Star Wars leikina. Skywalker Saga hefur vakið sérstaklega mikla lukku á árinu. Leikurinn spannar langt tímabil í sögu Star Wars og spannar bæði kvikmyndirnar og þá þætti sem hafa verið gerðir í söguheiminum. Leikjavísir Fréttir ársins 2022 Leikjadómar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Árið 2021 var einnig ekkert frábært. Sjá einnig: Undarlegt leikjaár á enda komið Nokkrir stórir leikir komu út á árinu og slógu í gegn en þeir voru þó tiltölulega fáir. Þá voru einnig nokkrir smærri leikir sem vöktu mikla lukku og aðrir eldri leikir sem voru gefnir út á nýjan leik, við mikla kátínu. Hér að neðan verða teknir fyrir fimm af þeim leikjum sem vöktu hvað mesta lukku á Leikjavísi árið 2021 og þar fyrir neðan verða fleiri leikir sem gerðu gott mót í ár tíundaðir í engri sérstakri röð og er stiklað á stóru. Listinn er ekki tæmandi. God of War Ragnarök Kratos hefur alltaf verið frábær en leikirnir um stríðsguðinn gríska hafa náð nýjum hæðum á undanförnum árum. God of War Ragnarök er líklega besti leikurinn af þeim öllum. Í þessum leik reyna Kratos og Atreus að bjarga Tý úr haldi Óðins. Sjá einnig: Einn af bestu leikjum Miðgarðs Auk þess að upplifa ýmis ævintýri verða feðgarnir að vísu einnig vitni að morði íslenskunnar en það kemur svo sem lítið niður á spilun leiksins og þeirri frábæru upplifun sem God of War Ragnarök er. Elden Ring Leikurinn Elden Ring frá From Software vakti gífurlega mikla lukku á árinu. Fyrirtækið er hvað þekktast fyrir Souls-leikina og Bloodborne og Elden Ring er í anda þeirra. Hinsvegar er þetta fyrsti leikur From Software sem gerist í opnum heimi en þrátt fyrir það tekst að halda anda Souls-leikjanna og gera Sjá einnig: Líklega minnst óþolandi leikur From Software, sem er gott Leikurinn gerist í heimi sem kallast The Lands Between en það að láta Elden Ring gerast í opnum heimi var fáránlega góð ákvörðun. Það hjálpar aulum eins og mér mjög mikið við það að spila leikinn á sínum hraða. Horizon Forbidden West Leikirnir um framtíðar-frumbyggja-stríðskonuna Aloy gerast í mjög svo áhugaverðum söguheimi en þar berjast frumstæðir menn við risaeðluvélmenni með spjótum og bogum, með merkilega góðum árangri. Framhaldsleikurinn Horizon Forbidden West stækkar þennan söguheim töluvert og inniheldur þar að auki mikið af góðum viðbótum. Sjá einnig: Í meistaraflokki opinna heima Horizon Forbidden West byggir vel á velgengni Horizon Zero Dawn. Vandi þess nýja er að sá gamli var svo brjálæðislega áhugaverður og nýstárlegur að það kemur smá niður á upplifuninni. Til vega upp á móti því gerðu starfsmenn Guerrilla Games leik sem er stærri og meiri í alla staði. Call of Duty: Modern Warfare 2 og Warzone 2 Ég veit ekki alveg hvort þessir tveir, sem eru eiginlega bara einn leikur, eigi heima á lista yfir bestu leiki ársins. Þessir leikir eru þó gífurlega vinsælir á heimsvísu og það ekki að ástæðulausu. Persónulega hef ég varið allt of miklum tíma í fjölspilun MW2 og Warzone 2 á þessu ári. Ég kenni því um hve Battlefield 2042 var lélegur. Það hefur þó verið frekar skemmtilegt, þegar manni gengur vel. Sjá einnig: Hin fínasta upphitun fyrir Warzone 2 Þrátt fyrir mikið af tæknilegum göllum og undarlega lélegt viðmót er MW2 hinn fínasti leikur. Vinsældir Call of Duty og Warzone virðast bara aukast milli ára og nýir leikir og borð auka fjölbreytileikann mjög. The Last of Us Part I Sony og Naughty Dog gáfu á árinu út endurgerð leiksins Last of Us, sem kom fyrst út árið 2013 og á PlayStation 3. Að þessu sinni var hann endurgerður fyrir PS5 og það er óhætt að segja að leikurinn sé ennþá klikkaður. LOU gerist að mestu árið 2033, tveimur áratugum eftir að sveppategund byrjaði að breyta manneskjum í skrímsli sem hlupu um og drápu aðrar manneskjur og átu þær. Sjá einnig: Ekki einn besti leikur PlayStation að ástæðulausu Leikurinn setur spilara í spor Joel og lætur þá í fyrstu spila sig í gegnum hræðilega upplifun hans við upphaf faraldursins. Tuttugu árum síðar fær hann það verkefni að fylgja hinni fjórtán ára gömlu Ellie um langa vegalengd og koma henni í hendur vísindamanna, því hún virðist ónæm gegn sveppunum sem hafa nánast þurrkað út mannkynið. Á þessu ferðalagi þeirra lenda þau Joel og Ellie í miklum vandræðum eins og gengur og gerist í tölvuleikjum. Leikir sem hafa gert gott mót Það voru þó auðvitað fleiri leikir sem nutu mikillar hylli á árinu hvort sem þeir voru teknir fyrir á Leikjavísi eða ekki. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir hluta af bestu og vinsælustu leikjum ársins. Leikirnir eru ekki í neinni sérstakri röð. Stray Stray er nokkuð merkilegur leikur sem kom út á árinu. Í honum setja spilarar sig í spor kattar í heimi vélmenna. Samhliða því að finna fjölskyldu sína þurfa spilarar að leysa fjölmargar þrautir sem köttur og í senn læra um þennan áhugaverða söguheim. Total War: Warhammer 3 Þriðji leikurinn í Warhammer-seríu Total War kom út snemma á þessu ári. Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Total War leikjanna en einhverra hluta vegna féll Warhammer 3 ekki í kramið hjá mér. Leikurinn er þó á þessum lista vegna Immortal Empires. Það er verkefni sem unnið er að sem snýr að því að sameina alla Total War Warhammer leikina þrjá í einu risastóru korti. Það er magnað. Dwarf Fortress Leikurinn Dwarf Fortress hefur um árabil átt sér dyggan hóp ötulla stuðningsmanna. Þessi leikur hefur lengi verið til en þykir gífurlega flókinn og erfiður fyrir nýliða en hann er framleiddur af tveimur bræðrum. Seint á þessu ári var leikurinn þó gefinn út í nýrri mynd, þar sem reynt er að ná til nýrra spilara. Leikurinn gengur út á það að byggja upp dverganámur í ævintýraheimi þar sem hætturnar leynast víða. Sjá þarf dvergunum fyrir öllum nauðsynjum og á sama tíma verjast mögulegum innrásum. The Witcher 3: Wild Hunt CD Projekt Red gaf nú undir lok árs út endurgerð eins besta tölvuleiks sem undirritaður hefur spilað. Witcher 3: The Wild Hunt kom fyrst út árið 2015 en leikurinn byggir á bókum og smásögum Andrzej Sapkowski um skrýmslaveiðimanninn Geralt og Ciri, unga konu sem Geralt ól að stórum hluta upp. Sjá einnig: Einstakt ævintýri Uppfærsla CDPR snýr að mestu um grafík og útlit en allar uppfærslur þar að lútandi breyta því ekki að sagan og persónur leiksins ráða ríkjum. Return to Monkey Island Nostalgían gerði vann ákveðinn sigur á árinu þegar leikurinn Return to Monkey Island var gefinn út. Svokallaðir „Point and Click“ leikir eru ekki algengir þessa dagana en Monkey Island leikirnir voru gífurlega vinsælir á árum áður. Leikurinn vakti töluverða lukku á árinu fyrir skemmtilega og fyndna sögu og er vonandi að leikjum sem þessum fari fjölgandi á nýjan leik. Victoria 3 Paradox Interactive hefur lengi verið þekkt fyrir umfangsmikla leiki þar sem spilarar þurfa að leiða heilu þjóðirnar, hvort sem það er á mismunandi tímabilum á jörðinni eða í geimnum. Victoria 3 er nýjasti leikurinn þeirra en hann gerist nafninu samkvæmt á Viktoríutímabilinu svokallaða. Að þessu sinni reyndu starfsmenn Paradox að gera leikinn aðgengilegri en Victoria 3 hefur vakið mikla lukku. LEGO Star Wars: The Skywalker Saga Legoleikirnir hafa lengi þótt skemmtilegir og það á sérstaklega við um Star Wars leikina. Skywalker Saga hefur vakið sérstaklega mikla lukku á árinu. Leikurinn spannar langt tímabil í sögu Star Wars og spannar bæði kvikmyndirnar og þá þætti sem hafa verið gerðir í söguheiminum.
Leikjavísir Fréttir ársins 2022 Leikjadómar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira