Greint var frá því í sumar að þau Magnús og Hrefna ættu von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir á Magnús þrjú börn og Hrefna eina dóttur.
„Öllum heilsast vel … nema kannski hundinum sem er hundfúll,“ segir Hrefna í Instagram færslu þar sem hún tilkynnir um komu drengsins sem fæddist á þeim flotta degi 12.12.
Magnús og Hrefna hafa verið saman í um átta ár og giftu þau sig sumarið 2020. Fyrr á árinu festu þau kaup á glæsilegu húsi við Bakkavör á Seljatjarnanesi. Þá reka þau saman veitingastaðinn Rok.