G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir erfitt að segja nákvæmlega til um hvenær hægt verði að opna. En vonandi verði það innan tíðar.
Það hefur tafið fyrir snjómokstri að venjulegu snjóruðningstækin komast ekki um fráreinar á Reykjanesbrautinni. Tönnin framan á tækjunum komast ekki fráreinarnar. Því eru önnur tæki notuð til að moka snjóinn á fráreinum svo hægt sé að komast af Reykjanesbrautinni.
Hann segir ellefu rútur í startholunum sem fari í lest til borgarinnar.
Hallfríður Þórarinsdóttir, strandaglópur í einni rútunni, staðfestir við fréttastofu að rútan þeirra sé aðeins farin af stað. Búið sé að fylla aðrar rútur á svæðinu og stefnan tekin á höfuðborgarsvæðið. Beðið sé eftir grænu ljósi frá lögreglu.
Hún vonar að allir komist til síns heima slysalaust.