Veður

Gul við­vörun um allt land á morgun

Árni Sæberg skrifar
Það verður leiðindaveður víða í kvöld og á morgun.
Það verður leiðindaveður víða í kvöld og á morgun. Vísir/Vilhelm

Gul veðurviðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17 í dag og appelsínugul viðvörun verður í gildi til klukkan 09 í fyrramálið á Suðausturlandi. Á hádegi á morgun tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra og þá verður gul í gildi á öllu landinu.

Aftakaveður hefur verið á Suðausturlandi í kvöld og búist er við að það vari til morguns. Gert er ráð fyrr 23 til 28 metrum á sekúndu og vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndum staðbundið, hvassast í Öræfum. Þá má búast við snjókomu á köflum með tilheyrandi lélegu skyggni.

Annars staðar á landinu verður vindur 13 til 25 metrar á sekúndu og víða má búast við skafrenningi og éljagangi með tilheyrandi samgöngutruflunum.

Viðvörunarkort Veðurstofu Íslands má sjá hér.

Þá má fylgjast með fréttum að veðrinu í Vaktinni á Vísi hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×