Dofri bjargar borginni Arnar Sigurðsson og Elías Blöndal Guðjónsson skrifa 20. desember 2022 09:00 Nýverið ákváðu hinar opinberu stofnanir Orkuveita Reykjavíkur, HS Orka og Landsvirkjun að gera upp gufuborinn Dofra fyrir 36 milljónir. Gufuborinn er frá árinu 1957 en hann boraði síðustu holuna 1991. Borinn á að vera til sýnis í Elliðaárstöð sem Orkuveita Reykjavíkur hyggst gera upp fyrir 800 milljónir að auki. Líklega er jarðbor sem safngripur einhver undarlegasta hugmynd á þessu sviði. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur segir: ,,Eftir að ljóst varð að Rafstöðinni yrði ekki komið í gang að nýju, nema með fyrirsjáanlegum eilífum taprekstri, tókum við til óspilltra málanna. Hugmyndasamkeppni var haldin, unnið úr vinningstillögunni og spjallað og fundað með fólkinu sem nýtir sér dalinn og þeim sem gætu vel hugsað sér að nýta hann sér til lífsbótar.” Að borgarstjórn setji taprekstur fyrir sig er auðvitað nýlunda enda hefur tap verið rauður þráður í öllum rekstri borgarinnar. En niðurstaðan er sem sagt sú að það að láta virkjun framleiða rafmagn er tap en að eyða 800 milljónum í safn er þá væntanlega hagnaðardrifin starfsemi. Því miður var hins vegar ekkert ,,spjallað og fundað” með fólkinu sem nýtir sér heitt vatn til húshitunar og því engar nýjar borholur á teikniborðinu til að mæta vaxandi þörf. Sömuleiðis var ekkert fundað og spjallað um hvort fólk vildi fóta sig á hálum gangstéttum borgarinnar. Raunar verður að taka tillit til þess að borgarfulltrúar hafa verið uppteknir við að funda um kaup á ljósleiðara, væntanlega í framhaldi af spjalli og fundum með fólkinu sem notar fjarskipti sér til ,,lífsbótar”. Stjórnendum Orkuveitunnar er sjálfsagt ekki kunnugt um að borgarsjóður er rekinn með mesta halla frá upphafi mælinga. Vegna lélegs árangurs í fjármálalæsi hefur þetta dótturfélag Reykjavíkurborgar ákveðið að kaupa fjarskiptakerfi fyrir 3 milljarða með lánsfé. Á meðan dótturfélag borgarinnar eyðir um efni fram gengur snjómokstur hægt. Ekki skal þó örvænta um það efni því stýrihópur um endurskoðun vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum. Hann átti reyndar að skila tillögum að breytingum fyrir 2. nóvember sl. en vegna anna við umfjöllun um skýrslu með greiningu með aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar fyrir bílastæðasjóð tókst ekki að ljúka verkinu áður en fyrsti snjórinn féll nú í vetur. Á sama tíma hafa svo verið lagðar fram tillögur í borgarstjórn um að spara skuli 100 milljónir í mötuneytiskostnaði í leikskólum með því að elda hafragrautinn miðlægt og keyra út. Einnig á að stytta opnunartíma félagsmiðstöðva fyrir unglinga um 15 mínútur. Unglingarnir geta þá kannski skellt sér í dalinn og skoðað gufuborinn Dofra. Ef þeir komast leiðar sinnar. Höfundar búa í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið ákváðu hinar opinberu stofnanir Orkuveita Reykjavíkur, HS Orka og Landsvirkjun að gera upp gufuborinn Dofra fyrir 36 milljónir. Gufuborinn er frá árinu 1957 en hann boraði síðustu holuna 1991. Borinn á að vera til sýnis í Elliðaárstöð sem Orkuveita Reykjavíkur hyggst gera upp fyrir 800 milljónir að auki. Líklega er jarðbor sem safngripur einhver undarlegasta hugmynd á þessu sviði. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur segir: ,,Eftir að ljóst varð að Rafstöðinni yrði ekki komið í gang að nýju, nema með fyrirsjáanlegum eilífum taprekstri, tókum við til óspilltra málanna. Hugmyndasamkeppni var haldin, unnið úr vinningstillögunni og spjallað og fundað með fólkinu sem nýtir sér dalinn og þeim sem gætu vel hugsað sér að nýta hann sér til lífsbótar.” Að borgarstjórn setji taprekstur fyrir sig er auðvitað nýlunda enda hefur tap verið rauður þráður í öllum rekstri borgarinnar. En niðurstaðan er sem sagt sú að það að láta virkjun framleiða rafmagn er tap en að eyða 800 milljónum í safn er þá væntanlega hagnaðardrifin starfsemi. Því miður var hins vegar ekkert ,,spjallað og fundað” með fólkinu sem nýtir sér heitt vatn til húshitunar og því engar nýjar borholur á teikniborðinu til að mæta vaxandi þörf. Sömuleiðis var ekkert fundað og spjallað um hvort fólk vildi fóta sig á hálum gangstéttum borgarinnar. Raunar verður að taka tillit til þess að borgarfulltrúar hafa verið uppteknir við að funda um kaup á ljósleiðara, væntanlega í framhaldi af spjalli og fundum með fólkinu sem notar fjarskipti sér til ,,lífsbótar”. Stjórnendum Orkuveitunnar er sjálfsagt ekki kunnugt um að borgarsjóður er rekinn með mesta halla frá upphafi mælinga. Vegna lélegs árangurs í fjármálalæsi hefur þetta dótturfélag Reykjavíkurborgar ákveðið að kaupa fjarskiptakerfi fyrir 3 milljarða með lánsfé. Á meðan dótturfélag borgarinnar eyðir um efni fram gengur snjómokstur hægt. Ekki skal þó örvænta um það efni því stýrihópur um endurskoðun vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum. Hann átti reyndar að skila tillögum að breytingum fyrir 2. nóvember sl. en vegna anna við umfjöllun um skýrslu með greiningu með aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar fyrir bílastæðasjóð tókst ekki að ljúka verkinu áður en fyrsti snjórinn féll nú í vetur. Á sama tíma hafa svo verið lagðar fram tillögur í borgarstjórn um að spara skuli 100 milljónir í mötuneytiskostnaði í leikskólum með því að elda hafragrautinn miðlægt og keyra út. Einnig á að stytta opnunartíma félagsmiðstöðva fyrir unglinga um 15 mínútur. Unglingarnir geta þá kannski skellt sér í dalinn og skoðað gufuborinn Dofra. Ef þeir komast leiðar sinnar. Höfundar búa í Reykjavík.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun