Blés snjó af einni gangstétt yfir á aðra Bjarki Sigurðsson skrifar 20. desember 2022 00:02 Snjórinn fór af einni gangstétt yfir á aðra. Íbúi í Grafarholti náði því á myndband þegar snjóblásari blés snjó af gangstétt stuttu frá húsi hennar. Snjórinn lenti hins vegar á annarri gangstétt, nær íbúð hennar, sem hún hafði handmokað sjálf tveimur dögum áður. Ólöf Ingibjörg, íbúi í Grafarholti, var heima hjá sér í dag þegar snjóblásari kom að moka gangstétt við umferðargötu sem er í steinsnar frá íbúð hennar. Hún segir bunu snjóblásarans hafa verið ansi tilkomumikla og því tók hún upp símann og tók myndband af honum. „Ég sé snjóblásarann koma, þetta var mjög tilkomumikið. Rosalega há buna. Svo nálgast hann lóðina hjá mér og þar eru tvö há grenitré sem eru svona fimm til sex metrar. Bunan stóð yfir trén og féll með miklum tilþrifum yfir trén og huldi þau snjó. Það var svo kostulegt að horfa á þetta,“ segir Ólöf í samtali við fréttastofu. Klippa: Snjómokstur í Grafarholti Það rataði eitthvað af snjónum inn á pallinn hjá henni en mikill meirihluti hans endaði á gangstétt fyrir framan pallinn. „Ég handmokaði hana í fyrradag. Þannig það sem snjóblásarinn gaf frá sér liggur núna á gangstéttinni hjá mér,“ segir Ólöf glettin. „Svo ók hann aðeins lengra og hélt áfram að ryðja á göngustígnum. Þá skóf hann upp túnið meðfram göngustígnum þannig að mold og graskögglar hrundu yfir lóðina hjá mér. Það var mjög tilkomulegt, brúnleitur snjóstrókur. Ef maður hefði náð meira myndbandi hefði þetta getað orðið „meme“.“ Myndbandið birti hún í Facebook-hópnum Ég er íbúi í Grafarholti. Hún segist ekki hafa birt það til að kvarta en hún vildi samt benda á að þetta væri ekki aðferð sem hentaði við íbúðalóðir í þéttbýli. „Faðir minn vann við snjómokstur árum saman þegar ég var krakki og ég veit hvað þetta er erfið vinna. Þannig ég er bara mjög þakklát fyrir að fá mokstur,“ segir Ólöf. Uppfært kl 09:06: Ökumaður snjóblásarans hafði samband við Ólöfu í dag og baðst afsökunar á þessu. Fráblástursstillingar blásarans reyndust bilaðar og var tækið tekið úr notkun. Reykjavík Veður Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Ólöf Ingibjörg, íbúi í Grafarholti, var heima hjá sér í dag þegar snjóblásari kom að moka gangstétt við umferðargötu sem er í steinsnar frá íbúð hennar. Hún segir bunu snjóblásarans hafa verið ansi tilkomumikla og því tók hún upp símann og tók myndband af honum. „Ég sé snjóblásarann koma, þetta var mjög tilkomumikið. Rosalega há buna. Svo nálgast hann lóðina hjá mér og þar eru tvö há grenitré sem eru svona fimm til sex metrar. Bunan stóð yfir trén og féll með miklum tilþrifum yfir trén og huldi þau snjó. Það var svo kostulegt að horfa á þetta,“ segir Ólöf í samtali við fréttastofu. Klippa: Snjómokstur í Grafarholti Það rataði eitthvað af snjónum inn á pallinn hjá henni en mikill meirihluti hans endaði á gangstétt fyrir framan pallinn. „Ég handmokaði hana í fyrradag. Þannig það sem snjóblásarinn gaf frá sér liggur núna á gangstéttinni hjá mér,“ segir Ólöf glettin. „Svo ók hann aðeins lengra og hélt áfram að ryðja á göngustígnum. Þá skóf hann upp túnið meðfram göngustígnum þannig að mold og graskögglar hrundu yfir lóðina hjá mér. Það var mjög tilkomulegt, brúnleitur snjóstrókur. Ef maður hefði náð meira myndbandi hefði þetta getað orðið „meme“.“ Myndbandið birti hún í Facebook-hópnum Ég er íbúi í Grafarholti. Hún segist ekki hafa birt það til að kvarta en hún vildi samt benda á að þetta væri ekki aðferð sem hentaði við íbúðalóðir í þéttbýli. „Faðir minn vann við snjómokstur árum saman þegar ég var krakki og ég veit hvað þetta er erfið vinna. Þannig ég er bara mjög þakklát fyrir að fá mokstur,“ segir Ólöf. Uppfært kl 09:06: Ökumaður snjóblásarans hafði samband við Ólöfu í dag og baðst afsökunar á þessu. Fráblástursstillingar blásarans reyndust bilaðar og var tækið tekið úr notkun.
Reykjavík Veður Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira