Mikið álag hefur verið á upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777. Svo mikið að þegar fólk nær ekki í gegn bregður það á það ráð að hringa í Neyðarlínuna 112, segir í tilkynningunni.
Þar séu allar línur tepptar af fólki að spyrja um færð, veður og lokanir vega, sem sé afar slæmt. Vegagerðin biðlar til fólks að hringja alls ekki í Neyðarlínuna til að spyrja að þessum hlutum.
Þá segir að umferðarþjónusta Vegagerðarinnar nái ekki að sinna öllum þeim fjölmörgu símtölum sem berast henni og því sé fólk beðið um að fylgjast með á umferðarvef Vegagerðarinnar umferdin.is. Þar birtist upplýsingar um leið og teknar eru ákvarðanir um opnun og lokun vega.
„Aftur skal ítrekað: Ekki hringja í Neyðarlínuna til að fá upplýsingar um veður og færð,“ segir í lok tilkynningar.