Bankman-Fried samþykkir að vera framseldur Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2022 10:47 Sam Bankman-Fried í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina. Hann hefur veitt nokkurn fjölda viðtala eftir fall FTX. Það þykir afar óvanalegt fyrir mann sóttur er til saka. AP/ABC News/Good Morning America Lögmaður Sams Bankman-Frieds, stofnanda FTX, segir hann tilbúinn að svara til saka í Bandaríkunum vegna falls rafmyntakauphallarinnar. Undirbúningur að framsali hans til Bandaríkjanna hefjist nú. Bankman-Fried er í varðhaldi í Nassá á Bahamaeyjum þar sem hann var handtekinn í byrjun síðustu viku. Hann sagðist upphaflega ætla að streitast gegn framsali til Bandaríkjanna þar sem hann er ákærður fyrir fjársvik, peningaþvætti og brot á lögum um framlög til stjórnmálaflokka. New York Times segir að hann hafi nú fallist á að vera framseldur til heimalandsins eftir ruglingslegan dag í dómsal í gær. Jerone Roberts, einn bahameyskra lögmanna Bankman-Frieds, segir skjólstæðing sinn hafa fallist á framsalið að fúsum og frjálsum vilja, þvert á eindregnar ráðleggingar lögmanna sinna. Lögmennirnir séu þegar byrjaðir að undirbúa framsalsgögnin. „Herra Bankman-Fried vill bæta viðskiptavinum þetta og það er ástæðan fyrir ákvörðun hans,“ segir Roberts við bandaríska dagblaðið. Trillað fram og til baka Ákvörðunina kynnti Roberts eftir að Bankman-Fried hafði verið trillað fram og til baka á milli dómsals og fangaklefa síns í gær. Upphaflega átti að taka mál hans fyrir til þess að hann gæti lýst því yfir að hann legðist ekki gegn framsali en Roberts krafðist síðar að fá að ræða nánar við skjólstæðing sinn og upplýsa hann betur um stöðu sína. Bankman-Fried er sakaður um að hafa notað milljarða dollara af innistæðum viðskiptavina FTX til þess að fjármagna Alameda Research, rafmyntavogunarsjóð sinn, kaupa lúxusfasteignir, fjárfesta í öðrum fyrirtækjum og láta fé af hendi rakna til stjórnmálaframboða. Saksóknarar halda því fram að hann hafi beitt viðskiptavini, fjárfesta og lánadrottna blekkingu allt frá stofnun FTX. FTX var tekið til gjaldþrotameðferðar í síðasta mánuði í kjölfar bráðrar lausafjárþurrðar. Viðskiptavinir kauphallarinnar gerðu áhlaup og drógu út innistæður upp á milljarða dollara eftir að fregnir af óheilbrigðu sambandi FTX og Alameda Research byrjuðu að kvisast út. Binance, stærsta rafmyntakauphöll heims, ætlaði á tímabili að skera FTX úr snörunni en ekkert varð úr því. Kastljós eftirlitsstofnana virðist nú einnig beinast að Binanace.Vísir/Getty Saksóknarar skoða stærsta keppinautinn Fall FTX hefur skekið undirstöður rafmyntaiðnaðarins og fleiri fyrirtæki hafa farið á hausinn síðan. Saksóknarar í Bandaríkjunum eru ennfremur sagðir með mögulegt mál í höndunum gegn Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims. Fyrirtækið stöðvaði tímabundið úttektir á rafmyntum á dögnum en það segir að viðskiptavinir hafi tekið út sex milljarða dollara á þremur sólarhringum. Reuters-fréttastofan sagði frá því í vikunni að fjármál Binance væru algerlega ógegnsæ. Sem einkafyrirtæki þarf það ekki að birta upplýsingar um fjárreiður sínar opinberlega. Það hafi raunar ekki veitt utanaðkomandi innsýn í reksturinn frá því að það fékk síðast nýja fjárfesta til liðs við sig árið 2018. Þá neitar fyrirtækið að upplýsa hvar höfuðstöðvar þess eru og stjórnendur hafa markvisst reynt að koma því undan vökulum augum eftirlitsstofnana. Bandaríkin Bahamaeyjar Gjaldþrot FTX Rafmyntir Tengdar fréttir Rannsaka kosningaframlög FTX-forkólfa Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir beina sjónum sínum að framlögum stjórnenda rafmyntafyrirtækisins FTX í kosningasjóði stjórnmálamanna. Þeir voru einir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar flokkanna tveggja fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. 19. desember 2022 12:36 „Gamaldags fjárdráttur“ hjá FTX Skiptastjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX segir að það sem átti sér stað innan þess hafi ekki verið neitt flóknara en „gamaldags fjárdráttur“. Sam Bankman-Fried, stofnandi FTX, er ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2022 23:05 Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. 1. desember 2022 11:02 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bankman-Fried er í varðhaldi í Nassá á Bahamaeyjum þar sem hann var handtekinn í byrjun síðustu viku. Hann sagðist upphaflega ætla að streitast gegn framsali til Bandaríkjanna þar sem hann er ákærður fyrir fjársvik, peningaþvætti og brot á lögum um framlög til stjórnmálaflokka. New York Times segir að hann hafi nú fallist á að vera framseldur til heimalandsins eftir ruglingslegan dag í dómsal í gær. Jerone Roberts, einn bahameyskra lögmanna Bankman-Frieds, segir skjólstæðing sinn hafa fallist á framsalið að fúsum og frjálsum vilja, þvert á eindregnar ráðleggingar lögmanna sinna. Lögmennirnir séu þegar byrjaðir að undirbúa framsalsgögnin. „Herra Bankman-Fried vill bæta viðskiptavinum þetta og það er ástæðan fyrir ákvörðun hans,“ segir Roberts við bandaríska dagblaðið. Trillað fram og til baka Ákvörðunina kynnti Roberts eftir að Bankman-Fried hafði verið trillað fram og til baka á milli dómsals og fangaklefa síns í gær. Upphaflega átti að taka mál hans fyrir til þess að hann gæti lýst því yfir að hann legðist ekki gegn framsali en Roberts krafðist síðar að fá að ræða nánar við skjólstæðing sinn og upplýsa hann betur um stöðu sína. Bankman-Fried er sakaður um að hafa notað milljarða dollara af innistæðum viðskiptavina FTX til þess að fjármagna Alameda Research, rafmyntavogunarsjóð sinn, kaupa lúxusfasteignir, fjárfesta í öðrum fyrirtækjum og láta fé af hendi rakna til stjórnmálaframboða. Saksóknarar halda því fram að hann hafi beitt viðskiptavini, fjárfesta og lánadrottna blekkingu allt frá stofnun FTX. FTX var tekið til gjaldþrotameðferðar í síðasta mánuði í kjölfar bráðrar lausafjárþurrðar. Viðskiptavinir kauphallarinnar gerðu áhlaup og drógu út innistæður upp á milljarða dollara eftir að fregnir af óheilbrigðu sambandi FTX og Alameda Research byrjuðu að kvisast út. Binance, stærsta rafmyntakauphöll heims, ætlaði á tímabili að skera FTX úr snörunni en ekkert varð úr því. Kastljós eftirlitsstofnana virðist nú einnig beinast að Binanace.Vísir/Getty Saksóknarar skoða stærsta keppinautinn Fall FTX hefur skekið undirstöður rafmyntaiðnaðarins og fleiri fyrirtæki hafa farið á hausinn síðan. Saksóknarar í Bandaríkjunum eru ennfremur sagðir með mögulegt mál í höndunum gegn Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims. Fyrirtækið stöðvaði tímabundið úttektir á rafmyntum á dögnum en það segir að viðskiptavinir hafi tekið út sex milljarða dollara á þremur sólarhringum. Reuters-fréttastofan sagði frá því í vikunni að fjármál Binance væru algerlega ógegnsæ. Sem einkafyrirtæki þarf það ekki að birta upplýsingar um fjárreiður sínar opinberlega. Það hafi raunar ekki veitt utanaðkomandi innsýn í reksturinn frá því að það fékk síðast nýja fjárfesta til liðs við sig árið 2018. Þá neitar fyrirtækið að upplýsa hvar höfuðstöðvar þess eru og stjórnendur hafa markvisst reynt að koma því undan vökulum augum eftirlitsstofnana.
Bandaríkin Bahamaeyjar Gjaldþrot FTX Rafmyntir Tengdar fréttir Rannsaka kosningaframlög FTX-forkólfa Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir beina sjónum sínum að framlögum stjórnenda rafmyntafyrirtækisins FTX í kosningasjóði stjórnmálamanna. Þeir voru einir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar flokkanna tveggja fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. 19. desember 2022 12:36 „Gamaldags fjárdráttur“ hjá FTX Skiptastjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX segir að það sem átti sér stað innan þess hafi ekki verið neitt flóknara en „gamaldags fjárdráttur“. Sam Bankman-Fried, stofnandi FTX, er ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2022 23:05 Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. 1. desember 2022 11:02 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Rannsaka kosningaframlög FTX-forkólfa Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir beina sjónum sínum að framlögum stjórnenda rafmyntafyrirtækisins FTX í kosningasjóði stjórnmálamanna. Þeir voru einir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar flokkanna tveggja fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. 19. desember 2022 12:36
„Gamaldags fjárdráttur“ hjá FTX Skiptastjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX segir að það sem átti sér stað innan þess hafi ekki verið neitt flóknara en „gamaldags fjárdráttur“. Sam Bankman-Fried, stofnandi FTX, er ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2022 23:05
Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. 1. desember 2022 11:02