Vilja banna ríkisstarfsmönnum að nota Tiktok Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2022 11:13 Bandarískir alríkisstarfsmenn þurfa að finna annað við tíma sinn að gera en eyða honum á Tiktok verði útgjaldafrumvarp Bandaríkjaþings að lögum. Vísir/EPA Bandarískum alríkisstarfsmönnum verður bannað að nota kínverska samfélagsmiðilinn Tiktok á tækjum í eigum ríkisins verði frumvarp að um útgjöld ríkisins að lögum í óbreyttri mynd. Þarlend yfirvöld telja forritið geta ógnað þjóðaröryggi. Tiktok er í eigu kínverska fyrirtækisins Bytedance en það nýtur mikillar hylli á meðal ungmenna á vesturlöndum jafnt sem annars staðar í heiminum. Bandarísk stjórnvöld hafa reynt að ná samningum um vernd persónuupplýsinga bandarískra notenda forritsins en án árangurs. Þau óttast að kommúnistastjórnin í Kína fái aðgang að persónuupplýsingum notenda en því hefur Bytedance hafnað. Fyrir Bandaríkjaþingi liggur nú umfangsmikið frumvarp um tímabundnar fjárheimildir til reksturs alríkisstjórnarinnar. Búist er við því að atkvæði verði greidd um frumvarpið í þessari viku. Verði það samþykkt verður ríkisstjórninni falið að semja reglur um að alríkisstofnanir fjarlægi forritið af öllum tækjum í eigu þeirra. Nokkur fjöldi alríkisstofnana bannar nú þegar forritið, þar á meðal Hvíta húsið, varnarmála-, heimavarna- og utanríkisráðuneytin, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nítján ríki af fimmtíu banna ennfremur notkun forritsins á opinberum tölvum að hluta til. Flestar þeirra takmarkana voru settar á undanfarnar tvær vikur. Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes sagði frá því fyrr á þessu ári að móðurfélag Tiktok hafi ætlað sér að nota samfélagsmiðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitneskju þeirra eða samþykkis. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi banna nýjum notendum að sækja Tiktok eftir að það byrjaði að öðlast vinsældir árið 2020. Hann var hins vegar gerður afturreka með þær aðgerðir fyrir dómstólum. Bandaríkin TikTok Samfélagsmiðlar Kína Persónuvernd Tengdar fréttir Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um ákveðna einstaklinga Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn. 21. október 2022 12:25 Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tiktok er í eigu kínverska fyrirtækisins Bytedance en það nýtur mikillar hylli á meðal ungmenna á vesturlöndum jafnt sem annars staðar í heiminum. Bandarísk stjórnvöld hafa reynt að ná samningum um vernd persónuupplýsinga bandarískra notenda forritsins en án árangurs. Þau óttast að kommúnistastjórnin í Kína fái aðgang að persónuupplýsingum notenda en því hefur Bytedance hafnað. Fyrir Bandaríkjaþingi liggur nú umfangsmikið frumvarp um tímabundnar fjárheimildir til reksturs alríkisstjórnarinnar. Búist er við því að atkvæði verði greidd um frumvarpið í þessari viku. Verði það samþykkt verður ríkisstjórninni falið að semja reglur um að alríkisstofnanir fjarlægi forritið af öllum tækjum í eigu þeirra. Nokkur fjöldi alríkisstofnana bannar nú þegar forritið, þar á meðal Hvíta húsið, varnarmála-, heimavarna- og utanríkisráðuneytin, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nítján ríki af fimmtíu banna ennfremur notkun forritsins á opinberum tölvum að hluta til. Flestar þeirra takmarkana voru settar á undanfarnar tvær vikur. Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes sagði frá því fyrr á þessu ári að móðurfélag Tiktok hafi ætlað sér að nota samfélagsmiðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitneskju þeirra eða samþykkis. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi banna nýjum notendum að sækja Tiktok eftir að það byrjaði að öðlast vinsældir árið 2020. Hann var hins vegar gerður afturreka með þær aðgerðir fyrir dómstólum.
Bandaríkin TikTok Samfélagsmiðlar Kína Persónuvernd Tengdar fréttir Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um ákveðna einstaklinga Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn. 21. október 2022 12:25 Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um ákveðna einstaklinga Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn. 21. október 2022 12:25
Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00