Búa sig undir að kveðja jarðskjálftamælinn á Mars Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2022 12:19 Útlit er fyrir að Insight sé þegar orðinn marsneska rykinu að bráð. NASA Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur misst samband við lendingarfarið Insight á reikistjörnunni Mars. Orka geimfarsins hefur farið dvínandi undanfarna mánuði og er nú gert ráð fyrir að dagar þess séu taldir. Insight svaraði ekki kalli leiðangursstjórnenda á jörðinni á sunnudag en síðast náðist samband við farið fimmtudaginn 15. desember. Í tilkynningu á vefsíðu NASA segir að kraftur Insight hafi farið þverrandi undanfarna mánuði eins og búist var við. Ekki liggi fyrir hvað olli því að það missti aflið nú. Tilraunir verði áfram gerðar til þess að ná sambandi. „Orkan mín er að þrotum komin þannig að þetta gæti verið síðasta myndin sem ég sent. Ekki hafa áhyggjur af mér samt, tími minn hér hefur verið bæði afkastamikill og friðsæll. Ef ég get haldið áfram að tala við leiðangursteymið mitt þá geri ég það en ég fer að skrá mig út héðan bráðum. Takk fyrir að fylgja mér eftir,“ sagði í tilfinningasömu tísti á Twitter-reikningi Insight-leiðangursins í gær. Á mynd sem NASA birti á samfélagsmiðlum má sjá hluta geimfarsins þakinn rauðleitu ryki. Líkt og mörg önnur lendingarfar á Mars er Insight knúið sólarorku og því er líklegt að það hafi verið rykið á sólarsellunum sem lamaði það á endanum. Opportunity, könnunarjeppi NASA, hlaut sömu örlög eftir fimmtán ára ferðalag um rauðu reikistjörnuna árið 2019. Update on @NASAInSight: On Dec. 18, the Mars lander did not respond to communications from Earth. Power has been declining for months, as expected, and this may mean the end of operations for the spacecraft. The team will try again to contact InSight. https://t.co/PsDaWokb9Z pic.twitter.com/ZVACs9EgmB— NASA JPL (@NASAJPL) December 20, 2022 Insight lenti á Mars 26. nóvember árið 2018 en geimfarinu var ætlað að kanna jarðvirkni og innviði reikistjörnunnar. Farið náði aðalvísindamarkmiðum sínum á fyrstu tveimur jarðárunum þar. Alls hefur Insight numið fleiri en 1.300 Marsskjálfta og varpað ljósi á loftsteinaárekstra og innri samsetningu Mars. Gögn frá Insight voru meðal annars notuð til þess að bera kennsl á mögulega virkan möttulstrók undir yfirborði reikistjörnunnar. Sú uppgötvun þykir marka tímamót þar sem Mars hefur verið talinn jarðfræðilega óvirk reikistjarna til þessa. Mars Vísindi Tækni Bandaríkin Geimurinn Tengdar fréttir Fundu merki um að Mars sé enn jarðfræðilega virkur Athuganir á reikistjörnunni Mars benda til þess að þar sé að finna virkan möttulstrók undir yfirborðinu. Reikistjarnan hefur fram að þessu verið talin jarðfræðilega óvirk en strókurinn sem menn telja sig hafa fundið gæti knúið jarðskjálfta, misgengishreyfingar og jafnvel eldgos. 6. desember 2022 10:52 Marsskjálftamælir nam stóran loftsteinaárekstur Tvíeyki bandarískra geimkönnunarfara náðu í sameiningu að verða vitni að því þegar stór loftsteinagígur myndaðist á yfirborði Mars í fyrra. Það sem árekturinn leiddi í ljós gætti haft þýðingu fyrir mannaða leiðangra til reikistjörnunnar í framtíðinni. 28. október 2022 11:32 Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Insight svaraði ekki kalli leiðangursstjórnenda á jörðinni á sunnudag en síðast náðist samband við farið fimmtudaginn 15. desember. Í tilkynningu á vefsíðu NASA segir að kraftur Insight hafi farið þverrandi undanfarna mánuði eins og búist var við. Ekki liggi fyrir hvað olli því að það missti aflið nú. Tilraunir verði áfram gerðar til þess að ná sambandi. „Orkan mín er að þrotum komin þannig að þetta gæti verið síðasta myndin sem ég sent. Ekki hafa áhyggjur af mér samt, tími minn hér hefur verið bæði afkastamikill og friðsæll. Ef ég get haldið áfram að tala við leiðangursteymið mitt þá geri ég það en ég fer að skrá mig út héðan bráðum. Takk fyrir að fylgja mér eftir,“ sagði í tilfinningasömu tísti á Twitter-reikningi Insight-leiðangursins í gær. Á mynd sem NASA birti á samfélagsmiðlum má sjá hluta geimfarsins þakinn rauðleitu ryki. Líkt og mörg önnur lendingarfar á Mars er Insight knúið sólarorku og því er líklegt að það hafi verið rykið á sólarsellunum sem lamaði það á endanum. Opportunity, könnunarjeppi NASA, hlaut sömu örlög eftir fimmtán ára ferðalag um rauðu reikistjörnuna árið 2019. Update on @NASAInSight: On Dec. 18, the Mars lander did not respond to communications from Earth. Power has been declining for months, as expected, and this may mean the end of operations for the spacecraft. The team will try again to contact InSight. https://t.co/PsDaWokb9Z pic.twitter.com/ZVACs9EgmB— NASA JPL (@NASAJPL) December 20, 2022 Insight lenti á Mars 26. nóvember árið 2018 en geimfarinu var ætlað að kanna jarðvirkni og innviði reikistjörnunnar. Farið náði aðalvísindamarkmiðum sínum á fyrstu tveimur jarðárunum þar. Alls hefur Insight numið fleiri en 1.300 Marsskjálfta og varpað ljósi á loftsteinaárekstra og innri samsetningu Mars. Gögn frá Insight voru meðal annars notuð til þess að bera kennsl á mögulega virkan möttulstrók undir yfirborði reikistjörnunnar. Sú uppgötvun þykir marka tímamót þar sem Mars hefur verið talinn jarðfræðilega óvirk reikistjarna til þessa.
Mars Vísindi Tækni Bandaríkin Geimurinn Tengdar fréttir Fundu merki um að Mars sé enn jarðfræðilega virkur Athuganir á reikistjörnunni Mars benda til þess að þar sé að finna virkan möttulstrók undir yfirborðinu. Reikistjarnan hefur fram að þessu verið talin jarðfræðilega óvirk en strókurinn sem menn telja sig hafa fundið gæti knúið jarðskjálfta, misgengishreyfingar og jafnvel eldgos. 6. desember 2022 10:52 Marsskjálftamælir nam stóran loftsteinaárekstur Tvíeyki bandarískra geimkönnunarfara náðu í sameiningu að verða vitni að því þegar stór loftsteinagígur myndaðist á yfirborði Mars í fyrra. Það sem árekturinn leiddi í ljós gætti haft þýðingu fyrir mannaða leiðangra til reikistjörnunnar í framtíðinni. 28. október 2022 11:32 Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Fundu merki um að Mars sé enn jarðfræðilega virkur Athuganir á reikistjörnunni Mars benda til þess að þar sé að finna virkan möttulstrók undir yfirborðinu. Reikistjarnan hefur fram að þessu verið talin jarðfræðilega óvirk en strókurinn sem menn telja sig hafa fundið gæti knúið jarðskjálfta, misgengishreyfingar og jafnvel eldgos. 6. desember 2022 10:52
Marsskjálftamælir nam stóran loftsteinaárekstur Tvíeyki bandarískra geimkönnunarfara náðu í sameiningu að verða vitni að því þegar stór loftsteinagígur myndaðist á yfirborði Mars í fyrra. Það sem árekturinn leiddi í ljós gætti haft þýðingu fyrir mannaða leiðangra til reikistjörnunnar í framtíðinni. 28. október 2022 11:32
Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. 18. maí 2022 23:36
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent