„Það eru engin jól án tónlistar“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. desember 2022 13:09 Það er aldrei leiðinleg stemning þegar Heimilistónar koma saman. „Það er mjög skemmtilegt að undirbúa tónleikana. Finna til jólaskraut, fara í sitt fínasta púss og pakka inn happdrættisvinningunum. Þetta kemur manni í jólaskap,“ segir Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona og ein af meðlimum Heimilistóna en sveitin heldur sína seinni jólatónleika í Húsi máls og menningar nú í kvöld. Leikkonurnar góðkunnu Elva Ósk, Katla Margrét, Ólafía Hrönn og Vigdís flytja frumsamin jólalög af plötunni „Rugl góð jólalög“ ásamt fleiri góðum lögum sveitarinnar. Þetta er fyrsta jólaplata Heimilistóna, en á henni er meðal annars að finna Jólalag ársins á Rás 2 á síðasta ári „Anda inn“. Það var hlýleg jólastemning og fullt út úr húsi síðastliðið laugardagskvöld þegar Heimilistónar héldu jólatónleika í Húsi máls og menningar og hefur sveitin nú bætt við aukatónleikum á sama stað klukkan átta í kvöld. Fullt var út úr húsi á tónleikum Heimilistóna á laugardagskvöldið og í kvöld munu þær stöllur endurtaka leikinn. Gaman og gleði á aðventunni „Ég verð að segja að nafnið á plötunni er réttnefni. En þetta hrökk upp úr einni okkar í stúdíóinu þegar við vorum að taka lögin upp. Þetta hljómar kannski belgingslegt en þetta var sagt með hjartanu og ef ég á að dæma af viðbrögðum hlustenda bæði af tónleikunum siðastliðin laugardag og þeirra sem hafa hlustað á plötuna þá eru þeir sammála. Það má geta þess að öðlingurinn hann Vignir Snær tók upp plötuna og við hefðum ekki getað fengið betri mann,“ segir Ólafa Hrönn, eða Lolla eins og hún er oftast kölluð. Þá segir Elva Ósk að það hafi verið gaman að sjá gleðina sem sveif yfir salinn á tónleikunum á laugardagskvöldið. „Það er gott að sjá fólk ná að njóta á þessum annatíma sem aðventan er. Við vorum eitthvað að spá og spökulera hvort fólk kæmi því það er svo mikið í boði, en jú, það var stappað og okkur þótti það gleðilegt. Við erum stoltar af þessum nýju lögum okkar og glaðar að þau líði vel í landann,“ segir hún og Katla tekur í sama streng. „Tónleikarnir á laugardaginn glöddu okkur mikið. Gaman að flytja þessi lög og ekki síður að fá gestina með í samsöng á þekktum jólalögum. Þá fékk ég gæsahúð.“ Þá segir Vigdís að gömlu lög sveitarinnar hitti ávallt í mark hjá gestum. „Það er óskaplega gaman að fá tækifæri til að að spila jólalögin okkar fyrir tónleikagesti og skapa jólastemningu. Tónlist er svo stór hluti af jólahaldinu, það eru engin jól án tónlistar.“ Tónleikar Heimilistóna hefjast klukkan átta í kvöld. Miðasala er í Húsi máls og menningar og miðaverð er 2.900 krónur. Vínylútgáfa plötunnar er nýkomin úr prentun og verður seld á staðnum á 5.000 krónur. Á plötunni má finna QR kóða sem vísa á Spotify fyrir þá sem vilja kaupa plötuna en eiga ekki plötuspilara. Menning Jól Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Leikkonurnar góðkunnu Elva Ósk, Katla Margrét, Ólafía Hrönn og Vigdís flytja frumsamin jólalög af plötunni „Rugl góð jólalög“ ásamt fleiri góðum lögum sveitarinnar. Þetta er fyrsta jólaplata Heimilistóna, en á henni er meðal annars að finna Jólalag ársins á Rás 2 á síðasta ári „Anda inn“. Það var hlýleg jólastemning og fullt út úr húsi síðastliðið laugardagskvöld þegar Heimilistónar héldu jólatónleika í Húsi máls og menningar og hefur sveitin nú bætt við aukatónleikum á sama stað klukkan átta í kvöld. Fullt var út úr húsi á tónleikum Heimilistóna á laugardagskvöldið og í kvöld munu þær stöllur endurtaka leikinn. Gaman og gleði á aðventunni „Ég verð að segja að nafnið á plötunni er réttnefni. En þetta hrökk upp úr einni okkar í stúdíóinu þegar við vorum að taka lögin upp. Þetta hljómar kannski belgingslegt en þetta var sagt með hjartanu og ef ég á að dæma af viðbrögðum hlustenda bæði af tónleikunum siðastliðin laugardag og þeirra sem hafa hlustað á plötuna þá eru þeir sammála. Það má geta þess að öðlingurinn hann Vignir Snær tók upp plötuna og við hefðum ekki getað fengið betri mann,“ segir Ólafa Hrönn, eða Lolla eins og hún er oftast kölluð. Þá segir Elva Ósk að það hafi verið gaman að sjá gleðina sem sveif yfir salinn á tónleikunum á laugardagskvöldið. „Það er gott að sjá fólk ná að njóta á þessum annatíma sem aðventan er. Við vorum eitthvað að spá og spökulera hvort fólk kæmi því það er svo mikið í boði, en jú, það var stappað og okkur þótti það gleðilegt. Við erum stoltar af þessum nýju lögum okkar og glaðar að þau líði vel í landann,“ segir hún og Katla tekur í sama streng. „Tónleikarnir á laugardaginn glöddu okkur mikið. Gaman að flytja þessi lög og ekki síður að fá gestina með í samsöng á þekktum jólalögum. Þá fékk ég gæsahúð.“ Þá segir Vigdís að gömlu lög sveitarinnar hitti ávallt í mark hjá gestum. „Það er óskaplega gaman að fá tækifæri til að að spila jólalögin okkar fyrir tónleikagesti og skapa jólastemningu. Tónlist er svo stór hluti af jólahaldinu, það eru engin jól án tónlistar.“ Tónleikar Heimilistóna hefjast klukkan átta í kvöld. Miðasala er í Húsi máls og menningar og miðaverð er 2.900 krónur. Vínylútgáfa plötunnar er nýkomin úr prentun og verður seld á staðnum á 5.000 krónur. Á plötunni má finna QR kóða sem vísa á Spotify fyrir þá sem vilja kaupa plötuna en eiga ekki plötuspilara.
Menning Jól Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira