Fimm flugferðum síðar enn ekki nálægt áfangastaðnum Íslandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. desember 2022 21:45 Daniel átti að mæta til Íslands í gær en dvelur nú þess í stað á hóteli skammt frá flugvellinum í Helsinki, 36 tímum eftir að hann lagði af stað frá Texas. samsett Daniel Viray er kennari frá Texas sem ætlaði sér að nýta tveggja vikna jólafrí í að heimsækja Ísland. Upphaflega átti hann að mæta til landsins í gær, mánudaginn 19. desember, eftir millilendingar í Chicago og London. Vegna óveðursins er hann hins vegar staddur í Helsinki eftir misheppnaða flugferð þaðan til Íslands í dag og á morgun fer hann til Berlínar áður en ferðinni er loks heitið til Íslands. „Mér líður svo sem ágætlega, svona hlutir gerast. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég flýg utan Bandaríkjanna, sem og fyrsta skipti sem ég ferðast einn,“ segir Daniel í samtali við fréttastofu. „Maður getur víst ekki stjórnað veðrinu. Ég er bara stóískur og vona að allt endi vel.“ Það sem áttu að vera þrjár flugferðir mun því að öllum líkindum enda í sex ferðum, frá Texas til Chigaco og þaðan til London. Frá London til Helsinki, Helsinki til Berlínar og þaðan til fyrirheitna landsins Íslands. Lenti á brottfararstað Daniel hefur verið í 36 tíma ferðalagi og náð einungis um fjögurra tíma svefni á þeim tíma. „Ég sofnaði aðeins í fluginu sem átti að vera frá Helsinki til Íslands. Flugstjóranum snerist hugur á leiðinni og ég vaknaði aftur í Helsinki, þessi ferð er alveg með ólíkindum.“ Daniel flaug frá Chicago til London þar sem hann missti af næsta flugi til Íslands vegna rafmagnsbilunar í vélinni. „Klukkutími í London varð að tólf tímum. Ég fann ekki töskuna strax og fór í raðir til að ræða við einhvern og missti á endanum af fluginu. Ég beið svo í síma ferðaþjónustunnar í einn og hálfan tíma sem sagði að ég þyrfti að tala við flugfélagið. Loks átti ég flug frá London til Helsinki og þaðan til Íslands.“ Sú ferð misheppnaðist hins vegar eins og áður segir og er Daniel nú staddur á hóteli sem flugfélagið FinnAir útvegaði honum. Vonar það besta „Það hefur reyndar sennilega verið það besta við ferðina hingað til, að geta sofið á hótelherbergi.“ Það besta við ferðina til Íslands hingað til: hótelherbergi í Helsinki.aðsend Ef allt gengur að óskum flýgur Daniel til Berlínar á morgun en þar tekur við 5 tíma bið áður en flogið verður til Íslands. Hingað til lands ætti hann því að mæta um fjögur leytið á morgun. „Ég er kennari og er með tveggja vikna frí nú um jólin og vildi upplifa eitthvað allt annað en í mínum heimabæ í Texas. Ég þekki nokkra frá Íslandi þannig mér datt bara í hug að kanna hvernig lífið væri á Íslandi“ segir Daniel og bætir við að hann hafi kynnst nokkrum Íslendingum á samfélagsmiðlum. „Nú bíð ég bara og vona að það rætist eitthvað úr þessu,“ segir Daniel að lokum. Ferðalög Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira
„Mér líður svo sem ágætlega, svona hlutir gerast. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég flýg utan Bandaríkjanna, sem og fyrsta skipti sem ég ferðast einn,“ segir Daniel í samtali við fréttastofu. „Maður getur víst ekki stjórnað veðrinu. Ég er bara stóískur og vona að allt endi vel.“ Það sem áttu að vera þrjár flugferðir mun því að öllum líkindum enda í sex ferðum, frá Texas til Chigaco og þaðan til London. Frá London til Helsinki, Helsinki til Berlínar og þaðan til fyrirheitna landsins Íslands. Lenti á brottfararstað Daniel hefur verið í 36 tíma ferðalagi og náð einungis um fjögurra tíma svefni á þeim tíma. „Ég sofnaði aðeins í fluginu sem átti að vera frá Helsinki til Íslands. Flugstjóranum snerist hugur á leiðinni og ég vaknaði aftur í Helsinki, þessi ferð er alveg með ólíkindum.“ Daniel flaug frá Chicago til London þar sem hann missti af næsta flugi til Íslands vegna rafmagnsbilunar í vélinni. „Klukkutími í London varð að tólf tímum. Ég fann ekki töskuna strax og fór í raðir til að ræða við einhvern og missti á endanum af fluginu. Ég beið svo í síma ferðaþjónustunnar í einn og hálfan tíma sem sagði að ég þyrfti að tala við flugfélagið. Loks átti ég flug frá London til Helsinki og þaðan til Íslands.“ Sú ferð misheppnaðist hins vegar eins og áður segir og er Daniel nú staddur á hóteli sem flugfélagið FinnAir útvegaði honum. Vonar það besta „Það hefur reyndar sennilega verið það besta við ferðina hingað til, að geta sofið á hótelherbergi.“ Það besta við ferðina til Íslands hingað til: hótelherbergi í Helsinki.aðsend Ef allt gengur að óskum flýgur Daniel til Berlínar á morgun en þar tekur við 5 tíma bið áður en flogið verður til Íslands. Hingað til lands ætti hann því að mæta um fjögur leytið á morgun. „Ég er kennari og er með tveggja vikna frí nú um jólin og vildi upplifa eitthvað allt annað en í mínum heimabæ í Texas. Ég þekki nokkra frá Íslandi þannig mér datt bara í hug að kanna hvernig lífið væri á Íslandi“ segir Daniel og bætir við að hann hafi kynnst nokkrum Íslendingum á samfélagsmiðlum. „Nú bíð ég bara og vona að það rætist eitthvað úr þessu,“ segir Daniel að lokum.
Ferðalög Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira