Musk hyggst hætta þegar arftakinn er fundinn Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2022 07:27 Mikið hefur gustað um Twitter eftir að Elon Musk gekk frá kaupum á samfélagsmiðlarisanum í október síðastliðinn. EPA Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hyggst láta af störfum sem forstjóri samfélagsmiðlarisans Twitter þegar búið er að finna einhvern sem sé „nægilega vitlaus til að taka starfið að sér“. Musk greindi frá þessu í nótt. Tilkynningin kemur í kjölfar skoðanakönnunar á Twitterreikningi hans þar sem hann spurði notendur hvort hann ætti að hætta sem forstjóri. Mikið hefur gustað um Twitter frá því að Musk keypti félagið í október. Rúmlega 57 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni greiddu atkvæði með því að Musk ætti að láta af störfum. Hann hafði heitið því að fara eftir niðurstöðunni, hver sem hún yrði. Musk segist nú áfram munu stýra hugbúnaðar- og netþjónateymi félagsins þegar nýr forstjóri hefur verið ráðinn. I will resign as CEO as soon as I find someone foolish enough to take the job! After that, I will just run the software & servers teams.— Elon Musk (@elonmusk) December 21, 2022 Frá því að Musk keypti Twitter í haust hefur hann látið reka um helming starfsfólksins og reynt að selja áskriftarþjónustu þar sem notendur greiða átta eða ellefu Bandaríkjadali fyrir blátt merki á reikningum sínum. Felur merkið í sér að starfsmenn Twitter hafa þá gengist úr skugga um að viðkomandi reikningur sé ósvikinn reikningur viðkomandi. Twitter hefur lengi glímt við, líkt og aðrir samfélagsmiðlar, að notendur þykjast margir vera aðrir en þeir raunverulega eru. Félagasamtök hafa sömuleiðis gagnrýnt nýlegar stefnubreytingar Twitter og saka Musk um að gera breytingar á notkunarskilmálum sem munu fela í sér aukna hatursorðræðu og upplýsingaóreiðu. Musk hefur einnig sætt gagnrýni fyrir að hafa lokað á reikninga blaðamanna sem hafa fjallað um samfélagsmiðla og málefni þeim tengdum. Nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Í frétt BBC segir að einhverjir hafi velt því upp hvort að Jack Dorsey, stofnandi Twitter, verði fenginn til að snúa aftur í forstjórastólinn. Dorsey hætti sem forstjóri í nóvember 2021. Önnur nöfn sem hafa verið nefnd til sögunnar eru Sheryl Sandberg, fyrrverandi rekstrarstjóri Facebook, Sriram Krishnan, verkfræðingur og náinn samstarfsmaður Musks, og Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta og fyrrverandi ráðgjafi forsetans. „Enginn vill starfið sem getur raunverulega haldið lífi í Twitter,“ sagði Musk í kjölfar niðurstöðu könnunarinnar. No one wants the job who can actually keep Twitter alive. There is no successor.— Elon Musk (@elonmusk) December 19, 2022 Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk vill takmarka kannanir við áskrifendur Twitter Auðjöfurinn Elon Musk segir að breyting verði gerð á framkvæmd kannana um stefnubreytingar hjá samfélagsmiðlinum. Eingöngu áskrifendur muni fá að taka þátt í þeim en hann tilkynnti þessa breytingu eftir að notendur greiddu atkvæði um að hann ætti að stíga til hliðar sem forstjóri Twitter. 20. desember 2022 12:09 Blæs til skoðanakönnunar um hvort hann eigi að hætta Elon Musk, forstjóri og eigandi Twitter, hefur blásið til skoðanakönnunar um hvort hann eigi að hætta sem forstjóri. Hann kveðst ætla að fylgja niðurstöðunni. 18. desember 2022 23:59 Twitter bannar hlekki á aðra samfélagsmiðla Samfélagsmiðillinn Twitter hyggst banna færslur sem vísa eingöngu á aðra samfélagsmiðla. Miðillinn mun einnig eyða aðgöngum sem aðeins eru notaðir til að auglýsa efni á öðrum samfélagsmiðlum. 18. desember 2022 23:01 Musk leitar að auknu fjármagni Auðkýfingurinn Elon Musk leitar nú að fjárfestum til að kaupa hluti í Twitter á sama verði og Musk greiddi sjálfur fyrir fyrirtækið þegar hann varð stærsti hluthafinn með hlutabréfakaupum upp á 44 milljarða dollara. 17. desember 2022 14:50 Segir bönnuðu blaðamennina hafa deilt ígildi „launmorðshnita“ Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur eytt reikningum nokkra þekktra blaðamanna sem að undanförnu hafa fjallað um auðkýfinginn Elon Musk, eiganda Twitter. Sjálfur segir Musk að blaðamennirnir hafi deilt staðsetningu hans, sem ígildi „launmorðshnitum“. 16. desember 2022 09:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Musk greindi frá þessu í nótt. Tilkynningin kemur í kjölfar skoðanakönnunar á Twitterreikningi hans þar sem hann spurði notendur hvort hann ætti að hætta sem forstjóri. Mikið hefur gustað um Twitter frá því að Musk keypti félagið í október. Rúmlega 57 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni greiddu atkvæði með því að Musk ætti að láta af störfum. Hann hafði heitið því að fara eftir niðurstöðunni, hver sem hún yrði. Musk segist nú áfram munu stýra hugbúnaðar- og netþjónateymi félagsins þegar nýr forstjóri hefur verið ráðinn. I will resign as CEO as soon as I find someone foolish enough to take the job! After that, I will just run the software & servers teams.— Elon Musk (@elonmusk) December 21, 2022 Frá því að Musk keypti Twitter í haust hefur hann látið reka um helming starfsfólksins og reynt að selja áskriftarþjónustu þar sem notendur greiða átta eða ellefu Bandaríkjadali fyrir blátt merki á reikningum sínum. Felur merkið í sér að starfsmenn Twitter hafa þá gengist úr skugga um að viðkomandi reikningur sé ósvikinn reikningur viðkomandi. Twitter hefur lengi glímt við, líkt og aðrir samfélagsmiðlar, að notendur þykjast margir vera aðrir en þeir raunverulega eru. Félagasamtök hafa sömuleiðis gagnrýnt nýlegar stefnubreytingar Twitter og saka Musk um að gera breytingar á notkunarskilmálum sem munu fela í sér aukna hatursorðræðu og upplýsingaóreiðu. Musk hefur einnig sætt gagnrýni fyrir að hafa lokað á reikninga blaðamanna sem hafa fjallað um samfélagsmiðla og málefni þeim tengdum. Nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Í frétt BBC segir að einhverjir hafi velt því upp hvort að Jack Dorsey, stofnandi Twitter, verði fenginn til að snúa aftur í forstjórastólinn. Dorsey hætti sem forstjóri í nóvember 2021. Önnur nöfn sem hafa verið nefnd til sögunnar eru Sheryl Sandberg, fyrrverandi rekstrarstjóri Facebook, Sriram Krishnan, verkfræðingur og náinn samstarfsmaður Musks, og Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta og fyrrverandi ráðgjafi forsetans. „Enginn vill starfið sem getur raunverulega haldið lífi í Twitter,“ sagði Musk í kjölfar niðurstöðu könnunarinnar. No one wants the job who can actually keep Twitter alive. There is no successor.— Elon Musk (@elonmusk) December 19, 2022
Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk vill takmarka kannanir við áskrifendur Twitter Auðjöfurinn Elon Musk segir að breyting verði gerð á framkvæmd kannana um stefnubreytingar hjá samfélagsmiðlinum. Eingöngu áskrifendur muni fá að taka þátt í þeim en hann tilkynnti þessa breytingu eftir að notendur greiddu atkvæði um að hann ætti að stíga til hliðar sem forstjóri Twitter. 20. desember 2022 12:09 Blæs til skoðanakönnunar um hvort hann eigi að hætta Elon Musk, forstjóri og eigandi Twitter, hefur blásið til skoðanakönnunar um hvort hann eigi að hætta sem forstjóri. Hann kveðst ætla að fylgja niðurstöðunni. 18. desember 2022 23:59 Twitter bannar hlekki á aðra samfélagsmiðla Samfélagsmiðillinn Twitter hyggst banna færslur sem vísa eingöngu á aðra samfélagsmiðla. Miðillinn mun einnig eyða aðgöngum sem aðeins eru notaðir til að auglýsa efni á öðrum samfélagsmiðlum. 18. desember 2022 23:01 Musk leitar að auknu fjármagni Auðkýfingurinn Elon Musk leitar nú að fjárfestum til að kaupa hluti í Twitter á sama verði og Musk greiddi sjálfur fyrir fyrirtækið þegar hann varð stærsti hluthafinn með hlutabréfakaupum upp á 44 milljarða dollara. 17. desember 2022 14:50 Segir bönnuðu blaðamennina hafa deilt ígildi „launmorðshnita“ Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur eytt reikningum nokkra þekktra blaðamanna sem að undanförnu hafa fjallað um auðkýfinginn Elon Musk, eiganda Twitter. Sjálfur segir Musk að blaðamennirnir hafi deilt staðsetningu hans, sem ígildi „launmorðshnitum“. 16. desember 2022 09:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Musk vill takmarka kannanir við áskrifendur Twitter Auðjöfurinn Elon Musk segir að breyting verði gerð á framkvæmd kannana um stefnubreytingar hjá samfélagsmiðlinum. Eingöngu áskrifendur muni fá að taka þátt í þeim en hann tilkynnti þessa breytingu eftir að notendur greiddu atkvæði um að hann ætti að stíga til hliðar sem forstjóri Twitter. 20. desember 2022 12:09
Blæs til skoðanakönnunar um hvort hann eigi að hætta Elon Musk, forstjóri og eigandi Twitter, hefur blásið til skoðanakönnunar um hvort hann eigi að hætta sem forstjóri. Hann kveðst ætla að fylgja niðurstöðunni. 18. desember 2022 23:59
Twitter bannar hlekki á aðra samfélagsmiðla Samfélagsmiðillinn Twitter hyggst banna færslur sem vísa eingöngu á aðra samfélagsmiðla. Miðillinn mun einnig eyða aðgöngum sem aðeins eru notaðir til að auglýsa efni á öðrum samfélagsmiðlum. 18. desember 2022 23:01
Musk leitar að auknu fjármagni Auðkýfingurinn Elon Musk leitar nú að fjárfestum til að kaupa hluti í Twitter á sama verði og Musk greiddi sjálfur fyrir fyrirtækið þegar hann varð stærsti hluthafinn með hlutabréfakaupum upp á 44 milljarða dollara. 17. desember 2022 14:50
Segir bönnuðu blaðamennina hafa deilt ígildi „launmorðshnita“ Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur eytt reikningum nokkra þekktra blaðamanna sem að undanförnu hafa fjallað um auðkýfinginn Elon Musk, eiganda Twitter. Sjálfur segir Musk að blaðamennirnir hafi deilt staðsetningu hans, sem ígildi „launmorðshnitum“. 16. desember 2022 09:00