Samþykktu að birta skattskýrslur Trumps Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2022 08:26 Donald Trump gerði það að einu helsta stefnumáli sínu að koma í veg fyrir að upplýsingar um fjármál hans yrðu opinber. AP/Andrew Harnik Bandarísk þingnefnd samþykkti að birta skattskýrslur Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem hann hefur alla tíð barist gegn að verði opinberar. Hún segir að skatturinn hafi aldrei endurskoðað skattskýrslur Trump þrátt fyrir reglur um það. Skattskýrslur Trump voru loks afhentar skattanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftir að Hæstaréttur kvað upp síðasta orðið með það í síðasta mánuði. Demókratar í fulltrúadeildinni höfðu reynt að fá aðgang að skýrslunum allt frá því að Trump var forseti fyrir þremur árum. Frá því að Trump bauð sig fyrst fram til forseta neitaði hann að birta skattskýrslur sínar þrátt fyrir áratugalangt fordæmi fyrir að frambjóðendur geri það. Nefndin greiddi atkvæði um hvort birta ætti skattskýrslurnar opinberar á fundi sínum í gær. Tillagan var samþykkt með 24 atkvæðum gegn sextán, að sögn Washington Post. Á sama tíma opinberaði nefndin að bandaríski skatturinn hefði ekki endurskoðað skattskýrslur Trump fyrstu tvö árin sem hann var forseti jafnvel þó að reglur kveði á um að það skuli gert. Stofnunin lauk aldrei við skoðun á skattskilum Trump á meðan hann var forseti þar sem hann reyndi að hægja á henni með ýmsum ráðum. Þá sögðu nefndarmenn að ekkert hefði verið til í þeirri afsökun Trump á sínum tíma að hann gæti ekki birt skattskýrslur sínar vegna þess að skatturinn væri að endurskoða þær árið 2016. Hvatti nefndin þingið til þess að setja lög um að skatturinn skuli endurskoða skattskýrslur forseta og birta hluta upplýsinganna opinberlega. Framboð Trump brást ókvæða við tíðindunum. Sakaði talsmaður þess demókrata um að „leka“ upplýsingum á fordæmalausan hátt. Ef Trump gæti orðið fyrir slíku óréttlæti þá gæti það hent hvaða Bandaríkjamann sem er. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Skattskýrslur Trump voru loks afhentar skattanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftir að Hæstaréttur kvað upp síðasta orðið með það í síðasta mánuði. Demókratar í fulltrúadeildinni höfðu reynt að fá aðgang að skýrslunum allt frá því að Trump var forseti fyrir þremur árum. Frá því að Trump bauð sig fyrst fram til forseta neitaði hann að birta skattskýrslur sínar þrátt fyrir áratugalangt fordæmi fyrir að frambjóðendur geri það. Nefndin greiddi atkvæði um hvort birta ætti skattskýrslurnar opinberar á fundi sínum í gær. Tillagan var samþykkt með 24 atkvæðum gegn sextán, að sögn Washington Post. Á sama tíma opinberaði nefndin að bandaríski skatturinn hefði ekki endurskoðað skattskýrslur Trump fyrstu tvö árin sem hann var forseti jafnvel þó að reglur kveði á um að það skuli gert. Stofnunin lauk aldrei við skoðun á skattskilum Trump á meðan hann var forseti þar sem hann reyndi að hægja á henni með ýmsum ráðum. Þá sögðu nefndarmenn að ekkert hefði verið til í þeirri afsökun Trump á sínum tíma að hann gæti ekki birt skattskýrslur sínar vegna þess að skatturinn væri að endurskoða þær árið 2016. Hvatti nefndin þingið til þess að setja lög um að skatturinn skuli endurskoða skattskýrslur forseta og birta hluta upplýsinganna opinberlega. Framboð Trump brást ókvæða við tíðindunum. Sakaði talsmaður þess demókrata um að „leka“ upplýsingum á fordæmalausan hátt. Ef Trump gæti orðið fyrir slíku óréttlæti þá gæti það hent hvaða Bandaríkjamann sem er.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56