Innlent

At­vinnu­leysi jókst milli mánaða

Árni Sæberg skrifar
Hagstofan tekur saman tölfræði um atvinnuleysi.
Hagstofan tekur saman tölfræði um atvinnuleysi. Vísir/Hanna Andrésdóttir

Atvinnuleysi mældist 4,6 prósent í nóvember samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi jókst um 1,7 prósent milli mánaða.

Þetta segir í nýbirtri mánaðarskýrslu Hagstofunnar um atvinnuleysi í nóvember.Þar segir jafnframt að árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka hafi verið 81,6 prósent og hlutfall starfandi 77,9 prósent. Hlutfall starfandi jókst um 0,3 prósent.

Í línuriti í skýrsluni má sjá að mánaðarlegt atvinnuleysi 16 til 74 ára hefur ekki verið meira síðan í október þessa árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×