Jólaös og umferðartafir Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 21. desember 2022 12:00 „Norðaustan hvassviðri eða stormur og skafrenningu“, sagði á heimasíðu Veðurstofu Íslands fyrr í vikunni. Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni er litið hefur út um gluggann staddur hér á landi að færð á vegum hefur verið þung síðustu daga. Enda sagði einnig á síðu Veðurstofu Íslands: „Einnig má búast við skafrenningi með samgönutruflunum. Varasamt ferðaveður“. Ofan í alla jólafraffíkina fáum við landsmenn ófærð sem hægir á allri umferð og lögreglan biðlar til fólks að halda sig heima ef erindið getur beðið. Þrátt fyrir að veðrinu hafi slotað og gul viðvörun Veðurstofu Íslands á ekki við um landið allt heldur aðeins miðhálendið eins og staðan er þegar þetta er ritað þá er færð á vegum varasöm. Og þrátt fyrir að allt kapp hafi verið lagt í að hreinsa götur eins vel og unnt er til að auðvelda vegfarendum að komast leiðar sinnar, þá eru akstursskilyrði þannig að þau kalla á það að við vegfarendur verðum að fara varlega. Við verðum að taka tillit til hvors annars og styðja við hvort annað í þessum aðstæðum sem nú eru á vegum landsins. Þannig aukum við umferðaröryggi okkar allra. Fjölgun á nýjum og óreyndum ökumönnum með almenn ökuréttindi eru á sjötta þúsund á ári hverju. Þrátt fyrir að hafa hlotið þjálfun, staðist hæfnisviðmið ökuprófs þá tekur það fimm til sjö ár að öðlast fulla færni í akstri þ.e. ef viðkomandi ekur að staðaldri. Frá árinu 2010 hafa ungir og óreyndir ökumenn verið fræddir í ökunáminu um akstur við erfiðar aðstæður og fengið að upplifa hvað aðstæður getið verið varasamar á lokuðum svæðum í þeirri von að þau sýni fyrirhyggju í akstri við þau skilyrði sem nú eru. Tökum tillit til þeirra ökumanna sem nú takast á við þá ófærð sem nú eru á vegum landsins jafnvel í fyrsta skipti með enga aðstoð sér við hlið. Við þurfum öll þjálfun og hún tekur tíma. Blessunarlega búum við ekki við erfið og hættuleg akstursskilyrði alla daga ársins en þegar þau verða þá verðum við að taka mið af að ákveðnir þættir breytast í akstri svo sem aukin hemlunarvegalengd, skert útskýni, þrengri götur vegna snjóþunga og fl. Höfum það í huga. Eitt umferðarslys er einu umferðarslysi of mikið. Ef við leggjum okkur öll fram við það að vanda okkur í samskiptum við aðra ökumenn og vegfarendur, sýnum tilitsemi, gefum okkur meiri tíma í að komast á milli staða þá klárlega drögum við úr tíðni umferðaróhappa og slysa. Að þessu sögðu þá viljum við í Ökukennarafélagi Íslands óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferð Þuríður B. Ægisdóttir Bílpróf Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
„Norðaustan hvassviðri eða stormur og skafrenningu“, sagði á heimasíðu Veðurstofu Íslands fyrr í vikunni. Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni er litið hefur út um gluggann staddur hér á landi að færð á vegum hefur verið þung síðustu daga. Enda sagði einnig á síðu Veðurstofu Íslands: „Einnig má búast við skafrenningi með samgönutruflunum. Varasamt ferðaveður“. Ofan í alla jólafraffíkina fáum við landsmenn ófærð sem hægir á allri umferð og lögreglan biðlar til fólks að halda sig heima ef erindið getur beðið. Þrátt fyrir að veðrinu hafi slotað og gul viðvörun Veðurstofu Íslands á ekki við um landið allt heldur aðeins miðhálendið eins og staðan er þegar þetta er ritað þá er færð á vegum varasöm. Og þrátt fyrir að allt kapp hafi verið lagt í að hreinsa götur eins vel og unnt er til að auðvelda vegfarendum að komast leiðar sinnar, þá eru akstursskilyrði þannig að þau kalla á það að við vegfarendur verðum að fara varlega. Við verðum að taka tillit til hvors annars og styðja við hvort annað í þessum aðstæðum sem nú eru á vegum landsins. Þannig aukum við umferðaröryggi okkar allra. Fjölgun á nýjum og óreyndum ökumönnum með almenn ökuréttindi eru á sjötta þúsund á ári hverju. Þrátt fyrir að hafa hlotið þjálfun, staðist hæfnisviðmið ökuprófs þá tekur það fimm til sjö ár að öðlast fulla færni í akstri þ.e. ef viðkomandi ekur að staðaldri. Frá árinu 2010 hafa ungir og óreyndir ökumenn verið fræddir í ökunáminu um akstur við erfiðar aðstæður og fengið að upplifa hvað aðstæður getið verið varasamar á lokuðum svæðum í þeirri von að þau sýni fyrirhyggju í akstri við þau skilyrði sem nú eru. Tökum tillit til þeirra ökumanna sem nú takast á við þá ófærð sem nú eru á vegum landsins jafnvel í fyrsta skipti með enga aðstoð sér við hlið. Við þurfum öll þjálfun og hún tekur tíma. Blessunarlega búum við ekki við erfið og hættuleg akstursskilyrði alla daga ársins en þegar þau verða þá verðum við að taka mið af að ákveðnir þættir breytast í akstri svo sem aukin hemlunarvegalengd, skert útskýni, þrengri götur vegna snjóþunga og fl. Höfum það í huga. Eitt umferðarslys er einu umferðarslysi of mikið. Ef við leggjum okkur öll fram við það að vanda okkur í samskiptum við aðra ökumenn og vegfarendur, sýnum tilitsemi, gefum okkur meiri tíma í að komast á milli staða þá klárlega drögum við úr tíðni umferðaróhappa og slysa. Að þessu sögðu þá viljum við í Ökukennarafélagi Íslands óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar