Sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum stendur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2022 15:55 Frá Hornströndum. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra og tveimur flugmönnum þess, sem lentu þyrlu í tvígang án leyfis í friðlandinu á Hornströndum árið 2020. Einn dómari Hæstaréttar skilaði sératkvæði og vildi sýkna viðkomandi. Málið má rekja til þess að hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í júlí 2020. Umhverfisstofnun kærði málið til lögreglu á þeim grundvelli að óheimilt væri að lenda í friðlandinu án leyfis stofnunarinnar. Farið alla leið í dómskerfinu Málið var kært til lögreglu og fór fyrir dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem þyrlufyrirtækið, framkvæmdastjórinn og flugmennirnir voru sýknaðir. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri við dómi héraðsdóms og dæmdi viðkomandi til greiðslu sektar, fyrr á þessu ári. Óskað var eftir leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar sem varð við þeirri beiðni. Dómur Hæstaréttar liggur nú fyrir og hefur því málið farið alla leið í hina innlenda dómskerfi. Í honum kemur fram að þyrlufélagið, sem starfar nú merkjum Vesturflugs, framkvæmdastjóri þess og flugmennirnir hafi viðurkennt þá háttsemi sem þeir voru kærðir fyrir. Þeir töldu hins vegar að hvergi kæmi fram í lögum um náttúruvernd að bannað væri að lenda í friðlandi nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Þá töldu þeir að heimild umhverfisráðherra til að takmarka umferðarrétt og að áskilja leyfi samkvæmt lögunum gæti ekki náð til lendingar þyrlna á friðlýstu svæði enda sé um loftferðir að ræða sem heyri undir annan ráðherra. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að fullnægjandi lagastoð væri að finna í þeim lögum og reglum sem gilda um friðlandið á Hornströndum ti að banna lendingu þyrlna án leyfis Umhverfisstofnunar. Þyrlufélagið þarf því að greiða 150 þúsund krónur í sekt en flugmennirnir tveir og framkvæmdastjórinn 75 þúsund krónur hver. Skilaði sératkvæði Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson skilaði sératkvæði í málinu. Vísaði hann til þess að hvergi í lagaákvæði sem málið var byggt á komi fram með skýrum hætti ap ráðherra hafi heimild til þess að mæla fyrir um hvaða háttsemi telst refsiverð samkvæmt ákvæðum laganna. Þá sé þar ekki lýst í meginatriðum hvað varðað geti refsingu svo að ráðherra verði heimilað að setja reglur þar að lútandi. Taldi hann því að varhugavert væri að telja að nægjanleg lagastoð væri komin fram fyrir því að flugfélagið og mennirnir þrír hafi unnið sér til refsingar með lendingunni. Taldi hann því að sýkna ætti í málinu. Fréttir af flugi Dómsmál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Hornstrandir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Málið má rekja til þess að hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í júlí 2020. Umhverfisstofnun kærði málið til lögreglu á þeim grundvelli að óheimilt væri að lenda í friðlandinu án leyfis stofnunarinnar. Farið alla leið í dómskerfinu Málið var kært til lögreglu og fór fyrir dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem þyrlufyrirtækið, framkvæmdastjórinn og flugmennirnir voru sýknaðir. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem sneri við dómi héraðsdóms og dæmdi viðkomandi til greiðslu sektar, fyrr á þessu ári. Óskað var eftir leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar sem varð við þeirri beiðni. Dómur Hæstaréttar liggur nú fyrir og hefur því málið farið alla leið í hina innlenda dómskerfi. Í honum kemur fram að þyrlufélagið, sem starfar nú merkjum Vesturflugs, framkvæmdastjóri þess og flugmennirnir hafi viðurkennt þá háttsemi sem þeir voru kærðir fyrir. Þeir töldu hins vegar að hvergi kæmi fram í lögum um náttúruvernd að bannað væri að lenda í friðlandi nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Þá töldu þeir að heimild umhverfisráðherra til að takmarka umferðarrétt og að áskilja leyfi samkvæmt lögunum gæti ekki náð til lendingar þyrlna á friðlýstu svæði enda sé um loftferðir að ræða sem heyri undir annan ráðherra. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að fullnægjandi lagastoð væri að finna í þeim lögum og reglum sem gilda um friðlandið á Hornströndum ti að banna lendingu þyrlna án leyfis Umhverfisstofnunar. Þyrlufélagið þarf því að greiða 150 þúsund krónur í sekt en flugmennirnir tveir og framkvæmdastjórinn 75 þúsund krónur hver. Skilaði sératkvæði Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson skilaði sératkvæði í málinu. Vísaði hann til þess að hvergi í lagaákvæði sem málið var byggt á komi fram með skýrum hætti ap ráðherra hafi heimild til þess að mæla fyrir um hvaða háttsemi telst refsiverð samkvæmt ákvæðum laganna. Þá sé þar ekki lýst í meginatriðum hvað varðað geti refsingu svo að ráðherra verði heimilað að setja reglur þar að lútandi. Taldi hann því að varhugavert væri að telja að nægjanleg lagastoð væri komin fram fyrir því að flugfélagið og mennirnir þrír hafi unnið sér til refsingar með lendingunni. Taldi hann því að sýkna ætti í málinu.
Fréttir af flugi Dómsmál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Hornstrandir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent