Vilja búa blaðamönnum betri starfsaðstæður og ráða fleiri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. desember 2022 16:37 Óhætt er að segja að vendingar séu á fjölmiðlamarkaði en forsvarsmenn Kjarnans og Stundarinnar hafa ákveðið að sameinast undir merkjum nýs miðils. Heiða/Vilhelm Öll þau sem tilheyra ritstjórn Kjarnans og Stundarinnar munu halda áfram störfum hjá nýjum miðli sem hefur göngu sína í janúar. „Við stefnum á að fjölga starfsfólki – ekki fækka,“ segir Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans sem virtist ákaflega spenntur og stórhuga þegar fréttastofa náði tali af honum. Í morgun voru sagðar fréttir af því að eigendur Kjarnans og Stundarinnar hefðu komið sér saman um að sameina miðlana tvo. Telja aðstandendur þeirra að saman séu þeir sterkari en í sitt hvoru lagi. Þórður Snær segir að það sé heilmargt sameiginlegt með hugmyndafræði beggja miðla. „Þetta eru aðhaldsmiðlar sem standa með almenningi og neytendum; leggja áherslu á rannsóknarblaðamennsku. Það er búið að reka þá í tveimur einingum í allan þennan tíma. Okkur fannst bara tímabært að skoða það hvort það væri þannig að við værum sterkari saman en við erum í sitthvoru lagi. Báðir miðlarnir eru reknir mjög sjálfbært, það er að segja skuldlausir að mestu, að minnsta kosti við fjármálastofnanir og hafa verið reknir í litlu tapi og Stundar-megin auðvitað bara oftast nær í hagnaði og hafa verið að vaxa tekjulega séð á undanförnum árum.“ Sameiningin sé því ekki tilkomin vegna einhvers rekstrarvanda. „Við töldum að það sé vert að skoða hvort við gætum búið til aðstæður þar sem við getum styrkst, gert meira og búið til betri starfsaðstæður fyrir þá blaðamenn sem starfa hjá okkur og þá sem munu starfa hjá okkur til framtíðar með því að sameina miðlana og niðurstaðan úr því var að við teljum svo vera,“ segir Þórður. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, tekur í sama streng. „Með því að sameinast getum við mótað fyrirtæki sem er stærra, sterkara og öflugra til að takast á við þær áskoranir sem fylgja því að halda úti rannsóknarblaðamennsku; greinandi og gagnrýninni blaðamennsku sem hefur ýmislegt í för með sér og getur verið svolítið krefjandi. Þetta eru miðlar sem eru báðir í dreifðu eignarhaldi, óháðir hagsmunablokkum og hafa lifað eftir ákvörðunum almennings um að styrkja þá eða kaupa áskrift.“ Blóð, sviti og tár hafa farið í að byggja upp Kjarnann og Stundina á síðustu árum. Nýr miðill með ritstjórnum beggja lítur dagsins ljós í janúar.Vísir/egill Ingibjörg segir þó að það hefi verið stórt skref að ráðast í sameininguna því miðlarnir séu þeim afar hjartfólgnir. „Þessir miðlar eru náttúrulega stofnaðir af fjölmiðlafólki sem starfar á þeim í dag. Okkur þykir náttúrulega vænt um þessi vörumerki og það sem þau standa fyrir og það sem Stundin er í mínum huga er annað og meira en bara vinnustaður.“ Þórður segir að nýi miðillinn muni sækja þorra sinna tekna til lesenda þannig verði áskriftarmódeli Stundarinnar og styrktar fyrirkomulagi Kjarnans viðhaldið. „Við erum þegar búin að opna á og bjóða upp á foráskrift á hinum nýja miðli þar sem fólk getur skráð sig núna strax og fengið fyrstu útgáfur af honum.“ Þau Ingibjörg og Þórður segja bæði að lesendur miðlanna muni sjá áherslur Stundarinnar og Kjarnans í nýjum miðli. „Á því er enginn vafi. Við erum mjög meðvituð um að varðveita það sem hefur skilgreint þessa miðla sem eru núna að renna saman og það verði bakbeinið í þeim nýja miðli sem við erum núna að búa til. Samhliða höfum við áform um að breikka og auka og vera með breiðari skírskotun og geta gert meira,“ segir Þórður. „Það er náttúrulega þannig að ég verð ritstjóri á nýjum miðli ásamt Þórði Snæ og mínar áherslur munu fylgja og Helgi Seljan rannsóknarritstjóri Stundarinnar verður með okkur í þessu teymi, teymi Stundarinnar verður áfram en á nýjum tölvupósti, okkar áherslur munu njóta sín þar eftir sem áður,“ segir Ingibjörg. Fjölmiðlar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kjarninn og Stundin í eina sæng Eigendur Kjarnans og Stundarinnar hafa náð samkomulagi um að sameina fjölmiðlana. Nýr fjölmiðlill mun þannig líta dagsins ljós á nýju ári undir nýju nafni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, verða saman ritstjórar hins nýja fjölmiðils. 21. desember 2022 07:49 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Í morgun voru sagðar fréttir af því að eigendur Kjarnans og Stundarinnar hefðu komið sér saman um að sameina miðlana tvo. Telja aðstandendur þeirra að saman séu þeir sterkari en í sitt hvoru lagi. Þórður Snær segir að það sé heilmargt sameiginlegt með hugmyndafræði beggja miðla. „Þetta eru aðhaldsmiðlar sem standa með almenningi og neytendum; leggja áherslu á rannsóknarblaðamennsku. Það er búið að reka þá í tveimur einingum í allan þennan tíma. Okkur fannst bara tímabært að skoða það hvort það væri þannig að við værum sterkari saman en við erum í sitthvoru lagi. Báðir miðlarnir eru reknir mjög sjálfbært, það er að segja skuldlausir að mestu, að minnsta kosti við fjármálastofnanir og hafa verið reknir í litlu tapi og Stundar-megin auðvitað bara oftast nær í hagnaði og hafa verið að vaxa tekjulega séð á undanförnum árum.“ Sameiningin sé því ekki tilkomin vegna einhvers rekstrarvanda. „Við töldum að það sé vert að skoða hvort við gætum búið til aðstæður þar sem við getum styrkst, gert meira og búið til betri starfsaðstæður fyrir þá blaðamenn sem starfa hjá okkur og þá sem munu starfa hjá okkur til framtíðar með því að sameina miðlana og niðurstaðan úr því var að við teljum svo vera,“ segir Þórður. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, tekur í sama streng. „Með því að sameinast getum við mótað fyrirtæki sem er stærra, sterkara og öflugra til að takast á við þær áskoranir sem fylgja því að halda úti rannsóknarblaðamennsku; greinandi og gagnrýninni blaðamennsku sem hefur ýmislegt í för með sér og getur verið svolítið krefjandi. Þetta eru miðlar sem eru báðir í dreifðu eignarhaldi, óháðir hagsmunablokkum og hafa lifað eftir ákvörðunum almennings um að styrkja þá eða kaupa áskrift.“ Blóð, sviti og tár hafa farið í að byggja upp Kjarnann og Stundina á síðustu árum. Nýr miðill með ritstjórnum beggja lítur dagsins ljós í janúar.Vísir/egill Ingibjörg segir þó að það hefi verið stórt skref að ráðast í sameininguna því miðlarnir séu þeim afar hjartfólgnir. „Þessir miðlar eru náttúrulega stofnaðir af fjölmiðlafólki sem starfar á þeim í dag. Okkur þykir náttúrulega vænt um þessi vörumerki og það sem þau standa fyrir og það sem Stundin er í mínum huga er annað og meira en bara vinnustaður.“ Þórður segir að nýi miðillinn muni sækja þorra sinna tekna til lesenda þannig verði áskriftarmódeli Stundarinnar og styrktar fyrirkomulagi Kjarnans viðhaldið. „Við erum þegar búin að opna á og bjóða upp á foráskrift á hinum nýja miðli þar sem fólk getur skráð sig núna strax og fengið fyrstu útgáfur af honum.“ Þau Ingibjörg og Þórður segja bæði að lesendur miðlanna muni sjá áherslur Stundarinnar og Kjarnans í nýjum miðli. „Á því er enginn vafi. Við erum mjög meðvituð um að varðveita það sem hefur skilgreint þessa miðla sem eru núna að renna saman og það verði bakbeinið í þeim nýja miðli sem við erum núna að búa til. Samhliða höfum við áform um að breikka og auka og vera með breiðari skírskotun og geta gert meira,“ segir Þórður. „Það er náttúrulega þannig að ég verð ritstjóri á nýjum miðli ásamt Þórði Snæ og mínar áherslur munu fylgja og Helgi Seljan rannsóknarritstjóri Stundarinnar verður með okkur í þessu teymi, teymi Stundarinnar verður áfram en á nýjum tölvupósti, okkar áherslur munu njóta sín þar eftir sem áður,“ segir Ingibjörg.
Fjölmiðlar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kjarninn og Stundin í eina sæng Eigendur Kjarnans og Stundarinnar hafa náð samkomulagi um að sameina fjölmiðlana. Nýr fjölmiðlill mun þannig líta dagsins ljós á nýju ári undir nýju nafni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, verða saman ritstjórar hins nýja fjölmiðils. 21. desember 2022 07:49 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Kjarninn og Stundin í eina sæng Eigendur Kjarnans og Stundarinnar hafa náð samkomulagi um að sameina fjölmiðlana. Nýr fjölmiðlill mun þannig líta dagsins ljós á nýju ári undir nýju nafni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, verða saman ritstjórar hins nýja fjölmiðils. 21. desember 2022 07:49