Innlent

Landabruggari með heimagerða sprengju í fjögurra mánaða fangelsi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á sjötugsaldri var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis fíkniefna- og ökulagabrot. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vopnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum heimatilbúna sprengju og gaddakylfu sem fannst við húsleit lögreglu

Í dómi héraðsdóms Reykjavíkur var krafist upptöku á 96 lítrum af landa og 446 lítrum af gambra, sem og ýmis konar fíkniefnum.

Ákærði játaði skýlaust brot sín en frá árinu 2016 hefur hann verið dæmdur fyrir ítrekuð fíkniefna- og ökulagabrot. Var því við ákvörðun refsingar litið til ítrekaðra brota mannsins. 

Var maðurinn því dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi samt því að ítrekuð var ævilöng ökuréttarsvipting mannsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×