Innlent

„Það vildi enginn vinna með ykkur“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Einar Þorsteinsson var ekki að skafa utan af því í Kastljósinu og skaut föstum skotum á kollega sinn í Sjálfstæðisflokknum.
Einar Þorsteinsson var ekki að skafa utan af því í Kastljósinu og skaut föstum skotum á kollega sinn í Sjálfstæðisflokknum. vísir/vilhelm

Snjómokstur Reykjavíkurborgar var til umræðu í Kastljósi kvöldsins á RÚV. Mörgum finnst borgin ekki hafa staðið sig í stykkinu við mokstur og söltun gatna. Til viðtals voru Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en athygli vakti þegar Einar sagði engan annan borgarstjórnarflokk hafa viljað vinna með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar í vor. 

Einar Þorsteinsson viðurkenndi að viðbragð borgarinnar hafi ekki verið nægilega gott í þættinum.

 Ragnhildur Alda sagði borgarstjórn hafa ákveðið vera nísk í snjómokstri. Hún bætti við að gera verði ráð fyrir versta snjóstormi og hafa samninga, við þá sem hafa yfir snjómoksturstækjum að ráða, til reiðu. 

Einar svaraði þá að hann væri þessu alveg sammála og að ræða hennar væri sú sama og hann hafi verið að halda síðustu daga.

„Væri ekki bara gott ef við værum í meirihluta saman?,“ sagði Ragnhildur Alda. „Jæja, það vildi enginn vinna með ykkur,“ svaraði Einar þá og hló.

Atvikið var birt á Twitter og má sjá hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×